Vikan


Vikan - 05.06.1980, Page 17

Vikan - 05.06.1980, Page 17
Á síðustu myndinni beitir Þorbjörg því listræna hand- bragði sem hún lærir hjá Ragnari Kjartanssyni aðalkennara og Sigrúnu Guðmundsdóttur sem sér um kúnststeins- vinnuna. Höggmyndanámið krefst mikils tíma af nemendum og þetta er eina deildin við Myndlistaskólann sem ekki er í námskeiðsformi. Námið er sem nœst fuliur vinnudagur og enginn af námsmönnunum sjö stundar fulla, launaða vinnu. „Höggmyndalistarnámið er þess eðlis að sá sem hyggst ná árangri, verður að gefa sig allan í það, ” sagði Katrín Briem, skólastjóri Myndlistaskólans. .mS Litlu rauð/eirmyndina efst á síðunni mótaði Þorbjörg Þórarinsdóttir fyrst fríhendis eftir konu sem sat fyrir í högg- myndadeildinni. Síðan teiknaði hún, eins og hinir 6 náms- mennirnir í dei/dinni, myndir af fyrirsætunni og breytti leir- myndinni eftir því sem henni þótti þurfa. Þá var komið að því að stækka frummyndina og móta hana í kúnststein. Þorbjörg ber mælistikur að J'rum- myndinni til að sjá fjarlægðina frá borðjietinum og að öxl frummyndarinnar og til að sjá fjarlægðina frá lóðréttu stikunni að öxlinni. Hún margfaldar síðan með 1,8 þær tölur sem hún hefur mælt fyrir með stikunum. Niðurstööutölurnar ber Þorbjörgsvo með mælistikum að kúnststeininum og ákveður með því móti hvar öxlin á að vera á endanlegu höggmyndinni. En þrátt fyrir að svona mœlingar og útreikningar séu mikilvægur þáttur við undir- búninginn, stendur allt og fellur með hinu listræna hand- bragði. 23. tbl. Vikan 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.