Vikan - 05.06.1980, Síða 41
4. hluti
var önnur slík beiting þessa sjaldgæfa og
oft sjálfs-eyðileggjandi krafts, sem varð
Willis að bana. Þar til annað yrði sann-
að, myndi Wall ganga út frá þvi, að
Gray hefði verið ábyrgur fyrir báðunt
tilfellunum.
En hvarvarGray nú?
Ökumaðurinn í lögreglubílnum fyrir
framan hús Meadowson-fjölskyldunnar
var fús til að sverja það, að enginn hefði
farið 'úf.otm framdyrnar. En einkennis-
klæddi maðurinn, spm gætti hússins
bakatil, lá meðvitundarlaílSTrunnunutn,
og allt hár sviðið af höfði hans utan fá-
einarsvartar lýjur.
Wall sendi út aðra viðvörun og hóf að
rannsaka garðinn hjá Meadowson-hús-
inu. Löngu áðuren fyrsti lögreglubíllinn
kom æðandi með öskrandi sírenur og
fullur af liðsstyrk, var hann búinn að
finna undankomuleið Gray Jordan. I
tólf feta hátt ýviðarlimgerðið hafði verið
brenndur þriggja metra breiður kafli.
Það rauk enn úr jöðrum brunna svæðis-
ins.
Gray sjálfur var hvergi sjáanlegur.
Vegartálmum var komið upp um-
hverfis miðsvæði Friars Hill. Öll-
um götum var lokað. Á hádegi þennan
sunnudag voru hátt í þrjú hundruð lög-
reglumenn og tuttugu hundar á
svæðinu.
En Gray var ennþá hvergi sjáanlegur.
Þegar Wall kom aftur að Meadow-
son-húsinu, var staðgengill Willis frá
OIB mættur á staðinn. Hassall aðstoðar-
foringi, alvarlegur á svip. Þeir skildu
Meadowson-fjölskylduna eftir í stofunni
undir eftirliti einkennisklædds lögreglu
manns, og Wall sagði Hassall i stuttu
máli, hvað hafði gerst fram að þvi. I
birtu flóðljósanna, sem morðdeildin var
búin að koma upp, virtist risið nakið og
tómlegt: Vatnsgeymir, pípulagningar-
flækja, léttur stigi við loftbitana. en fátt
annað. Wall sagði: „Ég giska á, að hann
hafi hreinlega falið sig hér og vonað. að
við myndum ekki heimta. að það yrði
opnað.”
„Hefðum við leitað i húsinu án þess
að gá hér?"
„Þau vissu ekki, að við myndum gera
húsleit. Við komum eins og þruma úr
heiðskiru lofti. Og ef þetta var Gray
Jordan —”
„Er nokkur vafi á því?”
„Ekki i minum huga. En ef það var
hann. þá er vel hugsanlegt. að hann hafi.
verið fastur i húsinu. Hann var á úti-
dyratröppunum og á leiðinni inn, þegar
honum lenti saman við Mike Benson.
Það var á hádegi i gær. Síðan hefur stöð-
ugt verið fylgst með húsinu.”
Hassall sagði: „Var þetta ekki fremur
glannalega gert? Að bjóða stúlkunni
hingað, vitandi að hennar yrði saknað
og leitað og að hér yrði fyrsti staðurinn.
sem það yrði gert?”
„Ég held. að þau hafi haft of mikið
sjálfstraust. Ef til vill áttu þau ekki um
neitt að velja. Ef allt hefði farið að vild
þeirra, hefðu þau kannski sloppið frá
þvi. Veisla. Stúlka fer þaðan. ein sins liðs.
Hún hverfur. Þetta er .alltaf að ske.
Veislan var á heimili læknisins á staðn-
um, trausts borgara. Það er ekkert, sem
tengir hann við hvarfið. Þannig átti það
að vera.”
„En hvar byrjuðu mistökin?”
„Á fjölmörgum stöðum. Mike Benson
er eitt atriðið. Gray Jordan tók í taum-
ana heima hjá Júlíu og reyndi að heila-
þvo hann. En við vorum fyrir utan og
komum of snemma, þó ekki nægilega
snemma til að hindra Gray Jordan i að
komast undan. En hvers vegna fór Gray
heim til Anne Jordan? Til að telja Anne
Jordan á að láta hætta leitinni? Kannski
neyða hana til að segjast hafa frétt af
Júlíu, sem væri á lifi og liði vel og hefði
hringt frá Torquay eða álíka stað. Við
erum enn að geta okkur til. Það eina.
sem við vitum. er að hann fór þangað og
hitti Mike Benson þar, kannski sér að
óvörum ... Síðar kont Mike hingað og
lenti enn saman við Gray. Það var
lögreglubill óþægilega nærri í það skipti.
Gray varð að leita sér skjóls inni í hús-
inu og skilja Mike eftir úti og láta lög-
reglumennina hirða hann.” Hann
þagnaði. „Frú M. vissi ekki, að við
fylgdumst með símtölum Victors Merst-
ham í Manchester. Þannig fréttum við
um bein afskipti hennar til að halda
Mike Benson frá veislunni. Og svo fram-
vegis.”
