Vikan - 14.08.1980, Side 39
Húsnœðismálaráðherrann
segi afsér! — Mig vantar íbúð!
Fólksmergðin á Ráðhús-
torginu varð meiri og meiri
með hverjum klukkutímanum
sem leið. Fólk var á einu máli
um að maðurinn ætti eftir að
sitja þarna lengi enn.
— Nú fellum við stöngina,
sagði yfirlögregluþjónninn.
— Kemur ekki til mála,
svaraði lögreglustjórinn og
glotti, — látum hann sitja eins
lengi og hann vill. Að lokum
dettur hann niður, þetta er
vinstrisinni og það skiptir ekki
máli hvort þeir eru einum fleiri
eða færri.
En Boris sat sem fastast.
Megi allir heimsvaldasinnaðir
húsaleiguokrarar drepast! stóð á
borðanum daginn eftir. Og
daginn þar á eftir var engan
bilbug að finna á Boris og þá
stóð:
Úr NA TO! Fleiri ibúðir!
Öll blöðin fjölluðu um mál
hans og nú var hann búinn að
vera þarna i fjóra daga.
Stórmerkilegt! Og nú voru
útlensk blöð komin i málið.
— Ungur dani sveltir sig í hel
uppi á flaggstöng borgarinnar í
mótmælaskyni við húsnæðis-
eklu.
— Getið þið ekki farið að
koma drengstaulanum niður?
spurði borgarstjórinn. — Það er
gegn öllum lögum að hann setjist
að á flaggstönginni okkar. Hún
er ætluð fyrir fána okkar á
fæðingardegi drottningarinnar
og hvernig myndi fara ef
unglingar myndu setjast að á
öllum flaggstöngum landsins —
hvernig gætum við þá flaggað á
fæðingardegi drottningarinnar0
— Það er ekkert sem við
getum gerl fyrr en við fáum
skipanir frá æðri stöðum, sagði
lögreglustjórinn. Málið var
reifað i ríkisstjórninni. Ákveðið
var að láta drenginn sitja áfram
en nota tímann til að koma upp
varðstöðu við aðrar helstu flagg-
stengur Danaveldis og ydda
toppana þannig að enginn gæti
komið sér þar fyrir til langframa.
Næsta morgun sat Boris enn á
flaggstönginni með enn nýjan
borða:
Hálshöggx ’ið húsnæðismála -
stjóra! — Lægri húsaleigu! —
Stærra húsnæði! — Látum þá
riku borga!
— Nú förum við upp eftir
honum og köstum honum niður.
hvæsti yfirlögreglumaðurinn
gegnum samanbitnar varirnar.
— Það er ekki hægt, sagði
lögreglustjórinn, við erum nógu
óvinsælir fyrir. Við verðum að
reyna að lokka strákinn niður án
þess að lögreglan blandi sér um
of í málið. Ég hef góða
hugmynd! Lögreglustjórinn
smellti með fingrunum. —
Sendum mann upp til hans með
skilaboð um að móðir hans sé
látin! Ef ærleg taug er í
manninum kemur hann niður
til að verða við jarðarförina. Og
þá getum við gripið hann ...!
Allir voru sammála um að
þetta væri snjallræði og svo var
maður sendur upp með skila-
boðin. „Móðir yðar er látin.
Komið niður!” Og hvernig brást
Boris við?
Hann lét sig síga niður í hálfa
stöng og sat þar sem fastast.
Þýð.: ej
33. tbl. VIKan 39