Vikan


Vikan - 19.02.1981, Síða 41

Vikan - 19.02.1981, Síða 41
 Kúba fundum og ferðum lauk yfirleitt um tíu- leytið á kvöldin og þá var tíminn notaður til að kynnast þessum 200 Skandínövum sem þama dvöldu. Stundum stóðu þess konar samsæti nokkuð lengi, svo að það var ekki mikið sofið. Við vorum 7 íslendingar og 17 Norð- menn sem bjuggum saman og unnum saman í hóp. Af þeim sökum kynntumst við Norðmönnunum fyrst og best. Síðan fórum við fljótlega að krunka okkur saman við Finna og kynntumst Dönum einnig en Svíum ekki neitt. — Magnús Kjartansson segir að byltingin á Kúbu hafi gengið öfugt við sósiajlska fræðikenningu, flokkurinn hafi komið á eftir byltingunni. Þú minntist á flokksþingið ... Þetta var annað þing Kommúnista- flokks Kúbu, en þing hans eru haldin á fimm ára fresti. Byltingin á Kúbu var nefnilega engin kommúnistabylting og í vissum skilningi geta Bandaríkjamenn sjálfum sér um kennt að þróun Kúbu í átt til sósíalisma hefur verið svo hröð. Hefðu þeir ekki þjarmað svo að Kúbu hefði þróunin kannski orðið hægari. En þeir gátu vart annað, það hefði ekki litið vel út fyrir Bandaríkin að lýsa velþóknun á þjóðnýtingu stórjarða svo eitthvað sé nefnt. Flokksþingið fór fram i desember síðastliðnum. Þangað voru meðal annars komnir 150 erlendir gestir. Fidel hélt þar 7 klukkustunda ræðu. 1 því sambandi er rétt að fram komi að þessar löngu ræður Kastró þjóna vissum tilgangi. Þriðjungur þjóðarinnar var ólæs þegar Kastró og félagar náðu völdum. Besta leiðin að koma boðskapnum til fólksins var með ræðum sem haldnar voru á fjöldafundum. — Hver er forsaga byltingarinnar? Saga byltingarinnar samtvinnast ævi- ferli Fidel Kastrós, leiðtoga þeirra Kúbu- manna. Hann fæddist árið 1926 í Oriente, sem er á suðausturhluta Kúbu. Þótt Fidel væri af auðugu fólki blasti alls staðar við honum sárasta fátækt. Hann lauk lögfræðiprófi árið 1950 og hafði á námsárum sínum verið virkur í stjómmálalífi háskólans i Havana, var meðal annars forseti stúdentaráðs. Fidel opnaði lögfræðiskrifstofu í Havana, lagði áherslu á lögfræðilega aðstoð við verkamenn, bændur, negra og pólitíska fanga, og hélt áfram stjórnmála- afskiptum. Framan af gerði Kastró sér vonir um möguleika lýðræðis á Kúbu. hann ætlaði að stunda stjórnmálaafskipti eftir þingræðisleiðinni. Árið 1952 áttu að fara fram forsetakosningar og þing- kosningar í landinu og buðu þrír flokkar fram þrjú forsetaefni. Kastró var í fram- 8. tbl. Vikan 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.