Vikan


Vikan - 05.06.1980, Page 51

Vikan - 05.06.1980, Page 51
En nú kann einhver lesenda minna að spyrja: ..Hefur nokkur Islendingur orðið vitni að þessum undrum. Svarið við þeirri spurningu er játandi og eru mála- vextir þessir: Þann 2. scptember 1978 voru tveir af stjórnarmönnum Sálarrannsóknafélags Íslands, (iuðmundur Einarsson verk fræðingur og Þorgrímur Þorgrímsson stórkaupmaður. á fundi hjá brasiliska míðlinum Luiz Gasparetto í Froebel College i bænum Roehampton á Englandi. Þeir voru þarna mættir til þess að taka þátt i þingi Alþjóðasam- bands spiritista. Þorgrímur lýsti þessu i grein í MORGNI, tímariti SREl. vetrar hefti 1979. Þar kemst hann meðal ann ars svo að orði um þetta: ..Luiz hefur ekki stundað sölu á myndum þeim sem hann hefur gcrl eða gert tilraun til þess — enda hefur hann aldrei lært að teikna. Einmitt þetta tvennt er óvenjulegt varðandi Lui/ Gasparetto: Það að hafa aldrei lært mál aralist og hafa aldrei stundað sölu á framleiðslu sinni. En hann hefur gert yfir 6000 myndir sem hann bara geymir. Vitað er um ýmis tilfelli þar sem lista menn hafa fallið I trans og gert myndir ólíkar þeim sem þeir gerðu i vöku. Má þar nefna nöfn eins og William Blake. sem mun hafa verið í transi mikinn hluta ævi sinnar. Á nitjándu öld var ekki óalgengt að óþjálfaðir miðlar máluðu i transi. en notuðu hæfileikana til að pretta náungann. Þá vöktu mikla athygli myndagerðir Vicorien Sardou og hins óviðjafnanlega Skota. Davids Duguids. Á þessari öld hafa komið fram áhugaverðir trans- listar-sköpuðir eins og Augustin Lesage. sem var franskur kolanámuverkamaður. og hálærðir listamenn eins og Austin Spare og Ingo Swamm. Á Englandi er kona, sem heitir C'oral Polge. en hún teiknar myndir af verum sem hún telur sig sjá umhverfis þá sem sitja miðils- fundi hjá henni." En á þessu þingi. sem jreir sóttu þarna Guðmundur og Þorgrimur. átti einmitt að sýna hæfileika þessa undursamlega Brasiliumanns, Luiz Gasparcttos. Þor- grimur lýsir þessum fundi svo: ..Við biðum full eftirvæntingar. um það bil 80 manns. í aðalfundarsal skól- ans. því okkur var sagt að Brasilíu maðurinn Luiz Gasparetto ætti eftir að vekja undrun okkar. Dregið hefur verið fyrir alla glugga svo varla kemst Ijós- skima i gegn. Hljómlist eftir Bach er leik in með baksviðshljóm en fundarmenn höfðu svo hljótt um sig að heyra hefði mátt saumnál detta. Luiz Gasparetto situr við borð í niiðjum sal en kona situr við sama borð honum til halds og trausts. og er það móðir hans. Stafli af þykkum teikniörk um. 55 x 75 cm í ummál. liggur á borði við hlið hans ásamt oliu- og acryllitatúp- um i öllum regnbogans litum. Stundineraðhefjast. Það er kolniðadimmt í salnum — en nú er kveikt á tveim litlum, rauðum Ijósa- perum i um það bil 4ra metra fjarlægð frá borði Gasparettos. Ég veiti því athygli að aldeilis ómögu- legt er að greina einn lit frá öðrum í þess- ari daufu birtu. Luiz Gasparetto er byrjaður. Hann hallar höfði til hliðar — hallar höfði siðan fram og leggur hægri hönd yftr litakassana. án þess að horfa á hvað hann er að gera. Hann opnar hverja lita- túpuna eftir aðra til þess að liafa þær til- húnar þegar gripa skal til þeirra. Með lokuðaugun ræðst hann gegn teikniörk inni með hægri hendinni og af slíkum krafti að við liggur að blaðið fari af stað. en móðir hans gætir þess vel að allt sé i skorðum. Ekki eru liðnar nema fjórar minútur þegar fyrsta myndin er fullgerð. eftir að hendur hans hafa flogið yfir teikniörkina með þessum ofsahraða. og siðan undir- ritar hann hana með nafninu Renoir. Móðir hans er ekki fyrr búin að taka hina fullgerðu mynd frá honum en Gasparetto þrifur nýja örk og byrjar samstundis á henni. og eins og áður án þess að horfa á það sem hann er að mála. Í þetta skipti voru það augu manns og sýndist mér hann hafa staðsett þau neðst á andlitinu. I svipinn hélt ég að nú liefði honum orðið á í messunni. En eftir þvi sem hendur hans héldu áfram að fljúga með ofsahraða um teikniörkina þá rennur fljótlega upp fyrir mér að hann er að gera andlitsmyndina á hvolfi. Þeir sem sáu urðu agndofa. Hann byrjar á þriðju myndinni og þrifur til oliulitanna. en notar ekki pensla heldur bara puttana. Og á ofsa- hraða beitir hann báðum höndum sam tímis.” Áður en Luiz Gasparetto kvaddi þessa ráðstefnu, sem íslendingarnir tóku þátt i. þá gaf hann Alþjóðasambandi spiritista nokkrar þessara mynda og gaf jafnframt leyfi sitt til þess að fjórar þeirra skyldu slegnar á uppboði meðal þátttakenda ráðstefnunnar. Þrjár þeirra voru slegnar íslendingunum en sú fjórða fór til Hollands. Þegar heim kom sýndu þeir Guð- mundur Einarsson og Þorgrímur Þor- grímsson svo þessar þrjár myndir á fundi i Sálarrannsóknafélagi íslands og skýrðu frá þessari furðulegu reynslu sinni. Þótt myndimar hér að neðan beri með sér stileinkenni þriggja frægra lát- inna meistara málaralistarinnar, þá eru þær allar gerðar með höndum miðilsins Luiz Gasparettos. Sú fremsta er merkt nafni expression- istans franska Toukxise-Lautrec, og er blái liturinn ríkjandi i henni. Næsta mynd er merkt franska mál- aranum fræga Gauguin og er dæmi- gerð fyrir stíl hans. Siðasta myndin er merkt Modigliani, en hann hafði orðið fyrir áhrifum frá afriskri list, sem lýsir sér i kerfisbundinni leng- ingu höfuðs og háls. Í transi málaði miðillinn Luiz Gasparetto þessar myndir eftir stjórn hinna látnu manna á örfáum minútum, stundum sekúndum. Hann starfar aðallega að þessu í hálfdimmu. Þessar svart- hvitu myndir, sem birtast hér, eru að sjálfsögðu ekki nema stileinkenni og gefa enga hugmynd um birtu og glæsileik litanna í þessum meistara- legu listaverkum framleiddum af miðli i dásvefni.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.