Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 63
Pósturinn
er þeim skylt að fasta frá
sólaruppkomu til sólarlags, en
eftir sólarlag halda þeir gjarna
miklar veislur. Múhameðstrúar-
menn hafa annað tímatal en
kristnir. Það telst frá og með 16.
júlí 622 e. Kr. að okkar tímatali.
Samkvæmt því ætti árið 1359
að hefjast nú i sumar. í Nígeriu
eru margir múhameðstrúar-
menn og telja þeir, því árin
samkvæmt þessu.
Hvemlg byrfar
maður með
strók?
Ég vona að þú birtir þetta bréf.
Vandamál mitt er þannig að ég
er skotin í strák. t hvert sinn
sem ég sé hann er ég að deyja
úr ást. En ég get ekki gleymt
honum. Hvernig byrjar maður
með strák?
NN
Já það er stóra spurningin.
Hvernig byrjar maður með
strák? Ætli þessi spurning sé
ekki jafngömul mannkyninu, að
minnsta kosti eldri en Pósturinn.
Það eru ýmsar leiðir til þess og
misfærar. Það fer allt eftir
aðstæðum og þú nefnir ekkert
um það. Pósturinn hefur það
eftir áreiðanlegum heimildum að
þekki stelpa strákinn lítið sem
ekkert verði hún að byrja á því
að kynnast honum, að minnsta
kosti vekja athygli á sér. Hér
þarf kænsku og hugrekki.
Notaðu hvert tækifæri til þess
að komast að pilti og láta hann
taka eftir þér, en gættu þess þó
að vera ekki of uppáþrengjandi.
Þegar athygli stráksins er náð og
ekki síst þegar áhugi hans er
vakinn þá er mikilvægt að draga
svolítið í land og láta á engu
bera um hrifninguna. Hér þarf
þó' sem fyrr að fara varlega,
halda áhuga stráksins og vera
jafnán nálæg án þess að á því
beri. Þegar þessu stigi er náð er
kominn tími til að gera eitthvað
róttækt í málinu. Annaðhvort
hefur þú frumkvæðið og býður
pilti upp á ballinu, býður honum
i partí eða hvað það er nú sem
við á. Einnig er hægt að biða og
sjá hvort strákurinn tekur af
skarið en það er ekki eins öruggt
ráð. Milligöngumenn ýmsir eru
ekki óalgengir í svona tilfellum
og um að gera að nota sér alla þá
hjálparmenn sem fyrir hendi
eru.
Hafðu hugfast að óbrigðul-
asta ráðið til þess að ekkert
gangi er að sitja heima og lesa.
Penna-
vinaklúbbur
Við erum hér tvær stelpur sem
erum í pennavinaklúbbi sem
var stofnaður í Kanada. Þessi
klúbbur hefur meðlimi frá
nokkrum enskumælandi
löndum en fjöldinn fer ört
vaxandi. Þeir sem vilja vera með
í pennavinaklúbbnum FOAN
og eignast pennavini um heim
allan skrifi til annarrar hvorrar
okkar.
Gerður Jóelsdóttir,
Sunnuflöt 30,
210 Garðabæ
eða
Anna Guðmundsdóttir,
Norðurtúni 21,
Álftanesi,
221 Hafnarfirði.
Hitt og þetta
Kæri Póstur.
Ég hef einu sinni skrifað þér áður og þú birtir bréfð,
þúsund þakkir fyrir. Hér koma svo spurningarnar:
1. Ég er alveg í stökustu vandræðum með líkamsvöxtinn.
Guð hefur verið í góðu skapi þegar hann skapaði efri hlut-
ann en því miður gegnir ekki sama máli um neðri hlutann,
það er mjaðmir og læri, þetta tvennt er allt of breitt. Hvað
get ég gert til að mjókka læri og ekki síður mjaðmir, í öllum
bænum ekki biðja mig um að leita læknis. Hann myndi
hlæja og segja að mörg stúlkan vœri ánægð með minn vöxt
og svo framvegis. Þetta er ekki læknismál heldur mitt og ég
spyr: Eru til einhver tæki sem gætu bjargað málunum?
