Vikan


Vikan - 05.06.1980, Qupperneq 30

Vikan - 05.06.1980, Qupperneq 30
Draumar Nánari upplýsingar Kæri draumráðandi! Ég sendi þér draum til ráðningar, sem birtist í blaðinu 10. apríl síðastliðinn, og bar hann yfirskriftina „Ég kallaði á hann og bað hann að leyfa mér að verða samferða. ” Nú sendi ég þér umbeðnar upplýsingar, sonarsonur minn heitir. . . oger. . . árs sjómaður. Ég er amman, er . . . ára og heiti. . . Þetta eru upplýsingarnar sem þú óskaðir eftir. Með bestu þökk. Amma Nöfn ykkar beggja benda til þess að ekki verði þetta alveg jafn- slæmt og virtist í fyrstunni og draga mjög úr hinum neikvæðu þáttum draumsins. Þarna er sennilega um að ræða atburði sem ekki gerast alveg á næst- unni en verða samt eftirminni- legir og á margan hátt mjög afdrifaríkir. Þegar þeir verða muntu sjá hvað draumurinn' boðaði en núna er ekki hægt að segja nánar fyrir um í hverju atburðirnir felast. . .. ef hann ætlaði að drepa börnin Kæri draumráðandi. Ég ætla að senda þér draum sem mig dreymdi fyrir skömmu. Hann skeði í blokk, í íbúð vinkonu minnar. Herbergið var fullt af krökkum og var ég ein af þeim ásamt tveimur systkinum stráks sem ég er skotin I. Þessi strákur var alltaf að taka eitthvað af börnum ogfara með þau upp á háaloft. Þá datt mér allt í einu I hug að hann ætlaði að drepa þau. Égfór til hans og sagði: Ekki drepa þau, komdu heldur eitthvað út með mér. Svo fór vinkona rrrin inn í íbúðina hjá sér. Þá varð ég svo hrædd um að hann myndi drepa mig. Mérgekk svo illa að lœsa en svo tókst það. Þá fannst mér hurðin vera tvílit, Ijós að ofan en dökk að neðan I (eða öfugt). Ein dreymin P.S. Ég er alltaf að vona að þessi strákur bjóði mér og vinkonu minni á rúntinn. Hræðsla í draumi er ævinlega tákn hins gagnstæða í vökunni. Við ráðningu draumsins hefði verið betra að hafa nafn mannsins en slíkt getur oft breytt merkingunni verulega. Telja má þó nokkuð öruggt að hræðsla við manninn sé einungis tákn áhuga þíns á honum í vökunni en litur hurðarinnar gæti bent til þess að þér væri farsælast að fara varlega varðandi frekari kynni af honum. En um það verður þó ekki sagt með neinni vissu nema frekari upplýsingar fylgi með og er nafn hans forsenda þess að hægt sé að ráða drauminn að einhverju gagni. Barsmíð við sjávarsíðuna Kæri draumráðandi! Mig langar svo til að fá ráðinn draum sem dóttur mína dreymdi aðfaranótt 28. apríl 1980. Hún býr á... en var gestkomandi hér hjá systur sinni. Henni þykir sem hún sjálf og systir hennar, sem heitir Z, og maður hennar séu stödd I gömlu húsi niðri við sjó. X, en ' það heitir maðurinn, var illa út- leikinn, stokkbólginn á annarri kinninni, alveg afmyndaður. Það hafði einhver maður leikið hann svona grátt en hann sneri nú hinni kinninni að þeim. En svo heyra þær mann syngja og er hann að enda lagið. Þá segir sú sem dreymir, en hún heitir S: „ Við skulum flýta okkur I burtu á meðan hann er að syngja. ” En þá hættir hann allt í einu, án þess að enda lagið, og segir: „Ég verð að hætta ogflýta mér, ég r á eftir að jafna um þennan mann, ” sem er þá X. Þá biður 5 systur sína, Z, að taka N. en hann er drengur sem þau hjónin misstu I fyrra. Z segir þá: „Það er ekki N sem er með honum — heldur G." Hún er einkabarnið þeirra. Við þetta vaknar S og líður afar illa. Með fyrirfram þakklæti. G.H. Engin ástæða er til að ætla að draumurinn boði eitthvað illt og , möguleikinn, sem þú hræðist mest, er á engan máta sennileg ráðning. Öll þessi nöfn eru góð í draumi og eins er um ýmis önnur tákn. Langsennilegast er að draumurinn sé tákn þess að nú fari aftur að birta til hjá þeim hjónum eftir liðnar þrengingar og einkum á það við um sárs- auka þann, sem sonarmissirinn hefur valdið föðurnum. Sú staðreynd að dóttir þeirra tók í draumnum á sig mynd bróður- ins er alls ekki fyrirboði dauða hennar heldur miklu fremur undirstrikun þess að tilvist hennar muni hjálpa þeim að gleyma fortiðinni og líta tilver- una öðrum augum. Ferðalagið gæti einmitt verið upphaf þess að svo verði. Húsið við sjóinn er tvöfalt tákn um vel heppnað ferðalag og því ótti þinn um þeirra velferð ástæðulaus með öllu. Flest tákn í draumi hafa einmitt gagnstæða merkingu í vökunni og sannast þar hið forn- kveðna að oft er ljótur draumur j fyrir litlu efni. Skop 30 Vikan »3. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.