Vikan


Vikan - 19.02.1981, Qupperneq 47

Vikan - 19.02.1981, Qupperneq 47
I Saga úr daglega lífinu — Ég vil ekki bíða iengur. sagði ég áköf. — Ég elska þig svo heitt að ég vil eignast barn með þér — undireins. indæll og þegar hann byrjaði að brosa fannst mér hann fallegasta barn i heimi. Ég vildi ekki trúa lækninum að hann væri með litningagalla. Ég vissi heldur ekki neitt um slíka galla og hlustaði aðeins með öðru eyranu á orð læknisins. — Hann verður aldrei eðlilegur, sagði læknirinn. — Satt að segja væri það bæði honum og ykkur fyrir bestu að koma honum fyrir á viðeigandi stofnun. Þar fær hann að þroskast að svo miklu leyti sem þaðer hægt. — Ég læt ekki barnið mitt frá mér, sagði ég. — Ég get sjálf séð um hann og hjálpað honum. Ég áleit enn að lækninum skjátlaðist og Svanur yrði eins og önnur börn. En ég gat ekki logið að sjálfri mér endalaust. Það fór ekki hjá þvi að ég yrði vör við það meðaumkunaraugnaráð sem aðrar mæður sendu mér þegar ég var úti með Svan og smám saman varð ég að játa að hann var öðruvísi en þeirra börn. Hann var líka svo seinn til. Hann lyfti höfði mánuði seinna en bókin mín um meðferð ungbarna sagði til um. Hann var næstum eins árs áður en hann gat setið óstuddur. Og hann var rumlega tveggja ára þegar hann fór aðganga. Því betur sem ég sá að Svanur var öðruvísi en önnur börn því heitar elskaði ég hann. Og eftir því sem hann eltist urðu brestir hans enn meira áber- andi. En hann þroskaðist þó dálítið með timanum. Fjögurra ára gamall gat hann talað þó það væri stundum dálítið erfitt að skilja hann. Læknirinn hans sagði að hann væri heppinn þvi hann hafði sloppið við ýmsa aðra fæðingargalla sem mongólítar annars hafa oft, til dæmis hjartagalla. Læknirinn áleit að Svanur gæti aldrei gengið I venjulegan skóla. En hann gæti þó lært að lesa og skrifa og jafnvel unnið á vernduðum vinnustað. Framför Svans gladdi mig ósegjanlega og ég þjálfaði hann eftir beslu getu. Ég var ekkert siður stolt af ’honum en mæður venjulegra barna og fólk hrósaði mér fyrir að sjá um hann upp á eigin spýtur. Svanur var orðinn fjögurra ára þegar ég tók fyrst eftir því að Bjarni skammaðist sín fyrir hann. Okkur var boðið yfir helgi til góðra vina sem áttu sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur. Flestir tóku börn sín með. — En hvað það verður gaman fyrir Svan að komast út fyrir borgina. sagði ég ánægð þegar Bjarni sagði mér frá boðinu. — Við ættum að skilja Svan eftir hjá afa sinum og ömmu. sagði Bjarni. — Hvers vegna? spurði ég. — Þú sagðir að flestir tækju börn sín með. — Já, en þau eru öll miklu eldri en Svanur, sagði Bjarni. — Þar að auki veitti þér ekki af að hvila þig dálítið. Þú gerir ekki annað en að amstra með Svan. Þið hefðuð bæði gott af smáfríi hvort frá öðru. Ég samþykkti að skilja Svan eftir. En þegar við vorum komin I sumar- bústaðinn og hittum alla vini okkar með börn sín sá ég eftir þvi. Svani hefði þótt gaman að fá að leika sér við eldri börn og þau hefðu áreiðanlega verið góð við hann. Kannski hefðu þau leyft honum að veiða meðsérsíli. Eins og venjulega þegar um barnafólk er að ræða snerist samtalið mest um börnin. Jón og Anna sögðu stolt frá sundafrekum dætra sinna. þær voru þegar farnar að taka þátt I keppni. — Svanur er líka ofboðslega hrifinn af vatni, sagði ég. — Ég er viss um að hann verður brátt syndur. Honum er líka vel í skinn komið og feitum börnum gengur betur að fljóta. Það fór ekki hjá því að ég tæki eftir svipnum sem kom á Bjarna. Það var eins og hann hryllti við. Hann greip líka fyrsta tækifæri til að draga mig úr hópnum. — Verðurðu si og æ að mala um Svan? spurði hann. — Ég tala ekkert meira um hann en aðrar mæður um sín börn, sagði ég þrjóskulega. — Og hvers vegna skyldi ég ekki tala um hann? , — Af því að hann er ekkert til að grobba af. sagði Bjarni reiður. — Hann er bara misheppnaður vesalingur og marga hryllir við honum. Bjarni hafði ekki farið varhluta af rauðvíninu með rnatnum og ég afsakaði hann með því. Orð hans særðu mig samt. En þau opnuðu líka augu mín fyrir ýmsu sem ég hafði ekki hugsað um fyrr, hvers vegna Bjarni skipti sér svo lítið af Svani og hvers vegna hann vann nú meira en nokkru sinni fyrr og vildi næstum aldrei fara út með okkur tveimur. Hann skammaðist sin fyrir son sinn. Og þess vegna hafði hann ekki viljað hafa Svan með i sumarbústaðinn. Hann vildi helst ekki þurfa að hafa þennan misheppnaða son sinn fyrir augunum. Samband okkar Bjarna versnaði að muneftirþessa helgi. Mér fannst Bjarni vera orðinn