Vikan


Vikan - 19.02.1981, Síða 9

Vikan - 19.02.1981, Síða 9
TORFAN Meðlætiðvar líka ferskara en íslenskir veitingahúsagestir eiga að venjast. Grænu baunirnar voru frystar. en ekki niðursoðnar. Yfirleitt mátti segja, að kokkarnir hefðu ekki sama, krampa- kennda takið á dósahnífnum og sumir kollegarnir. Hrásalatið á sérdiski fylgdi öllum aðalréttum Torfunnar, svo sem ágæt venja er orðin hér á landi. Þetta var isberg með einum tómatbát, einfalt og gott, en hlaðið of mikilli, sinnepsbland- aðri eggjasósu, sem stundum er kölluð „dressing”. Súpan, sem fylgdi réttum dagsins að þessu sinni, var óvenjulega góð blómkálssúpa. Hún var mjög rjómuð og hafði að geyma myndarlega blómkáls- bökuð lítillega undir ananassneið og ost- þaki, blessunarlega hóflegu Fiskurinn hvíldi á hrísgrjónum og hefði það átt að nægja. En þarna voru líka frystar baunir, kartafla, gulrót. tómatur, sítróna og rækjur í sætsúrri sósu. Þetta var gott meðlæti, en of mikið. Vond var svo kartöflustappan. sem líka fylgdi. Grillsteikt lambalæri dagseðilsins var of steikt, en eigi að síður meyrt og safa- ríkt. Út á lærið var ástarsósa íslenskra kokka, bearnaise. Meðlætið var gott blómkál og gúrka, sæmilegt rósakál og leiðinlegar, franskar kartöflur. Nautakjöt dagsins var kallað „entri- kote", sem er líklega finnska. Það var gegnumsteikt og því ekki merkilegur En svo var dýrðin kaffærð i meðlæti, sem út af fyrir sig var vel gert, en óþarft. Þar mátti sjá kartöflu, gúrku, tómat, grænar baunir, brokkál og kartöflukrók- ettu. Eru lslendingar kannski að biðja um gums, þegar þeir panta rjúpu? Hreindýrakótilettur matseðils mánaðarins voru líka góðar. Kjötið var ekki vitund seigt. Villibráðarbragðið var þó ekki eins eindregið og búast hefði mátt við. Með fylgdu frystar baunir, rósakál, soðnar gulrætur og ostbakað kartöflusalat. Steiktur kjúklingur fastaseðils var borinn fram i eldfastri pönnu. Hann var hæfilega lítið steiktur, ekki farinn að þorna. Brúnt soð fylgdi með, bökuð kartafla, skinka, perlulaukur, frystar baunir og dósasveppir, yfirleitt ágætt. Lambakótilettur fastaseðils voru blóðrauðar og bragðmiklar, en of brenndar og ekki alveg nógu meyrar. Kartöflukróketturnar voru heitar og góðar. Annað meðlæti var brúnt soð, dósasveppir og brokkál, allt í stakasta lagi. Með þessum tveimur réttum var soð. en ekki sósa. Soðið er heppilegra, af því að það þykknar ekki og verður ekki ólystugt, þegar það kólnar. Auk þess er ekki í því hveiti til að trufla meltinguna. En einkum er það þó bragðmeira og i-betra. Ætir ostar á eftir Ostabakkinn var með hinum betri. hnalla. Þetta var sko engin gervisúpa. Og henni fylgdi ágætis snittubrauð. Hörpufiskurinn og aðan á mánaðar- seðlinum voru borin fram undir ostþaki í skeljum. Hvort tveggja var í seigara lagi. en hörpudiskurinn þó frambærilegur. Meðlætið var allt gott, ristað brauð með smjöri, sítróna, tómatur og sýrðar gúrkur. Góður karfi grafinn Grafinn smákarfi, sem lika var á mánaðarseðlinum, reyndist alveg Ijóm- andi góður, mjög svipaður grafinni smá- lúðu. Út á hann var mild og fín, rjómuð sinnepssósa, ristað brauð með smjöri. ferskur tómatur og gúrka. Tromp staðarins. Eggjakakan var í lagi. svo og hömin. sem henni fylgdi og einnig hitaða snittu- brauðið með steinselju. Sérpantaðar