Vikan


Vikan - 19.02.1981, Side 40

Vikan - 19.02.1981, Side 40
Texti: Jón Ásgeir Myndir: Gunnar Skarphéðinsson Undanfarin 10 ár hafa Kúbuvinafélögin á Norðurlöndum staðið fyrir árlegum ferðum áhugamanna til Kúbu og hefur Vináttufélag tsiands og Kúbu átt aðild að þessum ferðum undanfarin 7 ár. Héðan hafa farið 5-10 manna hópar hverju sinni. Kúbumenn taka þessar ferðir mjög hátiðlega og lita á þær sem stuðningsyfirlýsingu þátttakenda við byltinguna á Kúbu. Sigurjón Helgason sjúkraliði var einn af þátttakendum héðan, og við tókum hann tali. — Af hvaða ástæðum fórst þú til Kúbu, Sigurjón? — Það var auðvitað af margvislegum ástæðum. Mér fannst spennandi aðfara til fjarlægs heimshluta, mig langaði að skoða sósíalíska byltingu i verki. Flestir sósíalistar á Vesturlöndum líta á Kúbu sem þann stað þar sem bylting hefur tekist hvað best og er virkust í heiminum í dag. Ekki má gleyma veðrinu á Kúbu. Það var freistandi að stinga af úr frostinu hér heima og dveljast í sól og sumaryl á Kúbu í nokkrar vikur. Meðalhitinn á eynni er 20 gráður á Celsius. — Hvernig var ferðin undirbúin? Undirbúningurinn gat verið betri. Ég er sá eini íslendinganna sem bý í Reykjavík svo að við hittumst ekki fyrr en í vikunni fyrir brottför. Reyndar var okkur bent á að lesa það sem við fyndum á prenti um Kúþu. Tvær bækur reyndust haldgóð lesning, Byltingin á Kúbu eftir Magnús Kjartansson og safn- ritið Che Guevara — frásögur úr byltingunni. Við fengum svo í vikunni fyrir brott- för staðgóða fræðslu um land og þjóð hjá Ingibjörgu Haraldsdóttur sem bjó um árabil á Kúbu og Ólafi Gíslasyni sem verið hefur fararstjóri í tveim svona ferðum til Kúbu. Að þessu sinni var Gunnar Skarphéðinsson fararstjóri. — Síðan var lagt upp 28. nóvember siðastliðinn? Kúbuvinafélögin á Norðurlöndum mynda sameiginlega hópinn „Brigada Nordica”, sem 'býr og starfar saman á Kúbu, og að venju kom hópurinn sama_n í Kaupmannahöfn í nóvemberlok. Rétt er að taka fram að ferðakostnaður okkar lslendinga er ekki meiri en annarra Norðurlandabúa, honum er jafnað út þannig að Kaupmannahafnarbúar borga jafnmikið á mann og við. — Þetta framlag „Brigada Nordica”, er það meira táknrænt en annað? Já, Kúbumenn hafa engan efnahags- legan ávinning af þessum ferðum. Þetta er kostnaðarsamt fyrir þá, bæði að sjá um allar ferðir, uppihald, verkstjórn og margt fleira í kringum þessar vinnu- sveitir. Sem dæmi má líka nefna að okkur fylgdi alltaf lögreglulið og sjúkra- bíll, vegna ótta Kúbumanna við hermdarverkamenn. Kúbumenn eru hræddir við skemmdarverk, að gefnu tilefni. Fyrstu ár byltingarinnar gerðu kúbanskir útlag- ar innrásir frá Bandarikjunum með aðstoð stjórnvalda þar og þeir unnu líka gífurleg skemmdarverk. Upp úr því voru stofnaðar Sveitirnar til varnar bylting- unni, sem i eru velflestir Kúbubúar. Þessar sveitir vinna margvíslegustu störf, bæði löggæslu og alls kyns sjálf- boðavinnu. „Kúbanir em fifsglaðir að eðlisfari. Þeir nota hvert tækifæri til að fremja tónlist og dansa. Alkóhólismi er ekki vandamál ó Kúbu, meðal annars vegna þessa." Kúluförin ó þessari byggingu i Cuartel Moncada-herbúðunum em minjar eftir órós Kastrós og félaga. Andspymuhreyfingin, sem mynd- aðist eftir þennan atburð, var kennd við órósardaginn, 28. júli 1953. Þama stunda nú mörg þúsund ungmenni nóm. Á myndinni fyrir neðan er kúbönsk stúlka úr Ung- herjasamtökunum. — Hvernig var lifið i þessum vinnu- búðum? Við vöknuðum klukkan sex á morgn- ana og vorum komin til vinnu klukkan sjö, eftir morgunmat. Síðan tókum við tveggja og hálfrar klukkustundar hlé um hádegisbilið, þegar heitast er á daginn. Síðan vorum við aftur komin til vinnu fyrir tvö og unnum til hálfsex. Þetta var eðlilegur átta stunda vinnudagur. Iðulega komu svo til okkar kúbanskir gestir á kvöldin. Stundum voru þeir með einhverja fræðslu, til dæmis var einu kvöldi varið í kynningu á verkalýðs- hreyfingunni, annað kvöld fór í frá- sagnir af Sveitunum til varnar bylting- unni, svo komu menn að segja okkur frá flokksþinginu sem haldið var á Kúbu á meðan við vorum þar. Einstaka sinnum fórum við í stutt ferðalög um nágrennið og var þá tekinn hálfur dagur í frí. Þessum fræðslu- 40 Vikan 8. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.