Vikan


Vikan - 05.06.1980, Síða 25

Vikan - 05.06.1980, Síða 25
Framhaldssaga hann fór í viðtöl. Hann teiknaði hring í kringum þær auglýsingar sem honum fundust áhugaverðar. gerði lista. heimsótti vinnumiðlunarskrifstofur. En þetta reyndi á taugarnar. Suma dagana gerði hann ekkert af viti fram að hádegi. en þá gat hann farið að hringja til vinnu- miðlananna. En hann hélt áfram þeint leik að klæða sig á morgnana og vera öðru vinnandi fólki samferða í bæinn til bókasafnsins, jafnvel þótt hann gerði ekkert þar nema lesa blöðin. Og á bóka- safninu á 42. götu var jafnvel ekki leyfi- legt að lesa blöðin. Bókaverðirnir gáðu meira að segja í töskur — hann varð að lauma blöðunum inn. Hann færði bæki- stöðvar sinar til annars bókasafns þar sem fólk mátti lesa blöðin og bauð meira að segja sjálft upp á blaðNeytendasam- takanna. Þar gat hann eytt timanum við að kynna sér vörur sem hann mundi aldrei kaupa. Starfsmaður hjá atvinnuleysistrygg- ingunum heimtaði að fá að vita hvað hann hefði gert daginn áður til að út vega sér vinnu. Hvað hafði hann hringt til margra. hversu mörg viðtöl hafði hann farið i og gat hann sannað það? Hann hafði eytt öllum deginum á bóka- safninu og hringt i tvo atvinnurekendur. — Af hverju reynið þér ekki að vera sveigjanlegri, herra Kramer? Hvers vegna viljið þér t.d. ekki reyna að selja gluggahlifar? spurði maðurinn. — Það er nú frekar takmörkuð at- vinnugrein. Veturnir verða stöðugt hlýrri, það er stöðugt minni munur á árstiðum. — Á þetta að vera einhver kaldhæðni. herra Kramer? — Ég er að leita mér að vinnu. Mig skortir fé. Vitið þér nokkuð hvað pakki af kornflögum kostar? — Þaðerekki þaðsem skiptir máli. — 53 sent og þetta eru eins og loft- bólur. Hann samþykkti kröfur Teds um at- vinnuleysisbætur. en með þó nokkurri illgirni. Ted vissi að þeir fylgdust með honuni. Hann varð að fara í langa biðröð viku hverja til að fá viðtal við rétta aðila og sanna að hann ælti rétt á bótum. Hann reiknaði út að hann þyrfti 425 dali á viku til að draga fram lífið — húsa- leiga, hiti. rafmagn. fatahreinsun, kaup Ettu, niatur. Hann fékk 95 dali á viku i atvinnuleysisbætur. Hann hafði átt nógu erfitt með að láta endana ná saman á meðan hann vann. Hann hafði aldrei getað lagt neitt til hliðar. en átti að visu 1800 dali i banka. Það mundi duga til tveggja mánaða. Hann sagði Ettu að hann væri at- vinnulaus, enda var hún löngu búin að sjá það. Hún bauðst til að bíða eftir kaupinu sínu þar til hann fengi vinnu, en hann vildi heldur halda áfram að borga henni. Hann hafði enn ekki sagt Billy tíðindin. En það var fátt sem fór fram hjá brúnu augunum hans. — Pabbi, varstu rekinn? — Af hverju heldurðu það? — Þú ert svo oft heima. Alveg eins og i Steinaldarmönnunum. Fred var heima af þvi að hann var rekinn. — Veistu hvað það þýðir að vera rekinn? — Þú hefurenga vinnu. — Ég var ekki beinlínis rekinn. Fyrir- tækið sem ég vann við flutti og nú er ég að leita að annarri vinnu. — Ó! — Ég fæ bráðum vinnu. — Geturðu þá leikið við mig á morgun. — Það væri betra fyrir