Vikan


Vikan - 05.06.1980, Page 12

Vikan - 05.06.1980, Page 12
Umferðartollur Ágústa D. Guðmundsdóttir. Myndin tekin fyrir ári. Ágústa D. Guðmundsdóttir, 17 ára: HJÁLMURINN HJÁLPAR EKKI ALLTAF t október í fyrra varð það slys í Vestmannaeyjum að mótor- hjól sem á voru tvö ungmenni rann á hliðina með þeim afleiðingum að farþeginn, Ágústa D. Guðmundsdóttir, háls- brotnaði. Mænan skaddaðist og nú er Ágústa lömuð upp að brjóstum. Hún Övelur í dag á endurhæfingardeild Borgar- spítalans og býst við að verða þar í eitt ár í það heila. Ekki segist Ágústa vera beisk, nema kannski stundum: „Það þýðir ekkert að hugsa þannig,” segir hún, „maður verður að vera bjartsýnn og ég hlakka til að komast héðan, fara aftur til Eyja og halda áfram að læra.” Dagarnir hjá Ágústu líða mest við æfingar, svo les hún og hlustar á grammófóninn sinn. „Við krakkarnir sem erum hérna förum stundum út saman. Urtt daginn fórum við á íþróttamót fatlaðra og það var mjög skemmtilegt. 1 síðustu viku fór ég tvisvar sinnum í bíó og nú erum við að hugleiða leikhúsferð. Og ef þú endilega vilt vita það þá er ég að fará'i bíó í kvöld, við ætlbm að sjá Sgt. Peppers í Háskólabíói.” Ágústa er aldeilis ekki bangin að sjá þrátt fyrir þetta hörmulega slys sem hún lenti í og hún mælist eindregið til þess að fólk fari varlega í umferðinni. EJ

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.