Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 11
Ljósmyndaskóli Vikunnar
Þríhyrningarnir og handabandið i
þessari mynd gera betur en að
vega upp myrkrið og andstæðurnar
svo yfirbragðið verður friðsamlegt
og vinsamlegt.
Heitu litirnir, frá rauðu yfir í gult,
koma langbest út þar sem þeir eru einir
sér í nær einlitu myndsviði, til dæmis
gagnvart grænu landslagi eða gráu og
svörtu borgarlandslagi. Litirnir virðast
þá jafnvel enn skærari en ella en falla
samtímis ótrúlega vel inn í umhverfi sitt.
Almennt má segja að bjartir litir fari
best á dökkum grunni og öfugt. Hér
gildir einnig, eins og í svarthvítum
tónum, að slíkar andstæður „ýkja” hvor
aðra og eins hitt að sterkir litir á ljósum
grunni virðast minni en þeir í rauninni
eru en daufir litir á dökkum grunni
virðast stærri en þeir eru í raun og veru,
Þetta snýst þó alveg við þegar daufir og
sterkir litir eru hlið við hlið og þekja
álíka stóra fleti. Sterkari liturinn yfir-
' bugar þá hinn veikari og ryður honum
aftur fyrir sig.
Eins og af ofangreindu má sjá geta
litir verið máttug tól við túlkun tilfinn-
inga og með því að nota þá meðvitað í
myndbyggingu getum við spilað á
tilfinningar myndskoðarans og kallað
fram þær stemmningar í myndum okkar
sem hæfa best hverju myndefni.
önnur tækni
Með vali á myndhomi og sjónarhorni
getum við stjórnað talsvert litasam-
setningunni í myndum okkar og reynt
að færa hana í það horf sem best undir-
strikar þá stemmningu og þær tilfinn-
ingar sem við viljum láta hverja mynd
bera með sér. Með stjórn á skerpusviði
getum við ráðið miklu um hreinleika og
skærleika litanna. Þegar skerpusvið er
mikið verða litir hvað hreinastir og
skærastir en séu þeir úr fókus dofna þeir
og blandast meira. Með því að taka
myndir á tíma getum við gert hluti á
hreyfingu óskýra og hálfgagnsæja og
blandað liti þeirra með bakgrunnslitum.
Möguleikarnir eru raunar óteljandi ef
hugmyndaríkur listamaður er á bak við
myndavélina.
Venjulegar Ijósmyndir hafa í rauninni
aðeins tvær víddir þótt okkur takist
stundum að skapa ígildi þriðju víddar-
innar með ákveðinni fjarvíddarblekk-
ingu. Þegar allt kemur til alls er sérhver
mynd þó fyrst og fremst ákveðið
munstur og þegar okkur tekst að vekja
ákveðnar tilfinningar hjá fólki með
þessu munstri hefur okkur tekist að búa
til góða mynd. Til þess að það geti orðið
þarf nánast hver flétta í munstrinu að
hafa ákveðinn tilgang, segja eitthvað og
stýra auganu. Munstrið þarf að vera
nógu sterkt til að stýra auganu rétta leið
um völundarhús myndmálsins svo
myndin miðli áhorfandanum þvi sem
henni var ætlað að miðla honum.
Sérhvert munstur, sérhver mynd,
felur í sér fjölda lína, raunverulegra og
ímyndaðra. Raðir húsa eða ljósastaura,
vegir og árfarvegir eru dæmi um raun-
verulegar línur. Stefna og augnaráð eru
dæmi um ímyndaðar línur. Bæði raun-
verulegar og ímyndaðar línur leiða
augað við myndskoðun. Augað rennir
sér til dæmis eftir húsaröð sem er áber-
andi í mynd en síðan áfram í sömu
stefnu þar sem húsaröðin endar uns önnur
lína, sem sker hana, grlpur augað. Þar
sem fólk er með á myndum og horfir
eitthvað annað en í auga myndavélar-
innar verður augnaráð þess eins og
punktalína sem áhorfandinn fylgir
ósjálfrátt.
