Vikan


Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 6

Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 6
 Sögurnar í Þúsund og einni nótt bera með sér að þær eiga rætur að rekja til margra þjóða og landa. Ómögulegt er að vita hvort nokkur einn rit- höfundur samdi þennan sagnaflokk, en sögurnar sjálfar bera með sér að þær eru komnar frá Persíu, Kína, Indlandi, Sýrlandi, Grikklandi og Egyptalandi auk annarra. Talið er að gullöld mahómedansks skáldskapar, sem varði fram á 13. öld, hafi lokið með Þúsund og einni nótt. Bestu dæmisögunum, ævintýr- unum, ferðasögunum og ástarsögum var safnað saman í þessum sagnabálki. Þúsund og ein nótt — arabiskar sögur kom út í 4. útgáfu árið 1971 hjá Máli og menningu. Það var Steingrímur Thorsteinsson sem íslenskaði og segir hann meðal annars í inngangi: „Allt í Þúsund og einni nótt er miðað við viskuna, eins og hið æðsta afl í heiminum, og er sú aðferð oft viðhöfð, sem Austurálfu þjóðum er töm, að sanna einhvern málshátt eða lífsreglu með þvi að segja sögu, sem getur heim- færst til þeirra, og eru oft um leið til- færðir staðir úr Kóraninum. Alstaðar kemur fram hatur á harðstjórn og kúgun, á ranglæti dómaranna og hræsni munkanna, en hinsvegar lýsir sér virðing fyrir iðjusemi, skírlífi, þar sem talað er um ástir, og einlæg lotning fyrir dyggðinni. Hefur því Þúsund og ein nótt ætíð, meðal allra þjóða og stétta, verið álitin ágæt og lærdómsrík bók fyrir unga og gamla. Margir kunna að vísu að snúa hug- anum til hins holdlega og munaðarlega, því hún er full af lýsingum á heims- legum fögnuði, glæsilegurn höllum og inndælum aldingörðum, ljómandi auðæfum, tælandi dansmeyjum og söng- dísum, og hinu dáðlausa ástarlifi hinna austurlensku konunga. En frá öllu þessu er sagt með svo saklausri einfeldni, að engin óspillt tilfinning getur hneykslast á því. Eins kann sumum að hætta við, að taka einungis eftir hinu óstjórnlega í ímynduninni, þar sem ræðir um risa. anda og ýmsar stórkostlegar hugsmíðar. sem eiga skylt við hið indverska hugmyndalíf og jafnvel hina fornu trú forfeðra vorra. Særingar, álögur, galdra- menn og óumflýjanleg forlög koma þar fyrir eins og í frásögum vorum, og hver getur lesið um hinar stórkostlegu sjón- hverfingar svo, að honum detti ekki i hug ferð Þórs til Útgarða-Loka? En hið kynlega og töfralega ræður aldrei svo miklu, að hin andlega þýðing komi ekki fullkomlega i ljós, og hver sem les með athygli getur ekki misst sjónar á hinni siðferðislegu stefnu, sem er hin sanna sál og líf frásagna þessara. Þegar sögur þessar mynduðust, var berserksgangurinn farinn af átrúendum Mahómets og komin mannúð og menntun í stað harðfengi og grimmdar. því er þar mest lofað: mildi, réttlæti og göfuglyndi. I þessu eru þeir kalífinn Harún Alrasjid, og Salómon konungur andanna teknir til fyrirmyndar. í forlögum mannanna, svo flókin sem þau virðast vera og full af mótsögnum, lýsir sér jafnan stjórn guðs, með réttlæti og miskunnsemi, en hið arabiska þjóðerni kemur fram í því, hvað lífsþekkingu og skynsamlegri lífsnautn er þar haldið fram. Þúsund og ein nótt lýsir heimslifi þeirra, eins og Kóraninn lýsir trúarlifi þeirra. Frásagan er skýr, einföld og lifandi, og sögunum aðdáanlega niður skipað; þær eru eins og marglitar perlur, sem dregnar eru upp á mjóan þráð. Sögunum er svo skipt, að þær hætta í hvert skipti, þar sem forvitni lesandans er mest, svo hann hlýtur að halda áfram eins og sá, sem villist inn í inndælan skóg ogfærekki af sér að snúa aftur, heldur gengur áfram í unaðssamri leiðslu. lmyndunin