Vikan


Vikan - 19.02.1981, Side 43

Vikan - 19.02.1981, Side 43
Kúba Norflurlandabúar unnu saman við byggingastörf I Havana f þrjár vikur f desamber siflastliðnum. Á efri myndinni eru menn við járnabindingar en 6 þeirri neðri er íslendingahópurinn auk nokkurra annarra félaga þeirra. félagar komu til vaida. Á þeim tima sem er liðinn hefur tekist að útrýma þessum vandamálum. Ekki má heldur gleyma heilbrigðis- kerfinu. Á ótrúlega skömmum tíma hefur Kúbönum tekist að byggja upp gott heilbrigðiskerfi. Þeim hefur tekist að útrýma landlægum farsóttum sem herja á svipuð lönd. Ég þurfti ekki að sýna. nein.: vottorð um bólusetningu gegn farsóttum þegar ég kom til Kúbu. Læknaþjónusta er öll ókeypis á Kúbu svo og önnur opinber þjónusta. Ég kynnti mér sérstaklega dagheimilismál og mér virtust þau vera í miklu betra ástandi en hérlendis. Á Kúbu komast öll börn í gæslu að þvi tilskildu að móðirin sé við vinnu, hyggist vinna úti eða geti ekki annast börnin af einhverjum öðrum orsökum. Ég skoðaði tvö barnaheimili og aðbúnaðurinn var alveg einstaklega góður. Það lá við að mér fyndist börn þarna vera ofdekruð, það er látið mikið með þau. — Hvað geturöu sagt okkur um menntamál á Kúbu? Eftir að Kastró og félagar höfðu unnið fullnaðarsigur í janúarbyrjun 1959 var ákveðið að efna til herferðar til að útrýma öllu ólæsi. Þótt ótrúlegt megi virðast tókst sú herferð. Hún stóð allt árið 1961. Rúmlega þriðjungur landsmanna yfir 10 ára aldri kunni ekki að lesa og skrifa. Það voru hvorki meira né minna en 300.000 sjálfboðaliðar sem tóku að sér kennslustörfin. Og á einu ári tókst þeim að kenna nær 800.000 löndum sínum að lesa og skrifa auk frumatriða í reikningi. Skólakerfi og heilbrigðisþjónusta á Kúbu stenst fyllilega samanburð við Evrópu og til dæmis Norðurlönd. Skóla- skyldan er lengri, börnin eru 6-8 tíma i skólanum og borða þar hádegismat. Allir barnaskólar eru einsetnir. Æðri menntun á Kúbu var afar bág- borin fyrir byltingu. Sama er að segja um iðn- og tæknimenntun. Til að byrja með urðu Kúbumenn því að sækja allt framhaldsnám til austantjaldslandanna. Nú hafa þeir hins vegar komið í framkvæmd gagngerri endurskipulagningu allrar æðri menntunar á Kúbu og segjast ekki lengur hafa neina menntun að sækja til annarra landa. — Þú ert sjúkraliöi á geðdeild f Reykjavik, kynntirðu þér sambærilegar stofnanir á Kúbu? Ég skoðaði stórt og mikið geðveikra- hæli í Havana. Þar voru 3.200 rúm og byggingarnar á geysistóru landsvæði, 65 hekturum. Aðstaðan þarna var nánast islertdingamir voru 7, en alls voru um 200 manns í „Þafl var frelstandi afl stinga af úr frostinu hár „Brigada Nordica". helma og dveljast f sól og sumaryl á Kúbu I nokkrar vikur. ótrúlega góð, bæði til iðju- og vinnuþjálfunar. Hælið var mjög vel mannað og vel séð fyrir öllum þörfum sjúklinganna. Þar voru stórir íþrótta- vellir, sundlaugar og annað slíkt. Lækningaaðferðir eru svipaðar og hér og vandamálin svipuð, fyrir utan að alkóhólismi er svo til óþekktur á Kúbu. Sú staðreynd kemur ekki byltingunni við. Fólkið á Kúbu er það lífsglatt að það þarf ekki að neyta áfengis til að lyfta sér upp. Kúbanir eru lífsglaðir að eðlisfari. Þeir nota hvert tækifæri til að fremja tónlist og dansa við hana. Á ferðum okkar um Kúbu var oft hljómsveit til staðar, hvort sem var að kvöldi eða um hádegisbilið. Þá dönsuðu Kúbumenn alltaf og við lærðum af þeim. Ég dansaði alltaf við kúbönsku stúlkurnar, leit ekki við Skandínövunum. Þær eru svo sætar þessar kúbönsku! Ég kynntist sextugri blökkukonu sem talaði ensku. Hún sagði mér að það merkasta fyrir sig hefði verið að byltingin útrýmdi kynþáttamisrétti með öllu. 8. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.