kald- lyndur maður sem hugsaði bara um að koma sér áfram og hafði enga samúð með þeim sem ekki voru fallegir, heil- brigðir og framgangsrikir. í rauninni fyrirleit hann alla sem ekki voru ofan á I tilverunni. Og nú hafði hann eignast son sem var andstæður öllu þessu. Viðbrögð hans voru þau að láta þennan son sinn að mestu afskiptalausan. Hjónaband okkar var að fara i hund- ana. Ég hélt þó dauðahaldi í það sem eftir var af ást okkar. Ég reyndi að mýkja hugarfar Bjarna með því að sýna honum enn meiri hlýju og ástúð, en hann misskildi allt saman og spurði bara hvort ég væri orðin kynóð. Ástalíf okkar var líka misheppnað. það vantaði i það réltu tilfinninguna og gaf mér lítið annaðen beisk vonbrigði. Við gátum heldur ekki talað saman lengur. Mig langaði til að nálgast Bjarna, segja honum frá daglegu lifi mínu og heyra hann segja frá sínu. En það var ekki hægt. Hann vildi ekki hlusta á mig og svaraði spurningum minum aðeins með einsatkvæðis orðum. Hann vanrækti Svan gjörsamlega þó Svanur reyndi að sýna á sinn barnslega og græskulausa hátt að hann elskaði pabba sinn. Það kom mér því ekki á óvart þegar Bjarni bað um skilnað. Hann hafði hitt konu sem hæfði honum betur.4Jún var viðskiptafræðíngur og vann við sama fyrirtæki og hann, gáfuð og menntuð kona I góðri stöðu. svo allt öðruvísi en ég. Ég vildi óska að ég hefði samþykkt skilnaðinn án þess aðauðmýkja mig. En ég gat þaðekki. Þó ég elskaði hann varla lengur fylltist ég skelfingu yfir þeini einmanaleika sem biði mín ef hann færi frá mér. Ég var meira að segja hrædd Fyrst skildi ég ekki af hverju allir sem viðstgddir voru fæðinguna urðu svona skrítnir á svipinn. Það var ekkifyrr en við Bjarni vorum orðin ein að ég vissi að eitthvað var að. Svanur var mongólíti. um að ég hefði ekki krafta til að annast Svan nógu vel þegar ég væri orðin ein um ábyrgðina. Ég grátbað Bjarna um að yfirgefa okkur ekki. Eg lagðist meira að segja svo lágt að lýsa mig reiðubúna til að taka því að hann ætti sér ástkonu. bara ef hann færi ekki frá mér. En þetta var þýðingarlaust og mér hefði þó liðið betur hefði ég haldið stolti mínu. Bjarni tók eigur sínar og flutti. Hann sagði að þetta væri allt mér að kenna. Ég hafði vanrækt hjónaband okkar og ekki kært mig um neitt nema son minn. Ég féll algjörlega saman. Það var eins og ég missti alla lífslöngun þegar ég var orðin ein. í staðinn fyrir að berjast leitaði ég á náðir áfengis. Ekki af því að það gerði mig ncitt glaðari heldur af þvi að ég gat að minnsta kosti sofið þegar ég var orðin nógu drukkin. Aumingja Svanur skildi ekki livað hafði eiginlega komið fvrir mömmu. Hann tók eftir grátköstum mínum og reyndi að hugga mig á sinn klaufalega hátt. Auðvitað þótti mér vænt um ástúð hans en hún nægði ekki til að vinna bug á þunglyndi mínu. Daginn sem Svanur varð fyrir bíl lá ég hálfmeðvitundarlaus I rúminu af drykkju. En ég heyrði þó ískrið í bremsunum og óp Svans. Ég þaut út á götu. Þar lá hann meðvitundarlaus og blóðugur og annar fótur hans svo undar- lega bögglaður undir honum. Fólk safnaðist saman í kringum hann og ræddi slysið. — ... hann er þroskaheftur, heyrði ég einhvern segja. — Pabbinn er farinn að heiman og mamman drekkur. Ástandið á heimilinu er alveg hræðilega sorglegt. Sem betur fer var Svanur ekki dáinn eins og ég hélt fyrst. Hann hafði fengið heilahristing og fótbrotnað. Hann kornst til meðvitundar í sjúkrabilnum og reyndi að brosa til min eins og hann vildi ekki að mamma væri leið. Hann lá á sjúkrahúsinu í tvo mánuði. Ég heimsótti hann daglega og hann varð alltaf jafnglaður þegar hann sá mig. Samt var hann mjög ánægður með sjúkrahúsvisl sina. Hann virtist i miklu uppáhaldi, bæði hjá starfsfólkinu og sjúklingunum. Ég tók að gera mér grein fyrir að mér fannst þægilegt að þurfa ekki sífellt að hugsa um Svan. Ég hafði allt i einu heilmikinn tima fyrir sjálfa ntig. lima til að lesa, laga til I ibúðinni. dunda við blórnin min og lima til að þvo mér um hárið og hressa upp á útlitið. Svanur þurfti á allri athygli minni að halda þegar hann var heima. Þó hann væri indæll og góður var óhemju vinna fólgin I að sjá um hann og sinna honum. Ég hafði lítið sem ekkert tækifæri til að hugsa um sjálfa mig. Eitt kvöldið var mér boðið I afmælis- veislu til Jónu frænku minnar. Fyrst vildi ég ekki fara. Ég hafði verið i sams Engin kona getur lent í erfiðari aðstöðu. Ég elskaði son minn — en ég gat ekki annast hann. Svo varð ég að láta hann frá mér. . . . 8. tbl. Víkan 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.