Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 47
Smásaga
og það gekk eins og ekkert. Lék sama
leikinn og áður og var kominn út með
fullan toll eftir fimm mínútur. Síðan hef
ég gert þetta tvisvar til þrisvar í mánuði
og alltaf átt nóg af bjór og brennivíni.
Það eina sem ég þarf að gæta að er að
liturinn á brottfararspjaldinu sé réttur í
hvert skipti.”
Bjössi var farinn að drafa ansi mikið á
síðustu setningunum og um leið og
sagan var búin var hann sofnaður í sóf-
anum. Ég lagði hann til, breiddi yfir
hann teppi og hringdi síðan á leigubíl.
Það liðu nokkrir mánuðir og ég satt
að segja gleymdi frægðarsögum Bjössa.
Það var nóg um að hugsa í dagsins önn
því nú heimtaði konan að við værum til
Flórida í sumarfríinu. Ég samþykkti það
loksins og draumurinn um einbýlishúsið
í Mosfellssveitinni var saltaður eitt árið
enn.
Þegar hinn langþráði dagur, að lagt
skyldi i hann, rann loksins upp bauðst
Svenni mágur til að keyra okkur suður á
völl. Svenni karlinn er ágætur, þótt
hann sé dálítið blautur, og alltaf til í að
gera öllum greiða. Ég fékk mér smáfor-
skot á frihafnarbarinn inni á klósetti
heima, áður en við lögðum í hann, þvi ég
er nefnilega svo skratti flughræddur að
ég verð helst að vera dálítið í því þegar
ég stíg um borð í flugvél. Það sem kom
síðan fyrir hefur líklega verið þvi að
kenna og svo þvi að þegar við komum
suðureftir þá sagði Svenni: „Þú manst
svo að koma i heimsókn með tollinn
þegar þið komið til baka.”
Það var sem sagt þá sem þessari
hugmynd laust niður í huga mér og án
þess að hugsa mig um tvisvar ákvað ég
að reyna.
Þegar við kvöddum Svenna eftir að
hafa tékkað inn, hvíslaði ég að honum,
án þess að Ragga heyrði, að biða eftir
mér fyrir utan í tuttugu minútur. Svenni
varð auðvitað undrandi en þar sem hann
er ekki vanur að skipta sér af því sem
honum kemur ekki við féllst hann á
þetta orðalaust.
Við fórum í gegnum vegabréfa-
skoðunina og auðvitað fóru Ragga og
krakkarnir beint inn í fríhöfn til að
kaupa gottirí, eins og það sé ekki til nóg
af þvi á Flórída. Ég hins vegar fór að
'athuga aðra hluti. Einmitt þegar ég
kom fram i biðsalinn var farþegahópur
að koma inn og án þess að hugsa mig um
tvisvar brá ég mér fram fyrir grindurnar
og blandaðist hópnum sem var á leiðinni
inn i landið. Ég fór inn í fríhöfnina og
keypti vodka, bjór og sígarettur, fékk
siðan stimpil í passann athugasemda-
laust. Þegar ég kom í tollskoðunina
sagði ég að konan kæmi með farangur-
inn á eftir en ég væri bara að fara að ná í
bílinn og slapp með það í gegn.
Svenni var fyrir utan og ég gaf honum
tollinn án nokkurra skýringa, kvaddi og
hljóp aftur inn i brottfararsalinn. Það
var heilmikil umferð í gegnum vega-
bréfaskoðunina svo ég reiknaði með að
framhaldið gengi eins og i sögu. Það
gerði það líka þangað til tollvörðurinn
hafði mundað stimpilinn til að stimpla í
vegabréfið, eftir að ég hafði sýnt honum
brottfararspjaldið mitt í annað skipti á
tuttugu mínútum. Þá uppgötvaði ég
hver var munurinn á aðstöðu okkar
Bjössa. Hans passi var auðvitað fullur af
alls konar stimplum og eins líklegt að
hann ætti jafnvel tvo, en minn var alveg
nýr því ég hef ekki farið út fyrir land-
steinana síðan ég fór í sölutúr með
togara þegar ég var sautján ára. Fyrir
utan skrautlega stimpilinn frá banda-
ríska sendiráðinu voru aðeins tveir aðrir
stimplar i því, hlið við hlið, „brottför” og
„koma”, og dagsetningin á báðum
dagurinn í dag.
„Þú hefur bara gert víðreist i
morgun,” sagði tollvörðurinn og lét
stimpilinn siga.
Málið var sett í rannsókn og passinn
tekinn í geymslu á meðan. Ég fékk að
láta kalla Röggu upp, til að segja henni
hvernig komið væri, og hún trylltist
auðvitað alveg. Hún ætlaði sko til
Flórída með krakkana. Ég gæti þá bara
komið seinna eða það sem best væri,
setið heima, og svo fór hún.
Og núna, tveimur dögum síðar, er ég
ennþá hérna heima og lögfræðingurinn
minn er að reyna að leysa út vegabréfið
mitt svo ég geti gert aðra tilraun til að
komast til Ameríku. Ég er ekki viss um
aðég óski þess að honum takist það.k V
ÚRVAL
BÓK í BLAÐFORMI
bílskúrshurðir.
SÍÐUMÚLA 32 - SÍMI86544
inni
Árs ábyrgð
Fullkomin
viðgerða-
og varahluta-
þjónusta
opnari fyrir !
stað þcss að
styður þú á
ýjum bílnum,
Sn opnast sjálfkrafa og
kvcikir Ijós. Þú ekur inn, styður
á hnappinn og hurðin lokast.
í tækinu cr sérstakur rafeinda-
minnislykill þannig að ekkert
annað tæki getur opnað þinn
skúr — eða þína vörugeymslu.
Kynnist þessari tækni, sláið á
þráðinn — við erum í síma
86544.
# hemv
heitir
Fyrir fjölskylduna
fyrirtæki
bflageymslur
FRAU.S.A.
FYRIRLIGGJANDI: Bílskúrshurðarjárn. Einangraðar a
47- tbl. Vlkan 47