Vikan - 19.02.1981, Page 21
Líklega var þaö einmitt ástæðan fyrir
því, að þau lentu saman.
Myndi nokkur gestanna kannast við
hana, ef lögreglan birtist þar einn
góðan veðurdag með myndir af henni?
Naumast. Hinir gestirnir höfðu verið
of uppteknir af eigin drykkjuskap og
rugli til að taka eftir öðrum.
Hvers vegna ætti líka lögreglan að
fara á einmitt þennan bar til að leita
upplýsinga? Hvorugt þeirra hafði á
nokkurn hátt staðið í tengslum við þann
stað.
En kannski kæmu myndir í
blöðunum.
Enginn hafði veitt því sérstaka eftir-
tekt, þegar þau fóru saman. Enginn
hafði yfirleitt veitt þeim eftirtekt.
Enginn gæti sett hann í samband við
hana. Það er að segja, ef hann losaði sig
viðlíkiðaf henni.
Hann drakk þrjá bolla af kaffi, reykti
fimm sígarettur, reyndi að vekja
hugann, verða klár í kollinum. Hann
hafði ekki drukkið neitt sérstaklega
mikið um nóttina.
Þegar klukkuna vantaði fimmtán
mínútur í átta, ók hann af stað. Hann ók
í norðurátt út á hraðbrautina.
gregluþjónarnir tveir höfðu verið á
vakt frá því klukkan eitt um nóttina og
áttu að hætta klukkan níu um morgun-
inn. Þeir voru fyrstu gestirnir á kaffi-
húsinu við veginn, ásamt fjórum vöru-
bílstjórum á leið til Svíþjóðar frá megin
landinu. Bílstjórarnir höfðu sofið í
bilunum sínum á bílastæðinu við kaffi-
húsið.
Lögregluþjónarnir drukku svart kaffi
og borðuðu vínarbrauð með. Tvö stykki
hvor. Það fór ekki á milli mála, að vínar-
brauðin höfðu verið I frosti. Þau voru
köld í miðjunni.
Þeir hétu Knudsen og yeick og voru
8. tbl.Vikan 21