Vikan


Vikan - 19.02.1981, Side 10

Vikan - 19.02.1981, Side 10
I Ameríku er ti! félagsskapur gáfnaljósa. Hann nefnist MENSA og þeir einir fá inngöngu sem hafa sérlega háa greindarvísitölu. Félagsfundirnir eru víst ákaflega líflegir. Þar ræðist fólk við í þrautum, gátum og reikningsdæmum en ekki með orðum eins og við þessir óbreyttu eigum að venjast. Dæmi: „Gott kvöld, frú Bright. Hver er reglan í 3,10,7, 9, 5, 1, 8? „Gott kvöld, hr. Smart, þessi var auðveld ...” 10 Vikan8.tbl. Þar sem lesendur eru að sjálf- sögðu gáfnaljós að minnsta kosti í meðallagi björt ættu þeir að geta leyst þessa þraut, það er að segja eftir hvaða „reglu” er þessum tölum raðað? Nú, lesendur fara líklegast að reyna að finna tölfræðilega reglu. leggja saman og draga frá. En þeir í MENSA eru skarpari en svo. „Þessi var auðveld, að sjálf- sögðu í öfugri stafrófsröð.” Kúnstin við að leysa þrautir af þessu tagi er að geta hugsað á „nýjan hátt”, og þann hæfileika hafa MENSA-séníin í ríkum mæli. En hér koma nokkrar lauf- léttar: 1. Færið til tvær eldspýtur þannig að úr verði fjórir ferhyrningar, þrír jafnstórir og einn stærri. 2. Þrír kassar eru merktir „Epli”, „Appelsínur”, Epli og appelsínur”. En enginn miðanna segir rétt til um innihaldið. Þú mátt aðeins taka einn ávöxt upp úr aðeins einum kassa. Hvernig getur þú merkt kassana rétt? (Hvorki er leyfilegt að þreifa né kíkja.)

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.