Vikan


Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 25

Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 25
I hún heitir Píus páfi yfirgefur Vatíkanið.” Engum virðist finnast neitt athuga- vert við að íslenskir rithöfundar leiti fanga hjá kaþólskum kirkjuhöfðingjum svo Silja bætir við: „Píus er reyndar köttur í sögunni.” Skellihlátur. Listi gengur um stofuna. Á hann eiga ailir viðstaddir að skrifa nöfnin sín. Af og til spyrst Silja fyrir um hann og loks eru allir búnir að skrifa nöfnin sin. Silja tekur listann og skoðar hann vandlega. Hún er að svipast um eftir heppilegu fórnarlambi. Á töfluna hefur hún skrifað fyrstu verkefnin sem unnin verða úr sögunni hans Ólafs Jóhanns. Og ekki veitir af að hugsa enn lengra fram í tímann. Hún ætlar að úthluta verkefnum úr næstu sögu í leiðinni. Enginn áhugi á sjómönnum? „Er einhver sem hefur sérstakan áhuga á sjómönnum?” spyr Silja. Engar undirtektir. „Ég veit ekki hvernig það er i ykkar löndum en á lslandi hafa sjómenn alltaf verið .. . (hún leitar að orði sem er ekki of erfitt fyrir þaul . . huldir rómantískri blæju.” Til öryggis endurtekur hún setninguna með ólikum orðum, þar til hægt er að merkja að allir séu með á nótunum. „Hann var sjómaður dáðadrengur," syngur Silja til áréttingar. Brúnin á mannskapnum léttist enn. Sagan sem er næst á blaði heitir Stella og er eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Silja laumar fróðleik um Ólaf Jóhann og Jakobínu inn í umræðurnar en öll alvarleg umfjöllun um höfunda og bókmennta- sögu bíður betri tíma. Svo skrifar hún verkefnin upp á töflu. „Þetta púlt er ekki ætlaðsvona litlu fólki eins og mér,” skýtur hún inn í í framhjáhlaupi þegar verkefnalistinn er að komast I hvarf við voldugt ræðupúlt. „Hver?" „Karl Eiríkur,” les Silja af listanum, „vilt þú taka fyrsta verkefnið úr Stellu?” Karl Eiríkur (finnskur) er alveg á þvi. „Vill einhver vera með Karli Eiríki í að tala um fólkið I sögunni?” Enginn gefur sig fram. Smáfliss. Kannski eru þau feimin. „Þið eruð alveg orðlaus, aumingjarnir,” segir Silja. Einhverjum list ekki á blikuna þegar í Ijós kemur að verkefnin sem þau hafa verið að taka að sér eiga að vera 15 mínútur í flutningi. Þeim hrýs greinilega hugur við að flytja 15 mínútna bókmenntaumfjöllun á íslensku. „Reynslan er nú sú að þessi verkefni hafa oftast orðið hálftimi þegar á reynir,”segirSilja hughreystandi. „Annars skiptir lengdin engu megin- máli,” bætir hún við. „Það. má þess vegna vera 5 mínútur, þá tala ég bara þeim mun lengur og þið getið sjálfum ykkur um kennt.” Skellihlátur. 18:20 Silja er komin heim. Þar biður hennar gjöf og hamingjuósk meðbókina. Glæsi- lega innpakkað ilmvatnsglas. „Þú mátt geta þrisvar hver hefur sent þetta,” segir Gunnar. Silja er ekki í neinum vafa. Gjöfin er frá Láru Höllu Maack lækni, vinkonu þeirra. 9n>nR ,,Vá fyrlr dyrum” ^UpUO Þau eru búin að borða. Sest inn I stofu. Lála fara vel um sig. Silja er byrjuð að lesa upphátt fyrir fjöl- skylduna. Allir hlusta áhugasamir. Silja er að prufukeyra á fjölskyldunni það sem hún hefur verið að þýða núna síðast og allir gera sínar athugasemdir við málfarið. „Það er mikilvægt að fá gagn- rýni strax þegar maður er að þýða,” segir Silja. „Ekki síst þegar ég er að þýða fyrir útvarp. Það sem lítur ágætlega út á blaði kann að hljóma ankannalega þegar það er lesið upp.” Gunnar hefur sama háttinn á með það sem hann er að skrifa. / 9. tbl. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.