Vikan


Vikan - 05.06.1980, Page 36

Vikan - 05.06.1980, Page 36
Eldhús Eftirlæti mat Hráefni í gufusoðin smálúðu- flök. Það geta fleiri eldað en lærðir matreiðslumeistarar, ekki síst matreiðslunemar. Þetta sýndu og sönnuðu okkur Vikufólki nokkrir úr Hótel- og veitinga- skólanum og Eiríkur Friðriksson á meðfylgjandi mynd eldaði flökin af hjartans lyst. Hráefni: Ætlað fyrir fjóra. 1 kg smálúða 1 fersk græn paprika 1 meðalstór laukur lOOgferskirsveppir 6 cl rauðvín steinselja 1 eggjarauða 6 cl rjómi salt og pipar Paprika og laukur saxað og kraumað og látið í pott. Rauðvíni og vatni hellt yfir og fiskurinn látinn út í. Suðan látin koma upp og látið standa í potti með þéttu loki í 5 mín. Salti og pipar bætt í. Þykkt með smjör- bollu (úr 100 g smjörlíki og 75 g hveiti) og bætt með eggjarauðu og rjóma. Kartöflustöppu sprautað á fat sem skreytingu og fiskurinn settur í miðjuna. Sósunni hellt yfir og gljáð í ofni. baj Svona verður árangurinn, ef listilega er unnið. 36 Vikan 23. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.