2. Telurðu rangt að unglingar séu saman á föstu?
3. Hvað merkja nöfnin Jörundur og Hreiðar?
4. Hvað lestu svo úr skriftinni, eru margar stafsetning-
arvillur, hvað heldurðu að ég sé gömul og hvernig leggst
árið 1981 í þig?
Kærar þakkir sendi ég þér fyrirfram, Póstur sæll.
Yngismœr í vandræðum.
P.S. Hvað kostarað kaupa Vikuna í eitt ár?
Þetta með lærin og mjaðmirnar er vandamál sem margir
þekkja af eigin raun. Til þess að ráða bót á vandamálinu er
yfirleitt eina ráðið að grenna sig um nokkur kíló. Aukafitan
safnast einmitt oft á þessa staði. En megrunin ein er ekki nóg.
Margar heilsuræktarstofur bjóða upp á æfingar til þess að
grenna einstaka líkamshluta. Líklega hjálpar það þér þó ekki í
sveitinni. Pósturinn hefur stundum rekist á auglýsingar um
alls kyns grenningartæki en hefur ekki tekist að afla áreiðan-
legra heimilda um gagnsemi þeirra. Hins vegar eru
líkamsæfingar örugglega gagnlegar. Til dæmis þessar: Krjúptu
á kné, með bil á milli hnjánna en fætur eiga að snertast. Réttu
handleggina fram, snúðu lófum niður. Dragðu inn andann,
haltu rass- og magavöðvunum inni. Hallaðu þér aftur og haltu
bolnum beinum um leið og þú andar frá þér. Haltu þessari
stöðu. Dragðu inn andann, komdu síðan aftur í byrjunar-
stöðu. Endurtekið 3-10 sinnum. Liggðu á hliðinni, styddu
öðrum armi við höfuð, hafðu hina höndina flata fyrir framan
þig. Dragðu inn andann. Andaðu frá þér, lyftu fótleggjunum
hægt og sperrtu tærnar. Vertu kyrr smástund, dragðu inn
andann og. andaðu frá þér um leið og þú lætur fótleggina
síga. Endurtekið 10 sinnum hvorum megin. Þessar tvær
æfingar eru aðeins dæmi um líkamsæfingar sem hægt er að
stunda heima í stofu. (Þær eru úr bókinni Listin að líta vel út.
Þar eru ýmsar fleiri æfingar sem of langt mál væri að lýsa.) Til
viðbótar má nefna að það mun vera einstaklega grennandi
fyrir mjaðmir og rass að húla með húlahopp-hring.
Pósturinn getur í stuttu máli ekki lagt neinn dóm á það
hvort rétt eða rangt sé fyrir unglinga að vera saman á föstu.
Það fer að sjálfsögðu eftir atvikum og hvað átt er við með því
að „vera saman”. í fljótu bragði getur Pósturinn ekki séð margt
sem mælir á móti því að unglingar séu mikið saman ef þá
langar til þess. Tvennt er það þó aðallega sem hafa ber í huga.
Annað er að frelsið er dýrmætt, ekki síst þegar maður er
ungur og föst sambönd geta bundið unglingana um of. Hins
vegar þurfa unglingarnir að mynda sér skoðun á því hve
„langt” þeir vilja ganga í sambandi við kynlíf. Mikilvægt er að
gera ekkert gegn vilja sínum og að sjálfsögðu að nota getn-
aðarvarnir ef kynmök eru iðkuð.
Mannsnafnið Hreiðar merkir frægur hermaður. Það hefur
tíðkast hér lengi en alltaf verið fremur sjaldgæft. Merking
nafnsins Jörundur er hins vegar vafasöm. Fyrri hluti nafnsins
virðist skyldur orðinu jara sem merkir orrusta.
Pósturinn gerir orðið lítið að því að lesa úr skrift. En bréfið
var ágætlega skrifað og stafsetningarvillur fáar sem engar.
Árið 1981 leggst bara vel í Póstinn.
Þegar þetta er ritað er áskriftarverð 60,00f kr. á mánuði
eða 720,00 kr. á ári. Áskriftarverðið greiðist fyrirfram, gjald-
dagar nóvember, febrúar, maí og ágúst.
9, tbl. Vtkan 63