Vikan - 19.02.1981, Síða 17
Framhaldssaga
alla þína hjálp.” Svo fór ég aftur í bílinn
minn.
Nú var klukkan orðin níu. Það tæki
mig um það bil tvo tíma með því að aka
hratt að komast til Los Angeles.
Kannski yrði bið á þvi að ég næði
pakkanum. Ég kæmist ekki til fundar
við Klaus fyrr en um þrjúleytið.
Ég gekk hröðum skrefum að póst-
húsihu og áttaði mig svo á þvi að ég
hafði ekki símanúmerið hjá Klaus. Ég
fletti upp í símaskránni en hann var ekki
skráður þar. Svitinn bogaði af mér. Ég
hringdi í upplýsingar. Simastúlkan var
mjög elskuleg.
„Þetta er neyðartilfelli,” sagði ég.
„Ég verð að ná sambandi við herra
Edwin Klaus. Hann býr á býlinu við
Shannon Road. Vinsamlegast gefðu mér
samband jtangað.”
„Augnablik." Það varð þögn, svo
kom hún aftur í símann. „Mér þykir það
leitt. en númerið er ekki skráð."
„Ég veit það. Sonur hans slasaðist illa
í bilslysi. Ég verð að láta föður hans vita.
Þetta er Lewis læknir sem talar."
Langt hik.
„Allt i lagi. læknir. Ég skal gefa þér
samband.”
Ég þerraði svitann af andlitinu og
beið. Svo heyrðist kuldaleg rödd Bennys
i símanum.
„Hvaðer það?”
„Gefðu mér samband við Klaus>
æpti ég næstum. „Þetta er Lucas.”
„Af hverju heldurðu að hann kæri
sig um að tala við þig, skepna? Dinglaðu
þér!"
„Náðu i hann, apinn þinn!”orgaði ég.
Það varð þögn, svo heyrði ég manna-
mál, loks kom Klaus í símann.
„Já, herra Lucas?”
„Lögreglan er búin að fara með
pakkann til Los Angeles. Ég er núna á
leiðinni þangað en ég kemst ekki til þin
fyrr en klukkan fjögur.”
„Á minútunni fjögur, herra Lucas.
Ef þú ert ekki kominn þá fær Benny að
gera það sem hann lystir við konuna
þína,” og hann lagði á.
Perrell lögregluforingi var stuttur og
þrekinn maður. Hann vissi að ég lék golf
með Brannigan svo ég fékk fyrsta
flokks þjónustu.
„Ég er búinn að greiða úr þessu fyrir
þig, herra Lucas,” sagði hann. „Við
erum að vísu ekki búnir að finna
Maclain, en við fundum undirntann
hans, sem er á leiðinni til Sharnville
aftur. Hann sagði mér að Maclain
ætlaði að eyða helginni með einhverjum
kvenmanni, en hann hefði sagt sér að
afhenda þennan pakka, sem þú hefur
hvað mestar áhyggjur af, í bankanum.
Hann gerði það klukkan hálftíu í
morgun og fékk móttökukvittun." Hann
rétti mér bréfmiða.
Hjartað barðist í brjósti mér þegar ég
leitámiðann.
Móttekinn einn pakki frá herra
Lucas, Sharnville, til herra Farrell
Brannigan.
Lois Shelton,
einkaritari hr. Brannigans.
Ég þekkti Lois Shelton ágætlega.
„Þakka þér fyrir, fulltrúi. Ég ætla þá
að fara i bankann."
Þegar ég kom aftur í bílinn minn
spurði ég sjálfan mig hvort Brannigan
væri búinn að opna pakkann og lesa
yfirlýsingu mína. Ég spurði eftir ungfrú
Shelton þegar ég kom í bankann.
Sjtúlkan í móttökunni brosti til mín.
F „Gjörðu svo vel, herra Lucas. Þú
ettir að vera farinn að rata.”
Ég tók lyftuna upp á efstu hæð og
gekk inn í skrifstofu Lois Shelton.
Hún var hávaxin, dökkhærð, grönn
og snotur, án þess að vera lagleg.
„Nei, Larry, hvað ert þú að vilja
hér?” spurði hún og ýtti aftur skrif-
borðsstólnum sínum.
„Þú kvittaðir fyrir pakka til F.B.,"
sagði ég. „Er hann búinn að fá hann?”
Svitinn streymdi niður andlit mitt og
rödin var hás.
„Er eitthvað að?” Henni var brugðið
og hún reis á fætur.
„Er hann búinn að fá hann?”
„Pakkinn liggur á skrifborðinu hans
núna. Hann er í helgarfríi. Er þetta eitt-
hvaðmikilvægt?”
„Er hann ekki við?”
