Vikan


Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 42

Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 42
Höfundur: Guðmundur Sv. Hermannsson Hann setti pokann frá sér á jörðina og dró djúpt andann. Sólin skein óhindrað ofan úr bláum himingeimnum og það var örlítil gola, nóg til þess að hitinn var ekki óbærilegur. Það var smárailmur í loftinu sem blandaðist öðru hverju við lyktina af nýslegnu grasi. Þetta var lífið. Hann beygði sig niður að pokanum, renndi niður rennilásnum á litla hliðar- vasanum og tók þaðan út kúlu og tí. Síðan rétti hann úr sér og athugaði aðstæður. Brautin var ekki mjög löng. enda holan par þrjú, en hún var mjó og það varð að gæta þess að kúlan lenti ekki fram af bakkanum sem var hægra megin. Hann vissi ekki hvernig var umhorfs neðan við bakkann. Hann var hérna í heimsókn hjá kunningja sínum sem var nýfluttur i kaupstaðinn og þeir höfðu farið völlinn I fyrsta sinn í gær. Og í dag var kunningi hans að vinna svo hann hafði skroppið einn uppeftir. Þetta var snemma dags og það sást ekki nokkur sála á vellinum. Það er kannski eins gott, hugsaði hann og tók járn nr. 5 uppúr pokanum. Hann var að vísu sæmilegur í golfi en honum var alltaf verr við að einhver væri að horfa á hann. Hann stillti sér upp og tók nokkrar æfingarsveiflur. Golan kom frá vinstri og hann yrði því að reyna að slá kúluna eins innarlega og hann gæti og beina henni þannig uppí vindinn. Hann tók eina heila sveiflu og færði sig síðan að kúlunni. Hann sveiflaði kylfunni upp og aftur niður og ánægður með stefnuna á högginu lyfti hann kylfunni aftur upp og sló. Hann fann bæði og sá, um leið og hann sló, að höggið var misheppnað. Hann hafði hitt kúluna alltof utarlega, eiginlega aðeins með brún kylfuhaussins, og hann horfði á eftir kúlunni þar sem hún sveif uppá móti sólinni til hægri. Hann missti sjónar á henni þegar sólin glampaði skyndilega i gleraugunum hans en hann vissi að hún hafði farið niður fyrir bakkann. Djöfullinn sjálfur, hugsaði hann. Ég hélt að ég hefði verið alveg viss um stefnuna. Ég ætla að vona að andskot- ans kúlan sé ekki týnd. Helvíti að þetta skyldi þurfa að koma fyrir á fyrstu holunni. Ég skil ekkert í þessu hvernig þetta fór svona. Ég verð víst að fara að leita. Hann tautaði við sjálfan sig meðan hann stakk kylfunni í pokann og setti hann uppá öxlina. Hann tók af sér húfuna og þurrkaði með henni svitann sem sólin og áreynslan sáu um að perlaði á enninu. Hann gekk af stað niður að girðingunni sem afmarkaði völlinn og klifraði yfir. Þaðan var stutt að bakk- anum og hann horfði spenntur niður. Honum létti þegar hann sá að fyrir neðan var grasslétta, sæmilega löng áður en fjaran tók við. Kúlan hlaut að vera í grasinu því höggið hafði ekki verið það fast. Hann gekk að bakkanum og 42 Vikati 9- tbl. byrjaði að klöngrast niður. Bakkinn var brattur og hann varð að hlaupa þegar neðar dró. Þungur pokinn togaði í hann og hann var orðinn móður þegar hann var kominn niður á jafnsléttu. Hann settist í brekkurótina smástund og jafnaði sig en stóð síðan upp og byrjaði leitina að kúlunni. Hann var alveg sannfærður um að hún hefði lent þarna nálægt. Hann gekk því fram og til baka meðfram bakkanum og færði sig í átt að sjónum. Hann hafði tekið eftir stórum steini sem stóð þarna aðeins neðar og hann ákvað með sjálfum sér að ef hann fyndi ekki kúluna áður en hann kæmi að steininum myndi hann gefast upp og byrja aftur með aðra kúlu. Þessi steinn var annars undarlegur þar sem hann stóð þarna einn. Það voru engir aðrir steinar nálægt, nema í fjörunni fyrir neðan, og þeir stærstu þar voru eins og möl í samanburði við þennan. Það var líka erfitt að ímynda sér að sjórinn hefði komið þessum steini þangað. Til þess var hann of stór og auk þess var tiltölulega langt niðuraðsjónum. Þegar hann var kominn að steininum fann hann skyndilega til einhverrar vanmáttarkenndar. Allt sem var stórt hafði þessi áhrif á hann en þó fannst honum undarlegt að finna fyrir þessu núna. Steinninn var að visu stór en ekki svo að hann ætti að valda slíku. Hann reyndi að hrista þetta af sér og sá í sama mund kúluna neðan við steininn sjávar- megin. Hann gleymdi samstundis vanliðaninni. Sem betur fór skyggði steinninn ekki á kúluna og ef hann væri heppinn gæti hann kannski