Vikan


Vikan - 05.06.1980, Qupperneq 39

Vikan - 05.06.1980, Qupperneq 39
Viö höfum sent mennina alla leið til tunglsins en ekki ennþá tekist aö hanna viðráöanlegar umbúðir um jafnviðkvæma matvöru og sardínur. Oft dettur manni í hug, t.d. þegar verið er að reyna að ná tannbursta úr þrælslega vönduðum umbúðum, að framleiðandinn ætli manni þetta sem gestaþraut. Plastpokar eru mikið. notaðir til að pakka inn vöru. Nú í seinni tið virðist framleiðandinn hallast að því að nota glært plast og er það vel. Oftast er því hægt að virða fyrir sér vöruna gegnum pokana. Grænmetisverslunin á þakkir skildar fyrir hina nýju kartöflu- poka. Nú er ekki lengur hægt að plata í okkur mygluðum og spiruðum kartöflum. Tómötum, sem nú eru á boðstólum, er pakkað í grindur úr plasti — f jórir saman i grind. Það fer vel um ávöxtinn og sjálfsagt er mjög gott að flytja vöruna i slíkum umbúðum en neytandinn getur ekki gert sér Ijósa grein fyrir ástandi vörunnar. Það er ekki nokkur leið að finna hvort tómatarnir eru stinnir og líklegir til að vera ætilegir. Þessar umbúðir þjóna því eingöngu framleiðanda og þeim sem kemur vörunni til neytandans. Þetta eru auðvitað aðeins smá dæmi, en segja þó nokkuð. Neytendur hafa nú sennilega gert sér grein fyrir því, að hönnuðir umbúða hugsa fyrst og fremst um hag framleiðandans og milliliðanna. Þegar varan er komin til neytandans í hinum ýmsu umbúðum hefst alvara lifsins. Við megum samt ekki vera óréttlát og setja allt undir sama hatt. Því oft tekst að samræma sjónarmið allra aðila. Smurostar af ýmsu tagi fást hér í verslunum. Öskjurnar sem þá umlykja eru hinar ágætustu í útliti og alveg þangaðtil búiðeraðopna þær getum við samþykkt hlutina. En þá kárnar lika gamanið. Lokin á öskjunum eru svo illa gerð, að þau falla engan veginn nógu þétt að öskjunum og eftir að búiö er að rífa álpappirinn ofan af ostin- um er hann næstum óvarinn. Aftur á móti hafa framleiðendur mysingsins vinsæla hitt á Ijóm- andi góðar umbúðir, sem taka má til fyrirmyndar. Kexframleiðsla á íslandi liður fyrir dæmalaust lélegar umbúðir. Yfirleitt er aðeins þunnt sellófan- bréf um kökurnar og eftir að búið er að opna pakkann ræðst ekkert við innihaldið. Sjálfsagt er kexið ódýrara fyrir bragðið, en vafalaust kysu neytendur heldur að bcjrga fáeinum krónum meira, ef yti I boða stæðu þægilegri umbúðir. Jógúrtdollurnar og aðrar dollur utan um skyr t.d. og ými eru ágætis umbúðir, en þvi miður eru lokin heldur vangæf og ýmist næstum ómögulegt að ná þeim af eða að þau liggja næstum laus á. Þarna gæti einhverjum öðrum verið um að kenna en hönnuði umbúðanna. Það myndi æra óstöðugan að þreifa sig áfram eitthvað frekar í þessu efni, þetta eru bara örfá dæmi sem í fljótu bragði koma i hugannþegar þönkum er fleytt um þessa hluti. En ekki sakar að við neytendur látum í okkur heyra og færum fram óskir okkar við þá sem fást við að búa neysluvöru í hendurnar á okkur. Það er beggja jþagur að vel takist til. Þess vepna er rétt að hvetja fólk til að koma á framfæri góðum hugmy^dum, sem gætu létt mannfólkinu lifið. Birt í samráfli við Neytendasamtökin. Þýtt og staflfœrt — S.H. Stuöst vifl Forbruker-Rapporten. 23. tbl. Vikan 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.