Vikan


Vikan - 05.06.1980, Síða 47

Vikan - 05.06.1980, Síða 47
venja börn at' á þessum aldri. Börn sem eru yngri hafa ekki sama möguleika og 2ja-3ja ára börn á að tengja hlutina santan og þvi er oft tilgangslaust að reyna að þjálfa þau til þess að halda sér þurrum. Börn undir eins árs aldri hafa alls engar forsendur til að geta haldið sér þurrum og þeim er ekki gerður greiði með því að reyna slikt. Það getur hreinlega verið skaðlegt að reyna að venja börn af of snemma. og það eru mörg dæmi um sálræna erfið- leika-sem koma fraM seinna meir, hrein- lega vegna þess að foreldrarnir voru allt of strangir þegar þeir voru að reyna að venja litil börn af. Þegar lítil börn finna að það er mikið mál fyrir foreldrana að þau séu þurr gefur það þeim sérstakt tilefni til þess að stríða þeim. ekki síst þegar barnið er á þeim aldri að vilja leggja áherslu á sjálfstæði sitt og eigin vilja. Árekstrar geta þvi gjarnan orðið harðir á milli barna og fullorðinna þegar tilgangurinn hefur verið að venja barnið af. Að pissa á næturnar Flest börn eiga auðveldara nteð að halda sér þurrum yfir daginn en á næturnar. og mörg börn pissa á sig fram eftir öllu á næturnar enda þótt þau séu löngu hætt þvi á daginn. Nokkrar tölur frá öðrum löndum geta sagt svolitið til um hvernig dæntið litur út. Rannsóknir hafa sýnt að i Bandarikjunum eru um 64% barna þurr á næturnar við þriggja ára aldur. 77% í Englandi og 87% i Sviþjóð. Við fimm ára aldur lágu tölumar millj 94 og 72%. þ.e.a.s. 10-30% af bömunum i þessum löndum pissuðu á sig á næturnar við fimm ára aldur. Urn fjórtán ára aldur er hlutfallið 2-3%. þannig að hluti unglinga pissar einnig á sig á næturnar. Ut frá þessum tölum kemur i Ijós að það er aðallega á þriðja aldursári að börn geta farið að halda sér þurrum á næturnar. Einnig kemur í ljós að börn hætta smám saman að pissa undir en að það eru alltaf einhverjir sem eiga mjög erfitt með að hætta. Það eru alltaf talsvert fleiri drengir en stúlkur sem pissa á sig. Langflestar tölur vitna um að hlulfall drengja á móti stúlkum sé 2:1. Hvaó á að gera? Það er ekki hægt að gefa algildar reglur um meðferð þegar börn pissa lengur á sig en eðlilegt má teljast. Það eru til margar leiðir sem hægt er að fara og það er mikilvægt að foreldrar leiti sér hjálpar i þessum málum ef búið er að ganga úr skugga um að ekkert likamlegt sé að barninu og orsökin sé hugsanlega sálræns eðlis. þao munar um minna Einingahús úr timbri . Arkitekt: Hróbjartur Hróbjartsson Einingahúsin frá Ösp hafa á margan hátt óumdeilanlega sérstöðu. Við nefnum t.d. einstaka einangrun þeirra, með 6” og 8” glerull í útveggjum og þaki. Með þessu móti tryggjum við fullkomna einangrunareiginleika. Upp- hitunarkostnaður verður í algjöru lágmarki. Það munar um minna á þessum síðustu tímum orkukreppunnar. Asparhúsin eru í sérflokki Aðlaðandi útlit - einbýlishús á einni hæð Fullkomin einangrun - upphitunarkostnaður í lágmarki Góð nýting á gólffleti Hallandi loft Afhending á ýmsum byggingarstigum É Einstakt verð og greiðsluskilmálar. Leitið nánari upplýsinga á skrifstofunni 135frv Stykkishólmi Símar: 93-8225 og 93-8307 »3. tbl. Vlkan 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.