„Nei.... hann fór í gær. Hann.
sagðist ætla að taka sér frí um helgina og
leika golf.”
„Ég var að komasteð því að reikni-
vélin min er vitlaus. Tölurnar i
pakkanum eru allar snarvitlausar. Ef
F.B. sér þær sparkar hann mér út í hafs-
auga."
Hún hló.
„Vertu ekki svona áhyggjufullur.
Þetta getur komið fyrir. Ég skal ná í
pakkann fyrir þig.”
Meðan ég beið flaug mér nokkuð i
hug. Ég var búinn að taka afrit af yfir-
lýsingu minni og segulböndunum sem
Klaus hafði nú undir höndum. Því
skyldi ég ekki gera eitt afritið enn? Ég
leit á úrið mitt. Klukkan var rétt
rúmlega tólf. Ef ég vann hratt gat ég
samt verið kominn til Sharnville klukk-
an fjögur.
Lois kom inn með pakkann.
„Lois — gerðu mér greiða. Geturðu
lánað mér tvö segulbandstæki og Ijósrit-
unarvél?”
„Auðvitað. Komdu meðmér.”
Hún fór með mig inn i litla skrifstofu.
„Gjörðu svo vel: tvö segulbönd og
Ijósritúnarvél. Var það eitthvað fleira?”
„Nei... þetta er ágætt. Ég verð
fljótur.”
Hún heyrði að síminn hringdi á skrif-
borðinu sínu, veifaði til mín og fór.
Það tók mig rúmlega klukkustund að
taka eftir segulböndunum tveimur og
Ijósrita yfirlýsinguna mína. Ég Ijósritaði
lika skuldabréfin. Ég bjó aftur um bögg-
-ulinn, stakk svo Ijósritunum af yfirlýs-
ingu minni og skuldabréfunum í umslag
ásamt segulböndunum, lokaði umslag-
inu og skrifaði á það:
Afhendist hr. Brannigan 5. júli og
ekkifyrr.
j dag var 29. júní. Þarna var ég kom-
inn með tíma til aðgerða. Ef Klaus sneri
alveg á mig og léti drepa mig hefði
Brannigan samt nægilegar sannanir á
hann undir höndum, en ef ég yrði hepp-
inn og lifði innbrotið af gæti ég sótt
pakkann aftur til Lois.
Ég fór inn i skrifstofu hennar og setti
pakkann á skrifborðið.
„Lois, ég ætla að biðja þig um að
afhenda F.B. þetta fimmta júlí og ekki
fyrr. Þetta eru hugmyndir að nýjum
öryggisráðstöfunum. Ég er enn að vinna
að þeim. Ef þú hefur ekkert heyrt frá
mér 4. júlí láttu hann þá fá þetta næsta
morgun. Kannski skipti ég um skoðun
og þá hringi ég í þig og kem svo og sæki
þetta. Þetta hljómar svolítið eins og
James Bond-saga, en þetta skiptir mig
miklu máli. Allt í lagi?"
Lois kinkaði kolli en virtist ringluð.
„Ég læsi þetta inni i peningaskápnum
mínum. Þetta er lítill vandi."
„Þakka þér fyrir. Ég verð að komast
aftur til Sharnville.” Ég sendi henni fing-
urkoss, fór með lyftunni niður á jarð-
hæð með pakkann i höndunum, settist
inn í bílinn minn og tók stefnuna aftur
til Sharnville.
Ég ók upp veginn að húsi Klaus og
vísarnir á úrinu m'ínu mjökuðust í átt að
15.15.
Benny opnaði útidyrnai unt leiðog ég
gekk upp þrepin.
„Þér tókst það þá, skepna." sagði
hann. „Mín óheppni. Ég var farinn að
hlakka til að taka hóruna þina i gegn."
Ég gekk inn í stofuna þar sem Klaus
sat við skrifborð sitt og setti pakkann
fyrir framan hann.
„Opnaðu hann, herra Lucas."
Ég reif af snærið og brúnan umbúða
pappírinn, opnaði skjalatöskuna og
sýndi honum frumritið af yfirlýsing-
unni. segulböndin tvö og fölsuðu skulda
bréfin.
Hann kinkaði kolli.
„Þú hefur gert eins og þér var sagt.
Það var skynsamlegt, herra Lucas."
Hann starði á mig og það var glampi i ís-
gráum augunt hans sem skaut mér skelk
i bringu. Framh. I nœsta hlaði.
Fjölbreytt úrval
tískuvara
frá enskum og
þýskum
fyrirtækjum.
Ú'rval fatnaðar
fyrir konur
á öllum aldri.
Verið
velkomin
HAFNARSTRÆTI 4
SÍMI 13350
8. tbl. Vikan 17