Vikan


Vikan - 14.08.1980, Qupperneq 51

Vikan - 14.08.1980, Qupperneq 51
h- Myndskreyting: Bjarni Dagur Jónsson Hann svaraði að hann hefði afráðið að neita skipuninni. Hann fór, því til skipstjóra sem reyndi með hægum orðum að fá hann til að verða drengilega við því sem af honum var krafist. En þegar það kom fyrir ekki kom skipstjóri fram með skipsbókinaog bauð mér að sækja yfirstýrimanninn til þess að bera vitni. Og þegar skipstjórinn hafði fært þetta inn i skipsþókina og lesið það upp fyrir C'leary. sem viðurkenndi að það væri rétt. tók yfirstýrimaðurinn við pennastönginni og skrifaði nafn sitt undir. En þegar hann var að að skrifa nafnið sagði Cleary titrandi röddu: ..Ég ætla mér að gegna skyldu minni þvi nú þekki ég hinn manninn sem stendur i sambandi við drauminn.” Og hann leit á Douglas sem varð fyrst litið á Cleary og svo á mig, eins og hann vildi segja: ..Hvað á allt þetta að þýða?" Ég sagði svo stýrimanninum frá draumnum um leið og við gengum upp á þilfarið. Hann hló að því að hann ætti að vera sá sem Cleary hefði þóst sjá í draumnum. Ég hafði þó slæman grun og mér var ekki rótt þegar ég fór upp. En þegar við komum allir upp biðu hinir hásetarnir eftir skipunum um hvernig festa skyldi bátinn. Það sem þurfti að gera var að festa bátinn upp, svo sjór næði honum ekki, og láta jafn- framt kjölinn snúa út en til þess þurftum við að setja tvær kaðallykkjur utan um hann og festa þær í kaðla á draghjólum sem voru í reiðanum á aftursiglunni. Með þvi að strengja á köðlunum átti okkur að takast að hvolfa bátnum við. Cleary stökk upp í bátinn til þess að smeygja lykkjunum utan um hann en Douglas fór utan á hliðina til þess að rétta mér lykkjurnar frá Cleary, sem áttu líka að vera til þess að rétta fcugstengurnar við. sem voru farnar að losna lítiðeitt. Yfirstýrimaðurinn hélt sér með annarri hendi i járngrindur sem lágu fram með þilfarinu miðskips. Hann ætlaði að fara að rétta mér lykkjurnar þegar manninum sem stóð við stýrið tókst svo klaufalega til að hann hleypti skipinu upp í vindinn. Mér varð þá litið á kulborða og sá stórsjó rísa upp. sem ég hugsaði að mundi færa skipið í kaf. Ég kallaði þá af öllum mætti til félaga minna til þess að vara þá við: „Gætið að. sjórinn fellur yfir skipið!" Við sem gátum hlupum yfir að aftursiglunni og héldum okkur þar dauðahaldi. En til allrar óhamingju gátu þeir Douglas og Cleary hvorugur komist til okkar í tíma. Sjórinn skall yfir skipið með svo miklu afli að hann fleygði þvi að heita mátti á hliðina, skemmdi mikið og tók út þessa tvo menn. Hann tók út bátinn og hvolfdi honum og braut bugstengurnar. sem voru úr gildu járni, eins og það hefðu verið eldspýtur. Cleary hélt sér í bátinn og skolaðist burt með honum. Douglas hélt sér í járnhandriðin og reyndi árangurslaust að komast upp á skipið en fossfallið ofan af því varð honum ofur- efli. Hann leit örvæntingarfullu augnaráði til okkar og hrópaði á hjálp unt leið og hann missti takið og féll í sjóinn. Við þorðum ekki að sleppa okkur og reyna að bjarga honum af ótta við að okkur myndi líka taka út. Við urðum þvi að horfa á þá sorgarsjón að félagi okkar drukknaði án þess að vera færir um að bjarga honum. Og sama var að segja um Cleary. Hann hafði undir eins tekið frá skipinu og var því öll von úti um að bjarga honum. Fleiri slys höfðu líka orðið. Maðurinn sem stóð við stýrið hafði farið úr axlarliði, öxlin hafði slegist við grindurnar, og annar fóturinn á skipsdrengnum hafði brotnað á tveim stöðum. Þegar mesti sjórinn var runninn út af þilfarinu fór ég upp eftir siglunni til þess að sjá hvdð orðið hefði af veslings félögum okkar sem ég var hræddur um að væru komnir í kaf. Ég sá hvar Douglas reyndi árangurslaust að komast upp á hænsnabúr sem hafði tekið út af þilfarinu með hænsnunum i. Björgunar- dufl var líka rétt hjá honum, því við höfðum fleygt tveimur út. Cleary var að fara úr olíufötunum og hélt sér uppi á meðan með því að troða marvaða. Hann reyndi síðan að komast til Douglasar sem var ekki syndur og þyngri á sér þvi hann var mjög mikið klæddur, því veður var kalt. Cleary hlýtur að hafa verið afbragðs sundmaður þar sem hann gat synt i öðrum eins sjógangi. Honum tókst að ná Douglas og hann reyndi að hjálpa honum til þess að komast upp á hænsnabúrið. En rétt á eftir kom stórsjór sem færði þá báða í kaf og þegar hann var liðinn hjá sá ég þá hvergi. Svona urðu þá endalokin. Þeir áttu að sökkva saman. Tveimur mánuðum síðar komum við til Lundúnaborgar og voru þá þrír mánuðir liðnir frá þvi að við lögðum af staðfrá Adelaide. 33. tbl. Vlkan 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.