Vikan


Vikan - 05.06.1980, Síða 45

Vikan - 05.06.1980, Síða 45
að stóru dyrunum. sem þær komust að hindrunarlaust. Júlía losaði um öryggis- læsinguna og sneri handfanginu, en dyrnar opnuðust ekki. Dauðskelfd flýtti hún sér að aðgæta rennilokurnar uppi og niðri og bjóst við því þá og þegar að verða gripin aftan frá. Lokurnar voru báðar dregnar frá. Hún reyndi hand- fangið aftur og togaði í þunga viðar- -hurðina, sem haggaðist hvergi. Betty var aftur farin að kjökra við hlið hennar. Hún tautaði aftur og aftur á milli ekkasoganna: ..Það er læst! Það er læst! Djöfuls skepnurnar! Þeir hafa læst!" Júlía leit um öxl. Líkið og Mollie Meadowson stóðu hlið við hlið hjá tröppunum í skuggalegu anddyrinu. Þau sýndu engin merki um að ætla að skipta sér af þeim. Þau stóðu kyrr á sama stað á meðan hún barðist við læstar dyrnar. Betty gafst upp á undan. Hún sneri sér við og spurði móður sina lágt og barnalega: ..Hvar er pabbi?” Jafnvel nafnið virtist bera vott um upp gjöf hennar. Venjulega nefndi hún báða foreldra sína skirnamöfnum. En nú. þegar hún var föst i gildrunni og yfir- unnin, kaus hún nöfnin, sem hún hafði notað í bernsku. Mollie sagði hljóðlega: ,.Í borðstof- unni. Hann vill þið komið þangað inn. Þiðbáðar." ..Nei, mamma. Ég vil ekki fara þangað inn.” „Viltu að pabbi verði reiður við þig. Betty?” „Nei.” Hún þrýsti sér upp að hurð- inni. „Nei —” Júlía sagði: „Opnaðu. Ég vil fara heim.” ,.En Bill vill fá þig. Hann bíður eftir að þú komir í veisluna.” „Mike —” Hún þagnaði. Ef Mike bara . . . „Hvað með Mike?” „Hann kemur. Honum seinkaði. en hann kemur —” „Hannkemurekki.” „Hvemig veistu það?” „Vegna þess að ég veit nákvæmlega hvar hann er á þessari stundu. Hvers vegna heldurðu, að honum hafi seinkað í Manchester? Viðtalstímunum var breytt, svo hann kæmist ekki hingað. Gerðu nú eins og Bill vill og hættu þess- um fáránlegu undanfærslum.” Bak við lokaðar borðstofudyrnar heyrði hún enn endalausan og síendur- tekinn takt trumbunnar, flókinn vef hljóða, sem virtust ógna geðheilsu henn- ar. Hún hristi höfuðið eins og það losaði hana við ólgandi sláttinn. sem varnaði henni að hugsa rökrétt. En jafnvel þó hún setti hendur yfir eyru, buldu stöðug höggin samt á huga hennar og nöktum taugaendum. Hún sá bendingar Mollie og að hún sagði eitthvað, en orðin heyrði hún ekki. Bara djöfullegan trumbuslátt. sem hún gat ekki lokað úti. Þegar hún tók hendurnar frá eyrun- um. heyrði hún Mollie segja: „Gerðu eitthvað, Gray! Ég get ekki meira —” Gray? Gray? Ó, nei! 0, Guð, nei! Hún hafði ekki heyrt um nema einn Gray: Gray Jordan. sem átti að vera faðir hennar. En að þessi lifandi nár — þessi skuggalega beinagrind — ó, nei — Maðurinn sem Mollie nefndi Gray kom i átt til hennar. Hann var dökk- klæddur, jafnvel augu hans virtust svört, þó það væri erfitt að vera viss um það í flöktandi birtu kertisins. En hún sá skakka hæðnisbrosið. sem virtist hafa fest fyrir fullt og allt á hauskúpuandliti hans, annaðhvort forn vanskapnaður eða nýlegt slys. „Júlia, þú gerir eins og húsfreyja býður þér.” „Nei.” Nú voru augun mjög nærri henni, undnar varirnar aðeins skammt frá. Hún fann til skyndilegs viðbjóðs og langaði að kasta upp. „Ó, Guð, nei!"bað hún tryllingslega. „Ekki það —” Úr augunum kom blindandi geisli af svörtu Ijósi og hélt huga hennar föngn- um, en einhvers staðar úr fjarska, eins og fyrir enda mikilla undirganga. heyrði hún hvellan hljóm — hljóð sem minnti á vél i gangi og á miklum hraða. „Nei!” hrópaði hún. „Nei! Nei! Nei!” Hljóðið ágerðist og yfirgnæfði jafnvel dáleiðandi trumbusláttinn úr hinu her- berginu. Það var hvellt eins og hljóðið frá lannlæknabor og nísti i gegnum við- kvæma kviku innri meðvitundar hennar. 