Vikan


Vikan - 14.08.1980, Side 11

Vikan - 14.08.1980, Side 11
prenging tœtti f sundur flugvölina gar hún var komin f loftið . .." demant. Ég fór með honum í demantaverslun og hlustaði á [regar gimsteinasalinn lýsti steininum. Allir demantar hafa einhvern galla sem gerir kleift að gefa nákvæma lýsingu á þeim. Gimsteinasalinn sagði að þessi hefði galla „klukkan 8:45” en staðsetning gallans miðast við úrskífuna. Bill sagðist ætla að koma steininum til Ródesíu óséðum. Ég sagðist ekki vilja koma nálægt neinu slíku. Hann faldi steininn I gullhring sem hann bar. Ég hafði hitt starfsmannastjórann i Lesotho og hann ætlaði að láta mig vita hvort ég fengi vinnu svo að ég sneri aftur til Ródesíu með Bill. Við keyrðum til Ródesíu og ekkert skeði á landamærunum. Þrem vikum síðar fékk ég orðsendingu frá starfsmannastjóranum i Suður-Afríku um að starf væri fyrir hendi í Swazilandi. Til að fara til Swazilands þurfti ég að fara til næstu borgar I Ródesíu, borgar- innar Búlaveijó. til að fá ferðaleyfis- stimpil i vegabréfið. Ég gat ekki komist úr vinnunni og af þvi að Bill hafði sagst vera á leið til Búlaveijó bað ég hann að ná fyrir mig I ferðaleyfisstimpilinn fyrir mig. Skömmu síflar lauk ég náminu í einkaritaraskólanum og hélt við svo búifl til Ítalíu, en þafl er önnur saga. Til íslands kom 6g aftur I ágúst árið 1979. Rfkislögreglan grípur Bill Bill tók því við vegabréfinu mínu. Áður en hann hélt af stað til Búlaveijó kom hann við hjá gimsteinasala til að selja gimsteininn sem áður var minnst á. Þegar þeir voru að ganga frá kaupunum birtist allt í einu rikislögreglan. Hún nefnist Special Police Association (SPA) og líkist helst þeirri alræmdu SS í Þýska- landi. Vegabréfið mitt fannst á Bill og hann reyndi að koma sökinni á mig. Gimsteinasalinn hafði samband við mig og sagði mér að segja lögreglunni að ég vissi ekkert um þeirra viðskipti. Ég fór að ráðum hans og sagðist aðeins hafa beðið Bill að útvega mér ferðaleyfi I vegabréfið. Bill hélt greini- lega að ég hefði kjaftað frá og hótaði mér öllu illu. Ég vann áfram I Victoria Éalls í þrjár vikur. Á meðan lét lögreglan mig hafa tvo lífverði vegna hótana Bills. Dómsrannsókn fór fram fyrir luktum dyrum og þar hélt Bill því fram að ég væri samsek en ég sagðist ekkert hafa vitað. Yfirheyrslan tók þrjá og hálfan tíma og ég hef aldrei verið eins hrædd á ævinni. Ég var beðin að lýsa demant- inum en hafði ekki rænu á að muna hina nákvæmu lýsingu. Þegar ég kom út úr dómsalnum sagði einn lögreglumaðurinn við mig að ég hefði aðeins þurft að gefa lýsingu á demantinum, þá hefðu verið fengnar sannanir fyrir sekt Bills. Þá mundi ég eftir lýsingunni „klukkan 8:45” og ég sagði eins og var. Þar með hafði lögreglan nægarsannanirgegn Bill. Daginn eftir yfirgaf ég Ródesíu fyrir fullt og allt. Endapunktinn rak rikis- lögreglan með því að láta leita svo vand- lega i farangri mínum á flugvellinum að brottför flugvélarinnar seinkaði um tuttugu mínútur. Þrem mánuðum siðar frétti ég um afdrif Bills þegar ég var að vinna í Swazilandi. Þangað kom nýr starfs- maður sem áður hafði unnið i Victoria Palls. Hann sagði mér að þegar átti að handtaka Bill vegna demantasmyglsins hefði hann orðið fyrri til og framið sjálfsmorð með því að skjóta sig I hausinn. Leiðarlok í Afríku — I Ródesíu spila bara hvítir menn I spilavítunum. í hinni kalvínsku Suður- Afríku leyfist mönnum að stunda veðmál en peningaspil er hins vegar bannað svo að þar spila svartir menn I ólöglegum spilavítum. Ég ætlaði að framfleyta mér með náminu I S.uður-Afríku með því að vinna I ólöglegu spilavíti. Ég fékk vinnu I einu slíku en þegar tvær vikur voru liðnar birtist lögreglan skyndilega og gerði spilavitið upptækt. Mér tókst að sleppa burt óséð. t tvo og hálfan mánuð var ég atvinnu- laus og var komin á vonarvöl þegar ég loks fékk vinnu I öðru ólöglegu spilavíti. Viku síðar kom lögreglan þangað og ég var tekin föst. Ég gaf upp falskt nafn og heimilisfang en eigendur spilavitisins greiddu allar sektir á staðnum. Enn vann ég á sama stað I 3 vikur'en þá vgr komið að skólafríi og ég fór til Lesotho til að tryggja mér atvinnu þar um helgar í því skyni að hætta vinnu I Jóhannesarborg. Eftir að ég kom aflur til Jóhannesar- borgar frá Lesotho vann ég l dag i spilavitinu og þá kom lögreglan. Ég gaf enn upp falskt nafn og eigendur borguðu sektir. Svo endurtók sama sagan sig og nú stjórnaði sami lögregluforinginn aðgerðinni. „Jæja, hvað heitirðu I dag?” spurði hann mig. Mér datt helst í hug að lögreglan hlyti að fygjast með mér og nota mig fyrir beitu. Kannski eftirstöðvar af atbui-ðum i Ródesiu. Ég afréð því að gefa upp rétt heimilisfang og viti menn, lögreglu- foringinn rak upp stór augu. Honum fannst heimilisfangið greinilega ekki trúlegt enda sagði hann að það væri stærsta melluhús I Jóhannesarborg. Þar hafði ég búið i 9 mánuði alveg granda laus. Að vísu hafði ég tekið eftir ýmsu einkennilegu I fari fólks sem bjó I húsinu, en þetta hafði mér ekki dottið I hug. Eftir þetta hafði ég augun heldur betur hjá mér. 33. tbl. Vikanll

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.