„Hver er þá kenning þin?”
Wall stóð með greipar þétt spenntar.
Á ytra borði virtist hann jafnrór og fyrr.
en dauði Willis hafði fengið meira á
hann en hann kærði sig um að viður-
kenna.
„Kenning min? Ég er enn ekki búinn
að gera mér neina. Bara nokkrar get-
gátur enn."
„Eins og hvað kom fyrir stúlkuna?”
„Þú getur sjálfur getið upp á því. En
mundu eftir þvi, hve vel var gengið úr
skugga um meydóm hennar. Miskunn-
arleysi Gray Jordan. Ofsahræðsla
Mollie Meadowson og sönnuð tengsl
hennar við Merstham, sem liggur undir
grun sem satanisti. Bættu við þetta fyrri
mannshvörfunum tveim á þessu svæði
og þvi sem kom fyrir Mike Benson og
Willis aðstoðarforingja. Og gleymdu
ekki svörtu kertunum. Hver verður út-
koman úr dæminu? Hverjar eru líkurnar
á þvi, að J úlia sé á lifi?”
„Mér finnst áhættan samt hafa verið
gifurleg, sem þau tóku.”
„Ekki ef þau gátu treyst því, að allir
neituðu öllu. Og að engin ummerki
yrðu. Trúlega fannst þeim þau geta
treyst öðrum safnaðarmeðlimum full-
komlega. Ekki síst staðarbúum. Því ég
skal veðja við þig þúsund á móti einum,
að það voru lika staðarbúar viðstaddir
— að því er virðist virðingarvert fólk,
sem felur án efa Gray Jordan um þessar
mundir.”
„Hvað hafa margir örugga fjarvistar-
sönnun?”
„Er það örugg fjarvistarsönnun,
þegar fjölskyldan horfir saman á bió-
myndina i sjónvarpinu siðla kvölds? Það
gerðu flestir í Friars Hill fram að hátta-
tima. Eða svo segja þeir. Og ég efast um
að við fáum þá til að játa annað. Eitt
getum við verið vissir um: hér eru engir
viðvaningar á ferð. Þvert á móti gætu
þeir verið lengra komnir en nokkrir. sem
við höfum glímt við hingað til.”
Hassall strauk hendinni gegnunt hár
sitt.
„Viðvaningar eða ekki. áhættan var
gifurleg! Hvað svosem það var, sem þau
sóttust eftir, þá hlýtur það að hafa verið
eitthvað mikilvægt. Þeir ganga yfirleitt
ekki svona langt, nema mikiðsé í húfi.”
„Kannski var mikið í húfi. Kannski
örvæntu þeir um, hvað það nú var, sem
þeir vildu. Þannig að fórnin varð að vera
alveg sérstök. Þetta þurfti að gerast hér,
í Friars Hill, og ef til vill meira að segja
hér i þessu húsi. Það varð að vera ein-
hver, sem örugglega var hrein mey og
hægt að ganga algerlega úr skugga um,
eins og Júlía. Þurfti það ef til vill lika að
vera dóttir Gray Jordan?"
„Það myndi vissulega gera þelta sér-
stakt! En erum við vissir um að hún sé
dóttir Gray?”
„Það leikur enn nokkur vafi á því.
Frú Jordan segir, aðsáGray, sem Mike
Benson lýsti, sé ekki sá Gray, sem elsk-
aði hana og yfirgaf. En það var fyrir
átján árum. Hann getur hafa breyst.
Eða hún hreinlega verið að Ijúga.”
„Og Mike?”
„Hann var sá eini okkar, sem gæti
hafa borið kennsl á Gray Jordan."
„Heldurðu að þau hætti á annað
dráp?”
„Ef þeim hentar það. Hvað kom fyrir
Avery aðstoðarforingja? Hann kom
aldrei aftur. Og núna veslings Willis. Og
auðvitað Júlía. Ef það hefur komið fyrir
hana sem við höldum —” Hann þagnaði
og yppti öxlum afsakandi. „Nú hverfum
við frá getgátunum og göngum út frá
þeim sem vísum. Það eru ekki fagmann-
leg vinnubrögð.”
„En oft hægt að hagnast á þeim.”
„Eða reka sig illa á. Komdu. Förum
niður og röbbum betur við Meadowson-
fjölskylduna.”
En Meadowson-fjölskyldan hélt
áfram að þegja.
„Gott og vel," sagði Wall að lokum.
„Færið þau burt.”
Einu sérkennilegu atriði hafði enginn
tekið eftir á þessu stigi málsins, fyrr en
einkennisklæddi lögreglumaðurinn benti
á það. Frönsku dymar. sem lágu úr setu
stofunni út i garðinn, höfðu skemmst og
við þær verið gert nýlega. Svo nýlega. að
kíttið varenn lint kringum nýju rúðuna.
rogeR^Gallet
PARIS
Lúxus badvörur
loksins
á íslandi
oQmeriókci "
Sími82700
IAWEX
frískandi þurrkur
vættar spritti
á skrifstofuna
íbílinn
í ferdalög
Heildsölubirgdir
Halldór Jónsson hf.
*3. tbl. Vlkan 41