Vikan


Vikan - 14.08.1980, Síða 50

Vikan - 14.08.1980, Síða 50
 Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran im f. EKKI VERÐUR FEIGUM FORÐAÐ Eg ætla nú að rifja upp eftirtektarverða sögu sem er mjög vel staðfest og skráð í hinum ómetanlegu skýrslum Breska sálarrannsóknafélagsins, V. bindi bls. 326. Söguna segir C. F. Fleet, sjómaður sem þegar sagan gerðist átti heima í 26 Grosvenor Square, Gunnersbury. Englandi. Ég gef sögumanni orðið: Árið 1886 var ég undirstýrimaður á seglskipinu Persian Empire frá Lund- únum. Það átti að fara frá Adelaide i Ástralíu til Lundúnaborgar, hlaðið viði og öðrum vörum. Okkur vantaði tvo menn því tveir hásetar okkar höfðu strokið af skipinu og farið til gullnámanna. Það var hörgull á sjómönnum í borginni um þctta leyti svo við vorum l'arnir að hugsa að við mundum verða að sigla heim án þess að fá nokkurn mann í skarðið. En til allrar hamingju kom maður út á skip daginn áður en við ætluðum að láta í haf. Hann sagði að sér riði á að fá skipsrúm og komast heim. Maðurinn var friður sýnum, göfug- legur ásýndum og kjarklegur og þegar hann þar að auki gat sýnt mjög góðan vitnisburð frá skipstjóranum, sem hann hafði verið hjá siðast, réð skipstjórinn það af að ráða hann á skipið. Maðurinn, sem sagðist heita Cleary. fór þá með skipstjóra í land og á skrif- stofuna þar sem hann var skrásettur. Honum var sagt að koma kl. sex morguninn eftir. En það brást þó að hann kæmi á tilteknum tíma og sendi skipstjóri mig þvi í land til þess að leita að honum. Þegar ég hafði leitað lengi að honum um borgina án þess að finna hann sneri ég við til skips. En á leiðinni rakst ég þó á hann þar sem hann var að ráfa fram og aftur og leit út fyrir að vera mjög sorg- bitinn og utan við sig. Ég spurði hann hvers vegna hann hefði ekki komið og sá ég þá á svip hans að eitthvað gekk að honum. Þegar ég hafði talið um fyrir honum dálitla stund fékk ég hann til þess að koma með mér. Á leiðinni út á skipið fórum við að spjalla saman með tals- verðu fjöri um hitt og þetta og að litlum tima liðnum var sorgarsvipurinn með öllu horfinn af andliti hans og hann orðinn eins og hann átti að sér. Einu sinni minntist Cleary á skipið og spuröi mig hvort það væri traust og gott. i sjó að leggja og bætti við með einkenni- legri áherslu. að hann vonaði að það mundi flytja hann heilan heim. Ég sagði honum að skipið væri eins gott og frekast yrði á kosið, aðeins ftmm ára gamalt og af bestu gerð. Hann sýndist gera sig ánægðan með þetta og þegar við komum út að skipinu fórum við óðara upp á þilfar. Hafnsögumaðurinn skipaði að vinda upp akkeri og koma kaðli yfir í dráttarbátinn sem beið og átti að draga okkurofaneftiránni. Cleary tók fjörlega til starfa. Við komum út að vitaskipinu, losuðum okkur við dráttarbátinn og hafnsögu- manninn og létum í haf. Allt gekk vel i fyrstu þvi veður var hið besta. Svo var það eina nótt, viku eftir að við létum i haf, að við hrepptum vont veður, vestan-storm með allmiklum sjógangi. Ég átti að standa á vakt frá kl. 12-4 og Cleary, sem var á vakt með mér, stóð við stýrið. Einhverju sinni, þegar ég staðnæmdist af tilviljun við áttavitann. kallaði hann til min: „Mr. Fleet!” ,,Já, var það nokkuð, Cleary?” svaraði ég. „Já, mig langar til að segja yður frá hvers vegna það brást að ég kæmi út á skipið i tæka tíð morguninn sem um var samið.” „Já, hver var ástæðan?” spurði ég. „Ég skal nú segja yður það,” svaraði Cleary. „Þegar ég skildi við skipstjórann fór ég til herbergis mins til þess að taka saman farangur minn og útkljá kaup á ýmsu. Ég varð heldur seinn fyrir svo ég gat ekki lokið við allt sem ég þurfti að gera þá um kvöldið varð ég því að geyma nokkuð til morgundagsins. En á ég að segja yður nokkuð?" og nú dró mjög niður i honum og hann varð mjög undarlegur í málrómnum — „mig dreymdi draum þá um nóttina, Ijótan og undarlegan draum. Hafið þér annars nokkra trú á draumum?” „Jæja,” svaraði ég. „ég veit ekki hvað segja skal, líklega hvorugt. En ég veit til þess að ýmsir kynlegir draumar hafa komið fram.” „Já, það er nú einmitt það sem veldur mér áhyggjum." andvarpaði hann. fölur í framan og svitinn draup af enni hans. „En ég ætla nú einmitt að segja yður hvað nng dreymdi og þá getið þér séð. — Á meðan ég var á leiðinni licim i herbergið mitt gat ég ekki um annað hugsað tið sem ég hafði nú ráðið mig á ; uti að flytja mig heim til min. Það var nú ekki nema eðlilegt að ég væri að hugsa um það þegar ég sofnaði. Mig