slegið hana héðan alveg uppá flöt. Hann gekk að kúlunni og tók af sér pokann. Hann beygði sig niður og ætlaði að taka kylfu úr pokanum en varð skyndilega var við eitthvað á bak við sig. Hann stóð upp, leit við og krossbrá. Á litlum steini, rétt uppvið stóra steininn, sat allsnakin stúlka á móti sólinni. Hún var ung og Ijóshærð, gullfalleg, og horfði á hann undarlegu og hálfóræðu augnaráði. Hún virtist ekkert kippa sér upp við nærveru hans. Þvert á móti. Hann stóð orðlaus og glápti á hana og hún virtist kunna því vel. — Ég hef verið að bíða eftir þér, sagði hún loks. Málrómurinn var þægilegur, svolitið dimmur en skýr. — Nú, sagði hann. — Hva . . . hvers vegna? — Eftir að þessi kúla lenti héma áðan var það nokkuð eðlilegt að þú kæmir á eftir. Hann gat engu svarað en tvisteig vandræðalega fyrir framan hana. Hann var orðinn rjóður útað eyrum og i vand- ræðum sínum sneri hann sér að kúlunni og horfði á hana smástund. Síðan leit hann aftur á stúlkuna, sem brosti ein- hverju fjarlægu brosi. — Fyrirgefðu, sagði hann og ræskti sig. en ég verð vist að slá hana héðan til baka. Er þér ekki sama? Hún sagði ekkert en brosti ekki lengur. Óræði svipurinn var kominn í staðinn. Hann laut niður að pokanum og tók fimmuna upp. Hann var óstyrkur og það munaði engu að hann missti kylfuna úr höndunum á sér. Hann setti sig í stellingar og sneri baki í stúlkuna á meðan. Þetta var fáránlegasta aðstaða sem hann hafði nokkurntímann komist i og hann vissi áður en hann sló að höggið myndi mistakast. Hann lagði heldur ein- hvernveginn ekki í að taka æfingarsveifl- ur eða miða nákvæmlega, heldur sló strax. Kylfan snerti rétt efstu brún kúlunnar og hún valt áfram nokkra sentimetra. Djöfulsins, andskotans vesen. Hann leit útundan sér á stúlkuna en sá ekki hvort henni líkaði betur eða ver. Hann var orðinn skjálfhentur en harkaði af sér og stillti sér aftur upp. Hann yrði að reyna að vanda sig. Það varð þá að hafa það þó henni fyndist hann kjánalegur. Hann miðaði nú kúluna vandlega út og þrátt fyrir að hann reyndi að taka ekki eftir því fann hann stöðugt augnaráð stúlkunnar eins og brenna sig inní bakið á sér. Hann var nú loks tilbúinn og sló og nú hitti hann. Kúlan flaug uppí loftið og hvarf yfir brekkubrúninni. Hann tók aftur ofan húfuna og þurrkaði af sér svitann, sem nú var ekki eingöngu sólinni að kenna. Siðan stakk hann kylfunni aftur i pokann og sveiflaði honum uppá öxlina. Hann sneri sér að stúlkunni, sem teygði sig makindalega móti sólinni, og velti því fyrir sér hvernig hann ætti að kveðja hana. Átti hann að láta nægja að kinka kolli eða ætti hann að segja eitthvað við hana, jafnvel biðjast afsökunar. En hún leysti þetta vandamál fyrir hann. — Ekki fara, sagði hún. — Nú skalt þú setjast hérna hjá mér. Hann starði á hana. Setjast niður hjá henni. Hvernig í ósköpunum stóð á því að hún vildi það. Hann tók ósjálfrátt af sér húfuna og strauk yfir vel klippt hárið en hafðist ekki annað að. — Svona, sestu niður, sagði hún hálf- skipandi. — Ég verð nú eiginlega að halda áfram, muldraði hann. — Ég ætlaði að vera búinn með níu holur fyrir hádegi. Hún sagði ekkert en horfði aðeins á hann. Hann gat ekki neitað því að tilboðið var freistandi. Að lokum stóðst hann ekki mátið, tók af sér pokann og settist við hlið hennar i grasið. — Af hverju ferðu ekki úr jakkanum? Er þérekki heitt? Jú, þegar hann hugsaði úti það var ansi heitt og hann stóð aftur upp og fór úr jakkanum og lagði hann snyrtilega ofan á steininn. Hún leit á jakkann en sagði ekkert. Hann settist aftur og hún lagði samstundis höndina á bringu hans og fór að hneppa skyrtunni frá. Síðan strauk hún hendinni yfir brjóst hans og gældi við hártoppana sem uxu þar á stangli. Hann vissi í fyrstu ekki hvernig hann átti að taka þessu, starði aðeins hálfhissa á hana, en lagði síðan ósjálfrátt höndina á annað brjóst hennar. Þetta var einsog draumur. Hann hafði aldrei lent I öðru eins fyrr. Hann hafði aldrei verið mikill kvenna- maður og hann hafði ekki einu sinni reynt að halda framhjá konunni sinni í þessi 10 ár sem þau höfðu verið gift. Hann ætlaði að færa höndina neðar en þá stöðvaði hún hann og leit í augu hans. Þetta voru undarlegustu augu sem FYRIRSÁT VIÐ FYRSTU BRAUT \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.