Vikan


Vikan - 22.11.1979, Qupperneq 45

Vikan - 22.11.1979, Qupperneq 45
„Það var eitthvað sem stakk mig við þetta allt saman. Ó, já. Hvers vegna skyldi hún hafa ekið bílnum. Hvers vegna ætli hann hafi ekki gert það. Þetta var bill John Kendricks. Það stóð þarna. En hún ók bílnum og ók honum á tré, sem stóð við veginn. Hún lést víst sam- stundis.” „Leiðindamál,” samþykkti Bruce. Svo bætti hann allt í einu við: „Hvað var hún gömul?” „Þrjátíu og tveggja. Og hann er víst þrjátiu og átta ára. Fay er sjö árum eldri. Hún ól hann vist upp að mestu leytieftiraðmóðir þeirra dó.” „Og Noel?” „Já, og Noel auðvitað. En það var John sem var ekki nógu hraustur sem barn.” Allt í einu virtist Bruce missa áhugann og sagði: „Jæja, en Claire, ég verð að ná morgunvélinni til Walushi á morgun svo að ég verð að drifa mig.” Hann lagði handlegginn utan um hana og brosti. „Hvað á ég að færa þér þegar ég kem aftur, elskan? Hlébarðaskinn? Hann brosti striðnislega. „Þú ert alltaf jafnákveðin?” „Já. Og ég hef ekki hugsað mér að skipta um skoðun á næstunni. Mér finnst það vera óhugnanlegt að dýr skuli vera drepin aðeins vegna skinnsins.” „Ég þori að veðja að þú myndir ganga með minkaslá ef ég gæti keypt hana handa þér,”sagði hann. „Nei, það myndi ég aldrei láta mér detta í hug að gera. Komdu nú, ég skal fylgja þéraðbilnum.” AÐ var á meðan Bruce var að heiman að Claire fékk martröðina aftur. Hún hafði verið laus við hana nógu lengi til að hætta að óttast hana þó að hún myndi allt of vel eftir þeirri seinustu. Það hafði verið i júli. Tunglið hafði verið fullt og gulnaðar greinar palisandertrésins skrjáfuðu á glugganum, þegar hún reyndi að sofna. Fölt tunglskinið skein beint i augu hennar. Claire hafði staðið upp og dregið gardínurnar fyrir svo að dimmra yrði i herberginu. Síðan hlaut hún að hafa sofnað. Draumurinn byrjaði á sama hátt og venjulega. Fyrst opnuðust svefnherbergisdyrnar, ekki með hávaða en heldur ekki varlega. Dermott hafði aldrei verið mikið fyrir að læðast um, jafnvel ekki á næturnar — og þær voru margar — þegar hann kom heim eftir að hún var farin í rúmið. Áður en hann dó hafði hann, ásamt Tim Reilly sem vann hjá Makelia Times, rekið útvarpsstöð sem sendi út til klukkan ellefu. Þeir höfðu tekið þrjú kvöld hvor, og sleppt sunnudeginum. Það var alltaf nóg að gera og Dermott hafði haft það fyrir vana sinn að aka til klúbbsins og fá sér í glas á eftir. Það sem oftast skeði var þó að hann fylgdi þeirri stúlku sem hann daðraði við í augnablikinu heim. Sjálfur kom hann fyrst heim undir morgun. 1 byrjun var draumurinn ósköp venjulegur. Dyrnar að svefnherberginu opnuðust eins og venjulega, smellurinn í lokunni þegar hurðinni var lokað. Síðan, á meðan Claire hlustaði eftir hreyfingu í sængurfötunum, breytti draumurinn um svip. Því ekkert hljóð heyrðist, ekkert annað en kliður greinanna sem bærðust við gluggann. Á þessu stigi draumsins reyndi hún alltaf að vakna, áður en Dermott væri kominn að rúminu og stæði þar við hlið hennar. Hann starði á hana á undarlegan hátt, höfuð hans hallaði lítið eitt og hann renndi fingrunum í gegnum hárið. Þetta var nákvæmlega eins og Der- mott hafði staðið — aðeins vatnið gerði drauminn að martröð. Það virtist vera alls staðar; stundum fann hún jafnvel dropana lenda á sér. Það lak úr hári hans, niður á axlimar og lak síðan fram af nefbroddinum og af eyrnasneplunum. Hann lyfti höndunum, eins og til að gæla við hana, og vatnið streymdi niður úlnliði hans og ermar. Síðan, þegar hún gat ekki afborið þetta lengur, tók móðir náttúra málin í sínar hendur og hún vaknaði. Þannig hafði þetta gengið til, þar til 47* tbl. Vikan 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.