Vikan


Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 45

Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 45
Erlent •r- Leikarinn-leikstjórinn góðkunni er lítið fyrir að vekja á sér athygii á almannafæri. Ef einhver þykist bera kennsl á hann á götu þvertekur hann fyrir að heita Woody Allen. Hann er svo óhagganlegur að vesalings spyrj- andinn hunskast burtu með lafandi skottið og telur að sér hafi orðið á aumleg mistök. Woody gengur um göturnar i hermannajakka með húfu sem hann dregur niður I augu. Ástæðan er sú að hann verður ákaflega tauga- óstyrkur ef fólk þekkir hann. innantómum orðaflaumi. 1 stað þess að lifa lífinu reyna stressaðir menntamennirnir sí og æ að skýra og skilgreina sjálfa sig. allt og alla. En Woody Allen veit að bak við grímu orðaflaums og yfirborðslegrar þekkingar leynast mannlegar tilfinningar, ótti og þrá og að stórborgin er ekki hjartalaus. Kvikmyndin Manhattan er óður Woody Allens til heimaborgar sinnar. Falleg myndataka í svart-hvítum litum og tónlist George Gershwins tjáir ást hans á þessari borg. Það sem heillar hann við Það er oft talað um að kímnin i myndum hans sé sérstök gyðingleg New York kímni. En því neitar Woody Allen alfarið. „Kímnin er alþjóðleg, menn geta hlegið að myndum mínum á irlandi, italiu og Grikklandi, og hvar sem er. Dæmigerður New York gyðingahúmor myndi aðeins ná til örfárra." Hann neitar því ekki að gyðinglegt uppeldi hans hafi haft áhrif á verk hans. sérstaklega rabbia-skólinn sem hann sótti. Rabbíarnir voru mjög skemmti- legir og grafalvarlegir í senn. Eins og kunnugt er bjuggu þau saman um tíma Diane Keaton og Woody Allen. Margir álíta að bæði Atmie Hall og Manhattan séu uppgjör hans við ástar- samband þeirra. Víst er að margl í verkum Woody Allens á sér samsvörun i ævi hans en varasamt er að líta á myndirnar sem sjálfsævisögulegar fyrst og fremst. Woody Allen er nálægt fimmtugu, lítill og fremur óásjálegur. Margir, sérstaklega karlmenn hafa átt erfitt með að taka kvenhylli hans trúanlega. Mariel Woody Allen skrifar handrit og leikur jafnan sjálfur í þeim myndum sem hann leikstýrir. Manngerð sú sem hann túlkar er hreint ekki svo ólík honum sjálfum: litli, óöruggi maðurinn sem er fyndinn og tilfinningaríkur en á í erfiðleikum i samskiptum sínum við annað fólk, sérstaklega kvenfólk. Heimur kvikmynda hans er stórborgar- samfélagið þar sem menn týna sjálfum sér í hringiðunni. Menn virðast hafa drekkt hæfileikum sínum til að finna til i stórborgir eins og New York og París er ólgan. fólksmergðin, umferðarþunginn, konur sem særa hann. Þar er alltaf mikið um að vera. nóg af kvikmynda- húsum, leikhúsum, veitingastöðum. stórvefslunum, — allt þetta örvar hann og hvetur. Myndir Woody Allens eru í senn fyndnar og alvarlegar. Hann langar að gera háalvarlegar dramatískar myndir en segist þó aldrei hætta að gera grát- broslegar kvikmyndir. Að sögn kunnugra er Woody Allen mjög þenkjandi kröfuharður maður. Kvikmyndataka undir stjórn hans er ekkert grin. Allir leggja sig fram, leikar- arnir eru áhyggjufullir og enginn skemmtir sér. Diane Keaton er yfirspennt og óróleg, hrædd um að leika ekki nógu vel. Síðan gleymir hún textanum og Woody gleymir textanum og allt fer í vitleysu. Það rikir allsherjar taugaveiklun i búðunum. En árangurinn skilar sér. Hemingway sem lék ungu stúlkuna Tracy í Manhattan segir um hann. „Það var ekkert á milli okkar Woodys, þó svo að margir hafi haldið það. Hins vegar gæti ég vel orðið hrifin af manni eins og honum. Hann er hvorki ungur né myndarlegur. En hann hefur mjög sérstæða töfra sem stafa af því hve hann er feiminn. Mann langar að taka hann i fangiðog vernda hann.” 9. tbl. Vikan 45 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.