Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 51
Draumar
Gamall kærasti,
rifrildi, fjórar
konur og trúboöi
Kceri draumráðandi.
Mig langar að biðja þig að
ráða fyrir mig draum sem mig
dreymdi fyrir nokkru. Ég hef
alltaf getað ráðið mína drauma
sjálf en ekki þennan.
Mér fannst ég hitta góðan
vin (sem var kœrasti minn en
er nú mjög góður vinur minn)
hérna úti á götu. Við skulum
kalla hann A. A býður mér
heim en hann býr uppi I sveit,
svolítið langt frá bœnum. Ég
fer með honum heim. Þegar
við komum þangað finnst mér
bcerinn vera miklu stærri en
hann er og að önnur fjölskylda
búi I hinum endanum á
bcenum. Ég og A förum upp í
eitthvert herbergi (sem átti að
vera herbergið hans). Við
förum bæði saman I bað. Við
þvoum hvort öðru og rifjum
upp gamlar minningar, hlæjum
að mistökum okkar og höfum
gaman af. Allt í einu finnst
mér ég vera alklædd I baðinu
en ekki hann og ég er að furða
mig á þessu á meðan hann
talar og talar og tekur ekki
eftir neinu. Við þurrkum
okkur, setjumst síðan upp í
sófa og höldum áfram
samræðum okkar. Þá er allt í
einu hringt. Mér fmnst bróðir
minn, C, vera staddur þarna. C
svarar í símann. 1 símanum er
mamma A og spyr hvort við
viljum ekki borða. Við
þökkum fyrir og förum öll
niður. Þegar við komum niður
er okkur sagt að fara út að
lceknum og borða þar með allri
fjölskyldunni. Þar er þá
kominn kvenmaður sem ég hef
aldrei séð. Átti hún að vera gift
bróður hans A. Hún fer að
skíta út A og hans fjölskyldu
og égfer eitthvað að skipta
mér af henni því mig langaði
að vita af hverju hún léti
svona. Hún rís þá á lappir og
strunsar að bænum með
hávaða og látum. Ég og A
eltum hana. Hún heldur áfram
að skíta A út og ég er feríega
reið fyrir hans hönd því þetta
er allt lygi sem hún er að bera
upp á hann. Þegar við komum
að húsinu snýr hún sér við og
öskrar á A: „Eg skil ekki af
hverju ég var að giftast honum
bróður þínum. ” Svo strunsar
hún inn en áður en hún
hverfur úr augsýn kalla ég á
eftir henni alveg bálvond: „Því I
andsk . . . varstu að bindast
þessari fjölskyldu. ” A er
hálfmiður sín svo ég segi
honum að fara upp að leggja
sig.
Eg labba inn I eldhús sem
virðist alveg ofsalega stórt. Þá
sitja þar fjórar konur. Þetta
voru mamma mín, mamma A,
systir A og ein kona sem ég
þekki ekki. Ég fer að spyrja
mömmu mína hvort A eigi ein-
hvern bróður og mamma mín
svarar neitandi. Érammi í for-
stofunni eru tvennar dyr sem
liggja út og þær máttu ekki
vera báðar opnar I einu. Allt I
einu eru þær báðar opnaðar og
kemur þá mikill gegnum-
trekkur. Það var miði á báðum
hurðunum og á þeim stóð
„Lokað I hundrað ár”. Þetta
var einhvers konar hjátrú.
Allar konurnar rjúka upp til
þess að loka dyrunum nema ég.
Mamma A segir að ef dyrnar
séu ekki lokaðar gætu komist
rottur inn. Og I því kemur
stærðar hvít rotta labbandi inn.
Kerlingarnar fjórar hlaupa á
eftir henni inn alla forstofuna
og drepa hana. En áður en þær
gátu drepið hana beit hún þœr
systur A og mömmu hans í
hálsinn.
Líðúr nú nokkur tími og það
kemur myndarlegur hávaxinn
karlmaður inn um aðrar dyrnar
og segist vera trúboði kominn
til að frelsa okkur frá hjá-
trúnni. Öllum konunum leist
mjög vel á hann en ekki mér.
