Vikan


Vikan - 05.06.1980, Side 9

Vikan - 05.06.1980, Side 9
Kröfugerðin vakti mikla athygli. í fréttatima sjónvarps voru helstu talsmenn stjómmálaflokkanna spurðir álits á gíslatökunni og kröfum Halldórs Steindal. Formaður Sjálfstæðisflokksins hafði þetta að segja: „Gíslatakan er hörmulegur atburður og áfall fyrir íslensku þjóðina. Hún er dæmi þess að Ísland er nú orðið land hermdar verkamanna og alvarleg vísbending um að gerræðislegar aðgerðir ryðji lýðræðis legri ákvörðunartöku úr sessi. Um kröfurnar hef ég það eitt að segja að þær eru fráleitar og ekki sæmandi skynibornum manni." Varaformaður Framsóknarflokksins hafði m.a. um máliðaðsegja: ..Hér er fyrst og fremst um ósvifna aðgerð að ræða. Allt verður að gera til þess að hlifa heilsu og lifi gislanna. Kröfugerðin ber ekki vott um heildar hugsun og fordæmir sig sjálf." Formaður þingtlokks Alþýðubanda- lagsins svaraði á þessa leið: „Þetta eru voveifleg tiðindi. Alþýðubandalagið hefur ákveðinn skilning á kröfum Halldórs Steindal en styður að sjálfsögðu ekki aðgerðina sem slíka.” Fyrrverandi kirkjumálaráðherra og núverandi þingmaður sagði um athæfi flokksbróður sins: „Þessi hegðan Halldórs er fjarri minum skilningi og stenst hvergi þá við- kynningu er ég hef af honum. Ég vil undirstrika það sérstaklega að Alþýðu- flokkurinn stendur hvergi á bak við þessa aðgerð. enda kröfurnar fjarri okkar stefnu og hugsun. Þetta er ætt jarðarraus. sem sæmir ekki neinum lýðræðisflokki. Alþýðuflokkurinn hefur lagt á það áherslu að efla alþjóðleg tengsl. bæði til austurs og vesturs, og því hlýtur slík kröfugerð að vera i eðli sinu andsnúin stefnu Alþýðuflokksins." -O — Sérstök nefnd var sett á laggirnar til aðathuga kröfugerðina. Þessi nefnd var siðar þekkt sem „Þriggja manna nefndin" eða „Þriggja þjóða nefndin”. í henni áttu sæti yfirmaður víkingasveita islensku lögreglunnar, lögregluforingi úr bandaríska hernum og deildarfulltrúi í sovéska sendiráðinu. Þeir urðu þegar á eitt sáttir, að ógjörningur væri að koma til móts við alla liði kröfugerðarinnar. íslensk yfirvöld sýndu þeirri niðurstöðu fullan skilning og samþykktu jafnframt þá tillögu nefndarinnar að fullnægja sumum af kröfum Halldórs Steindal til að „vinna tíma", eins og það var orðað. Íslensk ættjarðarlög tóku nú að berast úr dátaútvarpinu án afláts, flestum hermönnum og íbúum Suðurnesja til mikillar hrellingar. Stillimyndirnar af íslenskri náttúru sem sýndar voru i her- sjónvarpinu ollu mikilli upplausn. Félagsfræðingar og sálfræðingar hafa siðar rakið orsakir hinnar miklu ölvunar á Keflavikurflugvelli á sama tima til þessarar breyttu fjölmiðlastefnu. Félagar úr Varðbergi og áhugamenn um vestræna samvinnu tóku að sér að lesa úr verkum Milton Friedmans og F.A. Hayeks fyrir starfsmenn austur evrnpskra sendiráða i Reykjavík. Lesturinn fór fram á ensku, þar eð kenningar þessara tveggja hugsuða voru ekki til í slavneskum þýðingum og illmögulegt að þýða texta með jafnstuttum fyrirvara. Sendiráðsmenn tóku þessum upplestri með stillingu og hógværð en að sögn lslendinganna virt- ist lesturinn ekki hafa náð tökum á áheyrendum. Aldrei varð þó sannað, eins og haldið var fram i einu árdegis- blaðanna, að viðkomandi sendiráð hefðu sent menn sem varla kunnu hrafl í enskri tungu. Þá var tilkynnt að unnið væri að því að finna þýðendur að ritum Fjölnis manna. „íslandsmessan" var haldin og henni útvarpað sama sunnudag, þvi búist var við að Halldór Steindal fylgdist með út varpssendingum. Biskup Islands messaði fyrir altari og minntist Islands sér- staklega og varaði við „erlendum öflum sem vilja þjóðarrétt okkar feigan og leit- ast við að uppræta kristið hugarfar." „Þriggja þjóða nefndin" komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu um hvers vegna þingmaðurinn legði á það áherslu aðopnuð yrði áfengisútsala í Grindavík. Sovéski deildarstjórinn benti á að Halldór væri úr plássinu og teldi per- sónulega hagkvæmt að kaupa áfengi á staðnum. Bandariski lögregluforinginn hélt því hins vegar fram að þing- maðurinn vildi afla sér meiri vinsælda meðal grindviskra kjósenda með þessu móti. Öðrum liðum kröfugcrðarinnar var svarað á þá leið að þeir væru ófram kvæmanlegir á svo skömmum tima og þyrftu athugunar og grandskoðunar við. Þegar háttvirtum þingmanni var tilkynnt þetta gegnum senditækið svaraði hann aðeins með einu orði: „Aumingjar." „Þriggja þjóða nefndin" hafði einnig starfssvið eins konar herráðs og lagði því á það kapp í upphafi að afla sér sem gleggstra upplýsinga um manneskjuna Halldór Steindal. Auk íslenskra aðila létu bæði bandaríska og sovéska sendiráðið þýðingarmiklar upplýsingar í té. Nefndin var þvi búin að fá haldgóða og skýra rnynd af þingmanninum innan sólarhrings frá gislatökunni. — O- 23. tbl. Vikan 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.