Vikan - 26.02.1981, Blaðsíða 20
til að tala um
það er merkilegt með
Maríönnu. Oftsinnis dettur
mér í hug að ómögulegt sé að
ræða við hana, fá hana til að
rabba lengi og notalega um
ákveðið efni.
Oft byrja ég á alveg stórfínu
stikkorði og er einmitt í skapi
til að rökræða en áður en ég
veit af, áður en samtalið er yfir-
leitt komið í gang er það búið.
Ég veit ekki hvort Maríanna er
einstök að þessu leyti. Mér
þætti alla vega gaman að heyra
hvort aðrir eiginmenn hafa lent
í svipuðum vanda með sínar
konur.
Ég verð víst að skýra mál
mitt með dæmum svo þið vitið
um hvað ég er að tala.
Eins og i fyrradag til dæmis.
Ég hafði farið á veðreiðar og
þegar ég kom heim og stakk
hausnum í gættina á eldhúsinu
vildi ég gjarna spjalla svolítið
um hvernig hefði verið.
— Ég skal hengja mig upp á
að það voru sviptingar og
óvæntir atburðir í seinasta
hlaupinu, sagði ég. White Star
og Red Nose leiddu í upphafi,
svo lenti White Star í klemmu
seint í beygjunni og var úr leik,
Flamingo Girl komst fram fyrir
og náði forystu. Red Nose var
úr leik, af því hún hélt ekki
réttum gangi, en þá skaust
Flying Boy fram úr öllum og
komst fremstur, en þá gerðist
það . . . Slow Poke, sem var
ekki einu sinni reiknað með,
brunaði fram með Jens
„hressa” eins og við köllum
hann, knapa, það er frábær
strákur, mikil framtíð í
honum .... nú, svo hristir
Slow Poke alla af sér og kemst
við hliðina á Flying Boy,
uppáhaldinu, þú veist, keyrið
aðeins i síðuna og eitt andartak
virðist Flying Boy ætla að hafa
það, en á lokasprettinum . ..
Maríanna hækkaði straum-
inn aðeins undir kartöflunum
og leit upp.
— Hve miklu tapaðir þú?
spurði hún.
Hvað sagði ég ekki? Allt
ónýtt. Hvernig er hægt að
halda áfram löngu og skemmti-
legu samtali eftir að fá svona
kalda vatnsgusu framan i sig?
Tökum annað dæmi. Það er
sunnudagssíðdegi rétt upp úr
kaffi. Maður er rétt að tendra í
góðum vindli og stendur og
horfir út í garðinn.
— En indælt veður, segir
maður svo. — Ég gæti vel
hugsað mér að setjast út í
garðstólinn undir perutrénu og
fá mér smáblund þarna úti. Ef
ég legg teppi í stólinn verður
alls ekkert of kalt þó manni
renni í brjóst. Og maður hefur
gott af fersku lofti. Það er
orðið langt síðan ég hef haft
tíma til að slappa verulega vel
af og njóta . . .
Maríanna leggur dúkinn á
borðið og strýkur úr honum
fimum höndum og segir svo:
ý:.
Sfjörnuspá
llníiurinn 2l.ni;irs 20.;i|»ril
Áhyggjurnar sem hrjá
þig eru því miður ekki
ástæðulausar. Þu ættir
að brjóta odd af oflæti
þínu og biðja um hjálp
við verkefni sem þér
finnst þu valda einn.
Tilfinningamálin verða i
sjálfheldu en óvænl
atvik verða til góðs.
\oi»in 24.\c|}(. 2.Vnki.
Þúr verður legiðá hálsi
fyrir léttlyndi, jafnvel
óheilindi. Eitthvað sem
þú gerir veldur þessu.
Þú átt á hættu að missa
samband við manneskju
sem er þér mjög kær ef
þú athugar þetta mál
ekki vandlega. Beittu
hugmyndafluginu.
\aulirt 21. ipril 2l.mai
Samúð og skilningur á
málurn þinna nánustu
getur haft ntjög góðar
afleiðingar. Þú ættir að
sýna allt hið besta i fari
þinu og gæta hófs í
gagnrýni, jafnvel þótt
hún sé réttmæt. Mjög
erfiðar sveiflur á fólkinu
I kring.
Sporðdrckinn 24.okl. 2.Viió\.
Framtiðaráætlanir gera
þig bjartsýnan. Vikan er
líka heppileg I áætlanir
og skipulag. Þú gætir
komist að góðunt
kjörum ef þú ætlar að
kaupa eitthvað sem
viðkemur ferðum.
Hafðu tímasetningu þó
ekki of fast njörvaða.
T\íhurarnir 22.mai 21.júní
Þetta verður ein af
þessum vikum sent
virðast ekki ætla að
verða neitt neitt en
rætist úr. Þó máltu eiga
von á skyndilegu en
skemmtilegu annríki og
ættir að taka vel eftir.
Eitthvað eða einhver
sem þú sérð skiptir máli.
Hoiiiuai'lurinn 24.nó\. 2l.dcv
Yngri kynslóðin keniur
mjög við sögu um
þessar mundir. Þú þarft
að likindum að sinna
ungviði eða umgangast
einhvern sem. gerir það.
Láttu hlutina ekki vaxa
þér í augum. Vera má
að þú þurfir á hjálp að
halda i óskyldu máli.
kr.-.hhinn 22. júni 2.\. juli
Þú mátt eiga von á að
áætlanir standist ekki
þessa vikuna, jafnvel að
þú verðir leiddur út i
eitthvert ævintýri sem
þér er ekki um gefið.
Þú ættir að vanda vel
val fólksins sem þú
veitir trúnað þinn og
spyrja ef þú ert I vafa.
r~
SlcinjJcilin 22.dcs. 20. jan.
Ástarmálin ættu að
vera I stakasta lagi um
þessar mundir hjá þeim
steingeitum sem er
umhugað um þau.
Gættu þess að láta
afbrýðisemina ekki
hlaupa með þig í gönur.
Staða þín er á mörgum
sviðum mjög sterk núna.
Sallarólegur og i góðu
skapi lendir þú I að fást
við erfiðleika sem þér
virðast I fyrstu
léttvægir. Þú munt sjá
að svo er ekki en mikið
hjálpar að halda góða
skapinu og gera það
besta úr öllu.
\alnshcrinn 2l.jan. IQ.fchr.
Þú mátt etga von á
ýmsu skringilegu á
næstunni. Flest er
frekar til góðs og þú
ættir að búa þig undir
breytingar á högum
þinum þótt ekki verði
þær stórvægilegar.
manneskju sem þú
hafðir talið þér hlið-
holla. Þú ættir að hugsa
þitt ráð og athuga hvort
hefur rétt fyrir sér. Þú
gætir komist að óvæntri
niðurstöðu ef þú gaum-
gæfir málið vel.
Fiskarnir 20.fcbr. 20.mars
Leiði eða kviði er ekki
til neins. Þú ættir að
fara eins oft og þú getur
I margmenni og vera
ekki eins upptekinn af
eigin hugsunum og
áður. Ný kynni eru
sérlega heppileg en
reyndu að vera vand-
látur um val þitt.
Vikan 9. tbl.