Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 10
Þurfa litmyndir að vera með
mörgum litum? Eiga myndir að
vera óhreyfðar? Þessi mynd
uppfyllir hvorugt þetta en eitthvað
er nú við hana samt — ekki satt?
myndbygginguna sem getur gert mynd-
ina enn áhugaverðari ef vel er með farið
en getur líka ofboðið áhorfandanum og
eyðilagt myndina.
ílit
Litimir eru allt í kringum okkur, alls
staðar, og myndasmiðir hljóta að taka
þá eins og þeir koma fyrir. Þeir geta lítið
gert til að breyta þeim, í mesta lagi að
þeir geti vermt þá eða kælt og stjórnað
skærleika þeirra að takmörkuðu leyti.
Aðstaða ljósmyndarans er því ólíkt
þrengri en listmálarans sem getur valið liti
alveg eftir eigin höfði. Ekki er þó þar
með sagt að við séum alveg bjargarlaus.
Til að byrja með þurfum við að læra að
taka litina ekki eins og sjálfsagðan hlut,
við þurfum að hyggja að þeim og reyna
að nálgast þá frá sjónarmiði skapandi
listamanns sem velur og hafnar. Öðru-
vísi getum við ekki notað litina fremur
en gráa, svarta og hvíta tóna til að tjá
tilfinningar okkar.
Litahjólið getur komið að góðum
notum á meðan við erum að átta okkur
á ýmsum eiginleikum litanna. Helmingur
litahjólsins samanstendur af köldum lit-
um en hinn helmingurinn af heitum lit-
um. Allir köldu litirnir innihalda ein-
hvern bláan lit. Litir sem sitja hvor á
móti öðrum á hjólinu eru andstæðulitir.
Þannig eru gulur og blár andstæðulitir
og þar sem þeir koma fyrir saman getur
skapast mikil spenna og niðurstaðan
orðið mjög áhrifarík mynd. Það er rétt
að taka það fram að í litrófinu tölum við
ekki um andstæður i alveg sömu
merkingu og þegar við tölum um and-
stæður í svörtum og hvítum tónum.
Tveir litir, sem báðir geta verið tiltölu-
lega mjúkir og ekki öfgakenndir í
neinum skilningi, teljast andstæður ef
þeir lenda sinn hvorum megin á litahjól-
inu. Litir sem lenda hlið við hlið á lita-
hjólinu eru hins vegar samstæðir. Þeir
fara vel saman á myndum og skapa kyrr-
láta stemmningu, tiltölulega spennu-
lausa.
Það er margviðurkennd staðreynd að
við setjum liti oftast í eitthvert
tilfinningasamband en litatilfinningar
geta raunar verið talsvert ólíkar frá einni
þjóð til annarrar. Fyrir ljósmyndara er
mikils virði að átta sig á slíkum tilfinn-
ingum og taka tillit til þeirra þegar þeir
munda myndavélina til að taka lit-
myndir. Sem betur fer eru margar lita-
tilfinningar okkar I fullu samræmi við
náttúrlegar aðstæður, eins og til dæmis
hvernig við skynjum skæra liti sem
nálæga en daufa liti og einkum bláa liti
sem fjarlasga. Andrúmsloftið dregur sjálf-
krafa úr skærleika lita og fjarlægðin
gerir fjöllin blá. Á hinn bóginn getur
mjög blár litur gert okkur döpur eða við
skynjum kulda. Þegar við sjáum rauðan
lit og rauðan út í gult skynjum við sólar-
yl og hita en við getum líka séð rautt,
skynjað reiði, ótta og hættu.
Margir aðrir litir hafa sínar tilfinn-
ingalegu hliðar. Hvað segið þið til dæmis
um „kúkabrúnt”? Grænt er litur öryggis
og rósemi en grængult setur okkur hins
vegar úr jafnvægi og við skynjum
jafnvel flökurleika.
Ein leið ...
En hvernig förum við að því að
stjórna litasamsetningunni í myndum
okkar þegar litirnir eru gefnir en ekki
hugarfóstur listmálara? Ein leið er að
nota filtra. Hugsum okkur til dæmis að
við séum að taka myndir í blámóðu þar
sem allir litir eru daufir og í kaldara lagi.
Til að verma litina getum við notað
filtra á borð við skylight og 81A og aðra
filtra af sömu tegund (sjá ljósmynda-
skóla XII). Á hinn bóginn getum við
aukið enn á kuldalegt yfirbragðið með
82A. Sé það aðeins himinninn sem
veldur okkur áhyggjum, er einhvern
veginn öðruvísi en við viljum hafa hann,
getum við nota hálffiltra (graduated
filters) og „kælt” þá eða „vermt” að vild.
Þar sem okkur virðast litir of daufir
eða of skærir getum við brugðist við
með því að undir- eða yfirlýsa svolítið.
Alla liti er hægt að „ýkja” með svolítilli
undirlýsingu (t.d. hálfu ljósopi minna en
rétt Ijósmæling segir til um á litskyggnu-
filmu en hálfu ljósopi meira á negatíva
filmu). Til að deyfa liti er einfaldlega
farið þveröfugt að en með þessu móti
getum við ráðið talsverðu um stemmn-
ingu myndanna. Daufir litir gefa mynd-
um yfirleitt kyrrlátt og dreymandi yfir-
bragð en skærari litir skapa spennu og
virka æsandi.
Helsta vandamál litmyndatökunnar
er ofgnótt lita en við getum að sjálf-
sögðu ekki þurrkað út þá liti sem við
kærum okkur ekki um ef þeir á annað
borð lenda innan myndsviðsins og við
getum ekki breytt þeim á neinn hátt án
þess að breyta öllum öðrum litum í
leiðinni. Litir eru þó mjög mismunandi
áberandi á myndum en sterkastir eru
rauðir, gulir og rauðgulir sem draga
ávallt að sér athyglina, í hvaða umhverfi
sem þeir annars kunna að vera. Það er
því mjög auðvelt að ofhlaða myndir af
jxssum litum en afleiðingin af því
verður sú að áhorfandanum ofbýður og
hann lítur undan. Þegar þessir litir eru
annars vegar er hófsemi hin gullna
regla.
bókí blaðformi
fæstá næsta
blaðsölustað
Geríst áskrífendur í síma 27022
lO Vikan 47. tbl.