leikur sér þar eins og barn, jafnt að hinu ógurlegasta sem hinu inndælasta, og sökkvir sér í djúp sinnar eigin auðlegðar, en alvara viskunnar og reynslunnar er annars vegar og bendir á hverfulleik og fallvelti lífsins, og sýnir ætíð, hvernig hið góða sigrast á öllu, og hið illa á sjálfu sér.” Sagan af barna- kennaranum mjaðmhalta „Tignaði konungur! Ég var fyrrum barnakennari og hafði sjötíu börn til kennslu, og lét mér jafnan annt um framfarir þeirra í siðferði og lærdómi. Hafði ég innrætt þeim slíka lotningu fyrir mér, að i hvert skipti sem ég hnerraði, þá fleygðu þau öllu frá sér, stóðu upp með auðmýktarsvip, kross- lögðu hendurnar á brjóstið og hneigðu sig svo mælandi: „Guð blessi spekinginn hann kennara okkar.” Svaraði ég þeim þá og sagði: „Guð blessi ykkur og okkur öll saman.” Léti nú eitthvert barnið hjá líða að taka undir óskir hinna, þá var ég vanur að refsa því með harðri hendi. Var nú ekki annað að sjá en ástsemd mín og alúð mundi bera hina bestu ávexti. Einu sinni beiddu börnin mig að lofa sér að fara til lystigarðs nokkurs skammt frá borginni, og leyfði ég þeim það. Var mér mikil ánægja að horfa á skemmtun barnanna, og hafði ég vakandi auga á öllum leikjum þeirra, héldum við síðan heim, en á leiðinni gerðust börnin þreytt, og kváðust þau vera dauðþyrst. Sáum við loksins álengdar brunn nokkurn, og varð þá mikill fögnuður, en er við vorum komin að honum, þá batnaði ekki um því hvorki var þar festi né fata til að ná upp vatninu. Ég aumkaði mig því yfir börnin og ásetti mér að hjálpa þeim, hvað sem kostaði, og lét ég þau þvi fá mér lafdregla sína, rakti þá í sundur og knýtti úr þeim festi. En til allrar óhamingju gat ég ekki náð ofan til vatnsins með bandi þessu, og varð ég því að taka til annarra ráða. Ég lét sígast í festinni niður í brunninn, en börnin héldu í; hafði ég með mér dálítinn bikar og fyllti ég hann vatni, hvað eftir annað. Drógu börnin hann upp, og er þau höfðu öll saman slökkt þorsta sinn, þá beiddi ég þau að draga mig aftur upp úr brunnin- um. Þau gerðu svo og kepptust hvert við annað að toga mig upp; var ég nú rétt að segja kominn upp að brunnbarminum. en í því vetfangi vildi svo illa til, að ég fékk hnerra. Krosslögðu þá börnin óðar hendumar á brjósti sér og kölluðu einum munni: „Guð blessi vorn æruverðuga kennara.” En ég var þá ekki svo á vegi staddur, að ég gæti svarað þeim, því ég hrapaði í sama bili niður í brunninn og brotnaði í mér mjaðmarbeinið. Hljóðaði ég þá upp yfir mig af sársauka, en börnin þutu í allar áttir að leita mér hjálpar. Loksins vildi það mér til hamingju, að nokkrir hjartagóðir menn áttu þar leið framhjá og björguðu þeir mér úr bágind- um mínum, settu mig upp á asna og komu mér heim til mín. Kramdist ég þar í langri legu og batnaði mér aldrei svo vel, að ég aftur gæti annast störf mín; varð ég fyrir þá sök að hætta við skólann. Þannig reið hégómagirnin mér að fullu, því hefði ég ekki gengið svo hart eftir hégómlegum kurteisisvana, þá hefði ég vel getað hnerrað mér að skaðlausu, og ekki þurft að hrapa niður í brunninn og verða vanfær alla ævi.” Gjaldkerinn og þjónn hans „Gjaldkeri konungs nokkurs hafði komist inn á gifta konu á laun við mann hennar. Kona þessi átti einnig vingott við þjón hans og vitjaði hann hennar öðru hvoru á laun. Einhverju sinni þegar þjónninn var að gamna sér við hana, þá kom húsbóndi hans til hennar og sá hún þá ekki annað úrræði en að fela þjóninn í kjallararúmi, sem hlemmur var yfir. Grunaði gjaldkerann 6 Vikan 9. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.