franskar kartöflur voru Ijósar og fallegar, en mjög loftkenndar og ekki góðar, líklega úr kartöfludufti, því mið- ur. Pönnusteikt smálúðuflök dagseðilsins voru góð á bragðið, sennilega ekki úr frysti, þar sem fiskurinn var ekki þurr. Að steikingu lokinni hafði lúðan verið Rómantisk stund í aflalsal Torfunnar. matur. Bökuð kartaflan var góð. Dósa- sveppir, frystar baunir, brokkál og brún sveppasósa voru ekki í frásögur færandi. Rjúpa og hreindýr Steikt rjúpa í rjómasósu var á matseðli mánaðarins. Hún var óvenju meyr og góð, alveg laus við að vera þurr, en hafði samt rétta. magnaða rjúpubragðið. Út á hana var góð rjómasósa og rifsberja- hlaup, svo sem bera ber. sem ég hef séð. Gráðaosturinn var ætur, aldrei þessu vant. Og Port Salut var óvenju mildur og góður. Þar að auki voru á bakkanum piparostur og gouda- ostur. Þetta var besti eftirrétturinn. Pönnukökur með sultu og rjóma voru fulllítið steiktar, en hæfilega þunnar. ís með súkkulaði-kattartungum, rjóma og dósajarðarberjum var góður. Sömuleiðis svonefndar „petit fours” eða marsipan- bollur meðsúkkulaðihatti. Djúpsteiktur camembert með rifs- berjahlaupi. ristuðu brauði og merkilegt nokk grænmeti. var sæmilega góður. Ég verð þó alltaf jafnhissa á. hversu vinsæll þessi þungi eftirréttur virðist vera hér á landi. Ég sá kaffið tróna klukkutímum saman í glerkönnu á hitapönnu og þorði því ekki að drekka það, fremur en flest annað kaffi, sem boðið er upp á hér á landi. Hér virðist tæplega fást drykkjar- hæft kaffi, nema úr expresso-vélum. Rauð betri en hvít Rauðvín Torfunnar eru einkar vel valin. Þar í hóp eru Chateauneuf-du- Pape, Trakia, Chateau de Saint Laurent, Chianti Antinori og Geisweiler Reserve. allt góð vín, borið fram i glasavís. Hvítvínin eru stórum lakari. Þar má þó finna eitt gott matarvín. Gewurztraminer, og annað gott vin. þótt ekki sé þurrt. Edelfráulein. Hin hvítvínin eru yfirleitt einskis virði eða verri og hvítvín hússins er lélegur Monopole de Luze. Miðlungsverð rétta í Torfunni var sem hér segir: Réttur dagsins með súpu 65 krónur, forréttir 35 krónur, súpur 13 krónur, fiskréttir 44 krónur, kjötréttir 80 krónur, sæturéttir 23 krónur og ostar 29 krónur, allt með fyrirvara um verð- bólgu. Þriggja rétta veisla með hálf- flösku af ódýru víni og kaffi kostar þá að meðaltali 150 krónur. Þannig telst mér til, að í verði sé Torfan í meðaltalsflokki veitingahúsa. það er að segja í þriðja hæsta verðflokki af fimm. Sá samanburður ætti að gilda. þótt verðbólgan geri tilgreindar nýkrónutölur marklausar. Torfan fær sjö í einkunn fyrir mat, sjö fyrir vín, átta fyrir þjónustu og níu fyrir umhverfi. Ef matareinkunnin er marg- földuð með fimm, þjónustu- og umhverfiseinkunnin með tveimur, koma samtals út 76 af 100 mögulegum stigum. Gæti komist á toppinn Þetta þýðir, að Torfan fær 7,5 í heildareinkunn, sem er aldeilis í góðu lagi. Torfan er þar með í öðrum besta flokki veitingahúsa þótt verðið sé i þriðja flokki. Ef matreiðslumenn staðarins færu svo að lesa og nota t.d. bækur Sigrúnar Davíðsdóttur i stað fornu kennslu bókanna, gætu þeir komið Torfunni á sjálfan toppinn. Mér finnst þetta fallega veitingahús eiga það skilið. Jónas Kristjánsson 8. tbl. Vlkan 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.