dreymdi svo að Persian Empire væri framundan Góðrarvonarhöfða jóladags- morguninn í allmiklum sjógangi. Mér og hinum öðrum sem voru á vakt með mér var skipað að festa betur bát sem hékk á bugstöngunum út yfir skips- hliðina. Ég komst upp í bátinn en hinir stóðu eftir á þilfarinu. En þegar ég var hálfnaður með það sem ég átti að gera féll afskaplegur sjór yfir skipið og tók mig og annan mann út og drukknuðum við báðir. Meira man ég ekki enda vaknaði ég. En ég get ekki hrundið þessum draumi úr huga mér.” Ég sagði honum að hann mætti ekki láta annað eins draumarugl á sig fá og reyndi að gera að gamni minu við hann til þess að eyða ótta hans við drauminn. En draumurinn hafði fengið svo mjög á hann og stóð honum svo lifandi fyrir hugskotssjónum að mér tókst það ekki. Hann sagði mér einnig frá því að einu sinni, þegar hann hefði verið staddur i Madras árið 1864. hefði hann synt i ofsaroki með kaðalstreng út að skipi sem hafði losnað upp og var óðum að reka til lands. Og með þessu hafði honum tekist, af þvi að unnt hafði verið fyrir tilstilli hans að koma við björgunartækjum, að bjarga 9 manns sem voru á skipinu. Fyrir þennan dugnað og hugprýði hafði Mannúðarfélagið (The Humane Society) sæmt hann heiðurspeningi úr gulli og látið fylgja bókfell sem á var rituð skýrsla um þennan atburð. Hann geymdi þetta hvort* tveggja og dálitinn gullsjóð niðri i læstri kistu frammi skipinu. Gullið hafði hann ætlað nákomnum ættingjum sínum. Rétt á eftir slotaði veðrinu. En það var þó ekki nema skamma stund þvi rétt á eftir skall á ofviðri með feikna- fannkomu og miklum sjógangi. Það var eina nótt. þegar við vorum skammt frá Góðrarvonarhöfða, að ég átti að vera á vakt frá kl. 8-12. Douglas yfirstýrimaður var uppi á þiljum til umsjónar þar. Tveir menn á vaktinni voru uppi. sá sem stóð við stýrið og annar sem lika var á vakt. Hinir annað- hvort sváfu eða biðu þess að á þá yrði kallað og þeim sagt fyrir verkum. Cleary var meðal þeirra sem sváfu. Allt i einu heyrði ég óp. Þegar ég for niður i hásetaklefann. til þess að vita hvað um væri að vera, sá ég að Cleary var fölur sem nár og bersýnilega í mikilli geðs- hræringu. Ég fékk þá að vita að það var hann sem hafði hljóðað upp. Þegar ég spurði hann um orsökina sagði hann mér að sig hefði dreymt drauminn aftur. Við áttum erfitt með að sefa hann, en loks varð hann dálítið rólegri en hélt þó áfram að tauta fyrir munni sér: „Ég veit að hann kemur fram.” Daginn eftir var jóladagur. Veðrið hélst ennþá með líkum ofsa. Yfir- stýrimaðurinn og ég urðum að vera uppi á þiljum þótt okkar vakttimi væri niðri frá kl. 8 til 12 árdegis því hinn undir- stýrimaðurinn var svo veikur að hann var ekki fær um að fara úr rekkju. Við vorum þó fremur illa undir það búnir þvi við vorum búnir að vera á vakt í 8 klst. þá um nóttina. Klukkan 8 fór Douglas niður til skipstjóra og skýrði honum frá þvi að illviðrið héldist og að loftvogin væri aðfalla. Hann kom aftur að stundu liðinni með þær fyrirskipanir frá skipstjóra að festa betur bátinn sem hékk á bugstöng- unum yfir öldustokknum aftantil á skipinu. ef vera kynni að versnaði enn meir í sjóinn. Þegar ég heyrði þessa skipun gat ég ekki að mér gert að fara að hugsa um Cleary og drauminn sem hann hafði dreyntt og ég þóttist finna það á mér að eitthvert slys eða ógæfa mundi vofa yfir. En skylda er þó alltaf skyjd.a og henni mega menn ekki bregðast hve hart sem þykir undir að búa. Öldurnar risu hærra og hærra og skipið lá undir áföllum. Ég lét því kalla hásetana upp á þilfar. Þeir hlýddu allir nema Cleary, hann kom ekki. Ég kallaði ofan og spurði hann hvers vegna hann kæmi ekki eins og hinir. En þegar hann svaraði engu fór ég beina leið ofan i hásetaklefann. Hann sat á kistunni sinni og huldi andlitið i höndum sér og sýndist vera með öllu örvinglaður. Ég settist hjá honum og spurði hann hvað að honum gengi. Hann ansaði mér ekki fyrst en rétt á eftir fór hann að minnast á drauminn og sagði með aumkunarlegum málrómi og hélt fyrir andlitið: „Ég finn það á mér að hann ætlar nú að koma fram," og kvað hann þetta ástæðuna fyrir þvi að hann hefði ekki komið með hinum upp á þilfar. Þegar ég spurð.i hann hvort hann ætlaði að gegna skyldu sinni kvað hann nei við. Ég sagði að hann yrði þá að minnsta kosti að koma með mér til skipstjóra og láta færa það inn i skips- bókina að hann neitaði að gegna skyldu sinni. ef hann sæi sig ekki um hönd. 50 Vikan 33. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.