mig að leita að vinnu, Billy. — Nú voru sex vikur siðan hann missti vinnuna. Og hann var farinn að leita hófanna hjá lélegum útgáfufyrir- tækjum sem hann fann í fyrirtækjalist- anum sinum. William Kramer varð fimm ára. Afmælisdagurinn hans markaði eins árs tímamót i lifi þeirra frá brottför Jóhönnu. Ted hélt afmælisveislu. Samkvæmt óskum Billys keypti hann Batmanköku og bauð sex bestu vinun- um. Ted komst að því að smágjöf og smáafmælisboð fyrir lítið barn kostaði 38 dali. Hann velti þvi fyrir sér hvort hann ætti að fá sér bráðabirgðavinnu sem afgreiðslumaður i búð eða símamaður en þá missti hann atvinnuleysisbæt- urnar. Og það borgaði sig ekki að vinna aðra vinnu en hann var vanur. Peningarnir runnu honum úr greipum. Það var svo dýrt að lifa. — Svo þú misstir vinnuna. Ahhh! Hann hafði ekki ætlað sér að segja foreldrum sínum frá atvinnumissinum fyrr en hann væri búinn að fá nýja vinnu. En þegar móðir hans spurði hann hreint út hvernig honum liði gat hann ekki verið svo óheiðarlegur að segja vel. þó hann vissi að það væri ólikt hampa- minna. — Fyrirtækið fór á hausinn. mamma. Við misstum öll vinnuna. En ég er að leita mér að annarri vinnu og fæ ábyggi- lega eitthvað. — Hann var rekinn. Rekinn! Faðir hans kom í simann. — Ted. varstu rekinn? Hvers vegna varstu rekinn? — Hlustaðu nú á mig. pabbi. Fred Flintstone var rekinn. Ég var bara látinn fara. — Hver varrekinn? — Fyrirtækið varselt. — Hvers vegna fékkstu samt ekki að halda vinnunni? Þú hlýtur að hafa staðið þig illa úr því að svo var ekki. — Þeir vildu ekkert af gamla starfs- fólkinu. Réðu bara nýtt i staðinn. — Og hvað nú? — Ég finn mér eitthvað að gera. — Hann var rekinn. Ahhh! Móðir hans var búin að finna gamla tóninn. — Ted, þú átt barn sem þú þarft að sjá fyrir og þú þarft að borga þessari manneskju. Og lífið er hreint ekki ókeypis nú á dögum. Og Guð hjálpi barninu ef eitthvað kemur fyrir þig. Og þú atvinnulaus! Hvað ætlastu eiginlega fyrir? Ted varð ekki var við að hún hefði gleymt neinu úr gömlu rullunni. Hann batt enda á samræðurnar með þvi að fullvissa hana um að hann og þeir sem væru upp á hann komnir mundu lifa þetta allt af. Faðir hans æpti úr hinum endanum að hann ætti kannski að drifa sig til Flórída og gerast leigubílstjóri. það byggju svo mörg gamalmenni þar sem væru fótaveik og gætu ekki ekið sjálf. Leigubilstjóri hlaut þvi að hafa góðar tekjur á slikum stað.Ted fannst hann gera heldur lítið úr sér með þessum ráðleggingum. Starfsstúlka hjá vinnumiðlun einni, sem hafði tekið honum tveim höndum og fullvissað hann um að hún yrði búin að útvega honum vinnu innan viku, hafði ekki haft samband við hann í þrjár vikur. Og nú var sumar i nánd. Fólk skipti ekki um starf á þessum árstima. það vildi ekki missa af sumarleyfinu. Og nú voru bara 900 dalir eftir i bankanum. — Fjandinn sjálfur, Billy! Ég sagði þér að hypja þig. Ég er búinn að leika við þig. Ég lék við þig i heilan klukku- tima eftir kvöldmat. Ég get ekki leikið meira við þig. Farðu og skoðaðu einhverja bók. — Ekki æpa á mig! — Ekki