Trúboðinn biður okkur að
krjúpa I forstofunni og biðja
með sér. Á meðan ætlaði
hann að labba á milli okkar
taka I höndina á okkur og
biðja okkar. Eg bið mömmu
mína að gera þetta ekki því að
hann sé bara að blekkja okkur.
En mamma biður mig ein-
dregið að gera eins og hann
bað okkur. Virðist trúboðinn
hafa heyrt hvað ég sagði því
hann horfir allan tímann á mig
meðan hann er að vinna verk
sitt. Eg horfi stíft á móti og læt
svo til leiðast og krýp einnig á
gólfnu. Þegar trúboðinn kemur
til mín tekur hann fast I
höndina á mér. En ég er svo
sveitt á höndunum að hún
rennur alltaf úr hendi hans. (Eg
er alltaf sveitt á höndunum.)
Þá fer hann með Ijóð sem ég
heyri ekki alveg og ég bið hann
að endurtaka. En trúboðinn
vill það ekki. Hann er mjög
reiður út í mig en ég glotti
stöðugt að honum. Biður hann
okkur að standa upp og við
gerum það. Konurnar fjórar
fara þá að tala um miðann á
hurðinni og hvað þessi hjátrú
sé vitlaus. Ég grátbið þœr að
rífa hann ekki niður. En
trúboðinn hvetur þær til þess
að gera það og opna dyrnar.
Þær gera það án þess að hlusta
á mig. Og þegar þær opna
ryðjast þúsundir af stórum
rottum inn og ráðast á
konurnar en ekki trúboðann.
Þá hleyp ég upp að herbergi A.
Hann kemur út úr herberginu
og ætlar trúboðinn að ráðast á
hann með allar rotturnar. Ég
tek upp kross og fer með
sœringar. 1 því gufar trúboðinn
upp og allar rotturnar með. Lík
kvennanna fjögurra liggja á
gólfinu. Eg og A stöndum á
gólfnu og hágræt ég Ifanginu
á honum. Við það vakna ég.
9547-3369
Þetta er býsna langur og marg-
slunginn draumur. Virðist helst
nærri lagi að kalla þetta tvo til
þrjá drauma því svo mikið breyt-
ist innihald og tákn. Engu að
síður er réttast að líta á þá í
samhengi því líklegast boða þeir
sömu eða skylda atburði. Þegar
góður vinur þinn leitar til þín í
draumi er það oft fyrir því að
hann þarfnast hjálpar þinnar.
Fleiri tákn í draumnum benda
og til þess að A muni í ein-
hverjum vanda staddur og trúi
þér fyrir málinu. Baðið og sér í
lagi að þér fannst þú vera full-
klædd en hann ekki bendir til
þess að það sé hann sem eigi í
erfiðleikum. A ber til þín mikið
traust og vandkvæði hans
standa í einhverju sambandi við
heimili hans, annaðhvort veik-
indi eða skæðar erjur. Reiða
konan ókunna er fyrir ein-
hverjum erfiðleikum og leiðind-
um, sennilega blandast þú í
málið óafvitandi og óviljandi.
Þar sem þér finnst þú koma
inn í eldhúsið tekur draumurinn
nokkuð aðra stefnu. Hópur
kvenna í draumi var samkvæmt
gamalli trú fyrir illu, svikum og
blekkingum. Hins vegar vilja
menn núna færa þetta tákn til
betri vegar og segja að kvenna-
hópur í draumi boði oft
velgengni í lífinu. Fleiri tákn,
svo sem rotturnar, dyrnar
lokuðu og trúboðinn, vita á
mótlæti í lifinu, einhver von-
brigði í samskiptum við annað
fólk. Stundum finnst þér þú
standa ein á móti öllum. En
dugnaður þinn og staðfesta
hjálpa þér mjög mikið í gegnum
þá erfiðleika sem þú kannt að
mæta. í draumnum felst
viðvörun til þín um að fara
varlega í samskiptum við fólk og
ábending um að treysta umfram
allt á sjálfa þig. Grátur í draumi
er alltaf fyrir gleði þannig að
eflaust færðu farsæl málalok.
Samband þitt við A verður mjög
gott en ekkert bendir til þess að
það verði annað en góð vinátta.
Skop
9,tbl. Vikan 51