Vikan


Vikan - 05.06.1980, Síða 7

Vikan - 05.06.1980, Síða 7
A innfelldu myndinni getur afl lita varning sem margir óframfœrnir karlar viija aðeins kaupa þarna neðanjarðar. mannaferðum frammi á klósettunum og getum því ekki haft útvarp. — Hvers vegna lentir þú í þessu starfi? — Kunningi minn benti mér á að starfið væri laust, eftir að ég fékk uppsögnina hjá Fötum. Ég er með spengdan hrygg, vegna þess að ég þjáist af brjóskrýrnun í baki. Starfið hentar mér mjög vel af því að ég get setið eða staðið uppréttur að vild — það á vel við þessa bakveiki. Svo að ég byrjaði hér 17. iúni 1975. fremur erilsamt starf þegar mest er að gera en rólegt utan mesta annatímans. Flestir koma hér við milli hálfellefu á morgnana og sex eftir hádegi. Þegar búið er að loka búðum er eins og allt fólk hverfi úr miðborginni. Það er svo fátt sem boðið er upp á hér í miðborginni á kvöldin. Þá er þetta dauð borg. Svo bætist við, að flestir vilja ganga fyrir bensíni. Hér áður fyrr notaði fólk fæturna. — Verðurðu var við slæma umgengni? — Flestir ganga mjög vel um. Það er helst að það sé einhver órói í ungling- um. en aðeins í undantekningartilfell- um láta þeir í Ijósi skemmdarfýsn. En flestir sem koma hingað eru ágætir í umgengni og framkomu. Fyrstu árin sem ég vann hér bar mikið á svokölluðum rónum. En bæði hafa þeir fleiri staði til að leita á núna og þeir fá mikið meiri hjálp nú til dags. Ég var farinn að þekkja marga róna í sjón en ég get sagt að þeim hefur hreinlega fækkað. Allmargir þeirra sem ég hef séð til hér eru „frelsaðir”. Ég hef séð þá á götu, edrú og snyrtilega. — Þið seljið smokka hérna. Selst mikið af þeim? — Já, talsvert. Mörgum miðaldra mönnum finnst þægilegra að koma hingað en að fara í apótek. Fólk af minni kynslóð, en ég er 59 ára, hefur vanist því að þetta sé feimnismál. Sumir fullorðnir menn eru svo viðkvæmir í þessum málum að þeir hætta við allt og flýta sér burt ef einhver kemur niður tröppurnar á meðan þeir eru að bera upp erindið. Unglingarnir eru aftur á móti ófeimnir við að biðja um verjur, mórallinn er annar hjá unga fólkinu. Svo kemur fyrir að hingað koma konur til að kaupa verjur, jafnvel oftar en einu sinni. — Hver eru launakjörin? — Starfið heyrir undir hreinsunar- deild Reykjavíkurborgar. en við teljumst tilheyra félagssvæði Dagsbrúnar. Við fáum borgað timakaup eftir Dagsbrúnar-taxta, og þótt undarlegt megi virðast hef ég verið lausráðinn i starfiðfrá upphafi. Launakjörin eru þó betri hjá mér en áður. Þegar ég byrjaði hérna var klæðskerakaup 55.000 krónur á mánuði en ég fékk betur borgað fyrir klósett- vörsluna. Sem klæðskeri var ég á Iðju- taxta, en þeir eru smánarlega lágir. Til skamms tíma fengum við ekkert vaktaálag, þótt seinni vaktin sé frá 4 til 11 eftir hádegi. Nýlega var bætt úr þessu. Við hjónin eigum skuldlausa ibúð i vesturbænum og yngsti strákurinn býr hjá okkur. Ég hef i kringum 400.000 i mánaðarlaun og okkur tékst bærilega að komast af. -jás — í hverju felst klósettvarslan? — Við höfum opið frá 9 á morgnana til klukkan 11 á kvöldin og vinnum tvi skiptar vaktir, fyrri og seinni vakt á víxl. Einn dagur i viku er fridagur. Við fylgjumst með að vel sé gengið um klósettin og lítum eftir að þau séu alltaf boðleg næsta manni. Þetta er 23. tbl. Vikan 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.