skæla! — Ég er ekkert að skæla. — Farðu nú! Leiktu þér i herberginu þínu. Hann þreif til hans og fór með hann út úr svefnherberginu. Hann greip svo fast um handlegg hans að fingur hans skildu eftir sig merki. — Þú meiðir mig! Billy fór aðgráta. — Ég ætlaði ekki að meiða þig. En ég vil ekki að þú sért alltaf að nauða i mér. Reyndu að leika þér einn og láttu mig i friði. Fyrir hann var vinnan fyrir öllu. Honum fannst hann ekki hafa neina sér- staka hæfileika. Það hafði tekið hann mörg ár að komast á rétta hillu i auglýsingunum. Þar gat hann nýtt hugmyndir sínar. Vinna hans. fötio. hálsbindin. nafnspjaldið. einkaritararnir. nýtískulegar skrifstofur. kaupið sem hélt í honum lifinu, áreynslan við að gleyma Jóhönnu, leitin að heimilishjálp. allt þetta hafði haldið honum gangandi.látið tímann líða. Án vinnu var hann einskis nýtur. Barnið bætti ekki úr skák. Billy var svo gjörsamlega háður honum. Hann hafði áður misst vinnuna en aldrei haft jafnmiklar áhyggjur af því og nú. Ef Ted Kramer hrökk upp á nóttunni liðu margar klukkustundir þar til honum tókst aftur að festa svefn. Hann var byrjaður að fara annan hring til sömu vinnumiðlananna. Þær höfðu jafnvel týnt kortinu hans, gátu ekki fundið lifshlaup hans eða höfðu hreinlega gleyntt honum vegna alls þess fólks sem var nýtt á lista og hafði misst vinnuna síðan hann kom við síðast. — Hvenær sögðust þér hafa komið. herra Kramer? Billy langaði til að hjálpa honum og huggaði hann með samlikingum úr heimi teiknimyndanna. — Manstu þegar Fred Flintstone var rekinn? — Já, þú sagðir mér frá því. — Veistu. ég var að horfa á Steinaldarmennina og Fred er búinn að fá vinnu? Er það ekki gott. pabbi? Það þýðir að þú færð lika vinnu. Hann fékk fréttir af Jim O'Connor. Hann hafði farið til Evrópu ásamt konu sinni en ákveðið síðan að reyna sig enn einu sinni í starfi áður en hann kæmist á eftirlaun. Hann hafði fengið vinnu hjá tímariti sem hét „Karlmannatiskan". O’Connor vildi fá að vita hvort Ted væri enn „úti í kuldanum". „Úti í kuldanum" var afskaplega óviðeigandi samliking þar sem hitinn náði tæplega 40 gráðuni þennan dag og Ted hafði þrammað i hitamollunni til að tala við forráðamenn iðnaðarblaðs nokkurs. O’Connor sagði honum að hann hefði lengst verið atvinnulaus i kreppunni kringum 1950. Þá hafði hann verið „úti i kuldanum" í heilt ár. Þetta var ekki mikil uppörvun fyrir Ted. O'Connor var svo nýr í starfi að hann gat ekki lofað honum neinu. En hann vildi gjarnan fá Ted í vinnu ef honum tækist að fá leyfi til þess. Og ef Ted gæti beðið i mánuð meðan hann reyndi að koma þessu i kping. — Þetta tekur allt sinn tíma. Við sk^lum tala saman seinna. — Lofaðu mér bara að þú takir ekki einhverja skítavinnu áður en mér tekst að koma þcssu í kring. Hann átti nú 600 dali í bankanum. Iðnaðarblaðið hafði áhuga á að ráða hann fyrir 19000 dali á ári, þeir gátu kannski hækkað það upp i 20.000. Það var lægra kaupen hann hafði áður haft. Framhald í nœsta blaöi. 23. tbl. Vikan 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.