1 kvöl sinni engdist hún upp við viðinn í hurðinni, barðist um og kast- aðist til og frá i örvæntingarfullri við- leitni sinni að sleppa frá þessu svarta ljósi og frá hvössum bornum. sem þrengdi sér dýpra og dýpra inn í hugskot hennar. Gray Jordan — ef þetta var þá Gray Jordan — var að tala. Hann var að skipa henni að gera eitthvað, en hún vissi ekki hvað. Hún heyrði ekkert — ekkert ann- að en skerandi hljóðið, sem reif í eyru hennar og var ekki hægt að loka úti. Hljóð, sem var ólýsanlega kvalafyllra en trumbuslátturinn. sem það yfirgnæfði. En allt í einu áttaði hún sig. Þó hún heyrði ekki orðin, skildi hún merkingu þess sem hann sagði henni. Hann var að segja henni að fara inn í borðstofuna, að leita að Bill, að gera eins og hann bauð henni. Og loks hafði hún ekki kraft til að berjast á móti. Hún gekk eins og viljalaust flak eftir anddyrinu, fram hjá tröppunum og hikaði með höndina útrétta í átt til borð- stofudyranna. Hún leit einu sinni um öxl, en likið, sem Mollie nefndi Gray, fylgdi fast á hæla hennar og verurnar með ránfuglsnefin þar á eftir. Betty var skilin eftir, að minnsta kosti um stund. Hún hallaði sér upp að læstu útidyrun- um og dökkt hár hennar féll eins og gróf blæja yfir annað augað. Gray Jordan sagði: „Áfram, Júlía! Ekki hika. Opnaðu.” Hún heyrði ekki orðin. En skipunin kom jafnákveðið í huga hennar og hefði hún heyrt þau. Hún ýtti niður hand- fanginu, opnaði hægt og gekk inn í ann- an heim. (3) Hún kom ekki inn i kunnuglegt her- bergið með langa gljáandi borðinu og átta háum stólum, stóra mahónískenkn- um milli glugganna og sjávarmyndum Arthurs Somervilles á veggjunum. Þess i stað gekk hún inn i skuggalegan gang, sem hafði engin glögg takmörk. Jafnvel gólfið var álíka lítið efniskennt og veggir og loft. Þó það bæri hana uppi, komu og fóru óhugnanlegir skuggar í gegnum það, flutu áreynslulaust upp og hurfu á ný meðsvipuðu lagi. Lýsingin var hér frábrugðin hinum herbergjum hússins, því hér voru tvö svört kerti í stað eins, sitt hvorum megin við hátt altari. 1 flöktandi birtunni var erfitt að greina, hve langt var að altar- inu. Það hefði getað verið risavaxið og óendanlega langt frá eða minna og nær henni. Yfir þvi sat vera með geitar- höfuð, hyrnd og með munn, sem virtist afskræmdur um alla tíma af kuldalegu brosi. Framhald í næsta blaði. í ÞESSARI GLÆSILEGU ÍSBÚÐ GETURÐU FENGIÐ KAFFI, KAKÓ, KÖKUR, SAMLOKUR, PIZZUR, HAMBORGARA, PYLSUR, PÆ MEÐ ÍS, BANANABÁTA, ÍS-MELBA OG ALLA OKKAR SÍVINSÆLU ÍSRÉTTI. Lítið inn í isbúöina að Laugalækó/ og fáið ykkur kaffi og hressingu/ takið félagana meö. frá kl. 9-23.30 I Allir þekkja ísinn frá Rjómaísgerðinni ÍSBÚDIN LAUGALÆK 6 SÍMI 34SSS 23. tbl. VIKan 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.