Við getum því augljóslega notað raun-
verulegar og imyndaðar línur til að stýra
augum áhorfandans um myndmálið en
þær hafa einnig víðtækara gildi,
tilfinningalegt gildi. Við skynjum til
dæmis frið og ákveðið jafnvægi þegar
við sjáum láréttar línur, kannski vegna
þess að við leggjumst einmitt út af til að
hvíla okkur. Lóðréttar línur gefa okkur
hins vegar hugboð um eitthvað hátíðlegt
og tignarlegt og kannski jafnframt ein-
hverja spennu (upp í hugann kemur
hermaður I réttstöðu). Taki hermaður-
inn nú upp á því að hlaupa sveigir hann
likamann fram á við en í skálínum
sjáum við iðulega hreyfingu. Þar sem
margar skálínur, lóðréttar og láréttar
línur skera hver aðra skynjum við átök,
mikla spennu og umbrot.
Ess og þríhyrningar
Lóðréttar línur sem sveigja af ofan til
vekja með okkur tilfinningu um mjúka
hreyfingu eins og í ballett. Ef um fulla
U-sveigju er að ræða eða S-sveigju
vaknar aftur tilfinningin um frið og ró
og sömu áhrif hafa hringir og spor-
baugar, kannski þó öllu hátíðlegri.
Rétthyrningurinn er hátíðlegur,
hermannlegur reistur upp á endann en
heimspekilegur þegar hann liggur á hlið.
Þríhyrningur í myndum miðlar
tilfinningu um frið og jafnvægi en sé
hann látinn standa á einu horni vekur
hann óróa þvi við búumst viö að hann
falli. Ef hann virðist halla aftur á bak
veitir hann hugboð um víðáttu og fjar-
vídd.
Afstaða hvers forms innan mynd-
heildarinnar skiptir einnig miklu máli.
Sé það í miðjunni jaðrar formfestan og
jafnvægið við að verða leiðinlega hátíð-
legt. Eftir því sem það fæfist fjær miðj-
unni, lengra til hliðanna, vex spennan
og tilfinningin um hreyfingu. Þegar
komið er mjög nálægt jaðri myndar-
innar verður spennan jafnvel of mikil
eins og formið sé um það bil að rekast á
myndvegginn. Þessi áhrif verða enn
magnaðri þegar komið er út í mynd-
hornin og fer sjaldnast vel á því að
staðsetja mikilvæg form í hornunum.
Efsti hluti hverrar myndar er áhrifa-
mestur og myndbygging, formstærð, lit-
ir og tónar þar ráða oftast úrslitum um
stemmningu og áhrif hverrar myndar.
Þetta verður auðskiljanlegt ef við hugs-
um okkur áhrif þess að hafa hangandi
yfir höfðum okkar einhvern stóran,
dökkan og torkennilegan hlut. Slíka
tilfinningu er auðvelt að skapa í
myndum með þvi að dekkja ský með
hálffiltrum.
Þannig getum við raunar haldið enda-
laust áfram en mál er að linni. Mestu
varðar að gera sér grein fyrir þeim
ótæmandi möguleikum sem við höfum
til að ráða útkomu mynda okkar. Með
því að hagnýta okkur náttúrulögmálin,
sálfræði lita og lína og lögmál sjónar og
skynjunar getum við haft tilætluð
tilfinningaleg áhrif á fólk með myndum
okkar ekki síður en ljóðskáld með
ljóðum sínum og rithöfundar með skáld-
verkum sínum. Og nú, þegar þið hafið
lokið þessum lestri, getið þið kannski
lært mest af því að skoða Ijósmyndir
eftir góða ljósmyndara, innlenda og
erlenda, og reyna að átta ykkur á því
hvernig þeir beita áðurnefndum
lögmálum til þess að láta myndir i h
sínar tala fyrir sig. Li
47. tbl. Vikan XI