Vikan - 05.06.1980, Page 34
Fimm mínútur með Willy Breinholst
HER BJO
SHAKESPEARE
Það hefur alltaf verið minn
stóri draumur að verða þeirrar
lífsreynslu aðnjótandi að heim-
sækja fæðingarbæ Shakespeares
í Stratford-on-Avon. Þegar
maður er sjálfur rithöfundur er
ekki nema eðlilegt að maður vilji
líta augum lífsverk starfs-
bróðurins enska.
Þegar við Maríanna vorum í
Englandi í fyrrasumar hafði ég
aðeins sett mér eitt takmark,
nefnilega að heimsækja Strat-
ford-on-Avon. En hvernig sem á
því stóð liðu dagarnir einn af
öðrum á pöbbum, baðströndum
og golfvöllum. Ekki vegna þess
að ég spili svo mikið golf sjálfur,
en við tjölduðum oft á golf-
völlum og svo þegar ég var
búinn að fá mér svolítinn lúr
eftir góðan hádegisverð þá fór
það smátt og smátt svo að ég var
farinn að hugsa um að drifa mig
Stjörnuspá
heim, enda þótt ég hefði ekki séð
fæðingarstað starfsbróðurins.
En það má auðvitað láta sér
nægja minna. Dag einn höfðum
við stoppað í litlu sveitaþorpi,
Appledale, til þess að taka
bensín. Þá sá ég það allt í einu.
Á litlu skilti fyrir ofan dyrnar á
týpísku ensku húsi stóð: „Shake-
speare lived here”.
— Bjó Shakespeare raun-
verulega hérna, spurði ég
bensínafgreiðslumanninn.
— Yes, sir, sagði hann, —
þarna fyrir handan. í húsinu
hans Webster Blackworths
gamla. Þið ættuð að fara og sjá
rúmið sem Shakespeare svaf í!
Við flýttum okkur yfirum.
„Open daily 10-4, admission 2
sh.” stóð á litlu pappaspjaldi yfir
dyrabjöllunni. Ég hringdi og
Webster gamli kom tinandi fram
og bauð okkur inn fyrir. Allt
virtist fremur loftlítið i þröngum
vistarverunum og dagsbirtan
smaug í gegnuni blýlagðar
rúðurnar.
Við litum í kringum okkur,
þögul og hrifin. Það er nú ekki á
hverjum degi sem rnaður gengur
um hús þar sem sjálfur Shake-
speare hefur búið, andað og
sofið og starfað og það er því
engin furða þó maður verði
svolítiðandstuttur.
— Hvar er rúmið hans?
'vogaði Maríanna sér að spyrja.
Sá gamli staulaðist við stafinn
inn í lítið kames við hliðina. Þar
var einnig þröngt og dimmt en
þarna var rúmið, gamalt rúm úr
járni, höfðagaflinn skreyttur á
frumstæðan hátt með myndum
úr smíðajárni og rúmstólparnir
settir litlum postulínshnöppum.
Dýnan var þunglamaleg,
klædd bláu þverröndóttu áklæði
og postulínskoppur með ein-
földu velsku blómamynstri stóð
viðfótagaflinn.
— Svaf Shakespeare virkilega
í þessu skrifli? spurði Maríanna
og var augsjáanlega hneyksluð á
þessu óþægilega rúmi.
— Oft og mörgum sinnum,
sagði Webster gamli og kinkaði
kolli um leið og hann ýtti
koppnum undan rúminu með
stafnum. Hann bætti við: —
Það er ekki vitað hvort þessi
hefur verið notaður af meistar-
llrtilurinn 2l.m;irv 20.;i|»ril
Varastu að láta
smávægilega misklíð
heima fyrir hafa trufl-
andi áhrif á störf utan
heimilisins. Treystu ekki
í blindni á náungann og
gættu þess að halda
skapsmununum i
skefjum.
Notfærðu þér þekkingu
þína í ákveðnu máli,
enda lítil hætta á að það
skaði málstaðinn.
Forðastu þó að misnota
annað fólk til þess að
koma fyrirætlunum
þinum i framkvæmd.
Viulið 21. .pril 2l.m;ii
Ættingi þarfnast hjálpar
þinnar og ýmislegt bendir
til að aðstoð við hann
komi þér að gagni siðar.
Síðari hluti vikunnar
getur orðið þungur i
skauti vegna óvæntra
atburða.
T\íhur;irnir 22. m;ii 2l.júni
Mundu að ekki er allt
gull sem glóir og á það
sérstaklega við um
samband þitt við hitt
kynið. Þreyta gerir vart
við sig og sumarið er að
verða þér nauðsynlegur
hvíldartími.
Skyndiákvörðun getur
breytt ntiklu í
máli sem er þér
mikils virði. Skyldmenni
geta orðið að ómetan
legu liði, ef rétt er á
málum haldið og timinn
nýttur til hlítar.
l(oi>ui;ióiirinn 24.nó\. 21.(lv\
Kímnigáfan kemur að
góðum notum i
samskiptum við persónu
sem á nokkuð erfitt með
að hemja skap sitt.
Taktu lítið mark á þvi
sem sagt er i bræði og
kappkostaðu að halda
friðinn.
hr. hliinn 22.júni 2.Vjúli
Gættu þess að bregða
ekki mikið út af þinum
föstu venjum þessa
viku, þvi það leiðir ólík-
lega nokkuð gott af sér.
Gamall kunningi er
farinn að sakna þess að
heyra frá þér.
Láttu skynsemi ráða
fremur en tilfinningin-
arnar næstu daga því
undanfarið hefur þér
hætt til að taka
vanhugsaðar ákvarð-
anir, sem koma þér á
ýmsan máta i koll siðar.
Notaðu fristundirnar til
þess að hreinsa til i
hirslum þinum, en þar
kennir svo sannarlega
margra grasa. Hlutir
sem voru fallnir i
gleymsku rifjast upp og
reynast nothæfir á ný.
Siiiinjiiiiii 22. ucs. 20. jan.
Það er til lítils gagns að
draga sig i sífellu út úr
hópnum og reyna að
ota sinum tota við hvert
tækifæri. Samvinna er
nauðsynlegt fyrirbæri og
forðar þér frá stöðugri
einangrun.
. Yatnshcrinn 2l.jan. IV.fchr.
Láttu þína nánustu ekki
með öllu afskiptalausa
og mikilvægt reynist að
nýta helgina til
samskipta við fjölskyld-
una. Ýmislegt i því efni
kemur þér skemmtilega
á óvart.
Fiskarnir 20. fchr. 20. mars
Miklir erfiðleikar eru
framundan en að þeini
loknum muntu finna til
vellíðunar og ánægju
yfir að settu marki
hefur verið náð.
Gleymdu þó ekki að
hvilast.
34 Vikan 23. tbl.