Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 6
Sara og Charles
laðast hvort að
öðru og brjóta
með því öll siða
lögmál sam-
félagsins.
Árið 1981 — leikararnir Anna og Mike (Meryl Streop og Joremy Irons) lenda í
dálitlu ástarœvintýri á meðan á kvikmyndun stendur. Ekkert alvarlegt og að
kvikmyndun lokinni fara þau hvort sína leið.
málum blandin. En hvers vegna skrökv-
aði hun?
Eftir mikla baráttu við sjálfan sig
ákveður Charles að slíta trúlofuninni við
Ernestínu og biðja Söru. En þá er hún
horfin og enginn veit hvert hún hefur
farið. Hann leitar hennar alls staðar án
árangurs. Að lokum fer hann úr landi en
aldrei getur hann gleymt henni.
Eftir tveggja ára útivist fær hann
upplýsingar um hvar hana sé að finna.
Hann fer í snatri til Englands og finnur
hana og ...
Tvenns konar endalok
Höfundur gefur lesendum kost á
tvenns konar endalokum á sögunni.
Annars vegar er góður endir, þar sem
Charles og Sara ná saman á ný, en hins
vegar endir þar sem Sara vill ekki eða
getur ekki tekið honum og þau skilja. Til
þess að skapa hliðstæðu í kvikmyndinni
er saga Charles og Söru látin enda „vel”,
en hins vegar skilja leikararnir Anna og
Mike á fremur kuldalegan hátt að
lokinni myndatöku. Mike er hrifinn af
Önnu en hún vill ekkert með hann hafa.
Hann á undir lokin erfitt með að gera
greinarmun á sjálfum sér og persónunni
Charles sem hann er að leika. í lokasen-
unni sést hvar hún er að horfa á sjálfa
sig i speglum Söru, en hún er aðeins að
skoða sig og laga sig til, Sara er gleymd.
Mike kemur inn í herbergið þegar hún er
farin og hann heyrir hljóðið í bílnum
hennar fyrir utan. Hann kallar til
hennar „Sara” en það er orðið of seint.
Sara er ekki lengur til.
Meðan á upptöku stóð hafði Mike
orðið ástfanginn af Önnu en hún aðeins
litið á hann sem teppi til að hlýja sér i
rúminu. Mike lifir sig inn í hlutverkið,
Anna er köld og fagleg. t lok myndar-
innar er Mike ekki viss hvort hann
elskar Önnu eða Söru. Hann er sjálfur
ekki svo ólíkur persónunni sem hann er
að leika, sambland drengs og manns, ást-
fanginn af hinni óútreiknanlegu (að þvi
honum finnst) nútímakonu, sem hann
getur ekki skilið og ekki náð til.
Jákvæð gagnrýni
Kvikmyndin hefur yfirleitt fengið
mjög góða dóma gagnrýnenda og
almennings. Sumir hafa samt fundið
henni margt til foráttu og þá helst í
samanburði við bókina. Allir eru hins
vegar sammála um að Meryl Streep sé
ákaflega mögnuð í hlutverki Söru/Önnu.
Enginn hefði getað þetta nema hún.
Sara á ekki að vera neitt sérlega fögur
heldur ómótstæðilega aðlaðandi í
bókstaflegri merkingu. Aðeins miklir
leikhæfileikar duga til þess að túlka
þessa undarlegu konu og flóknar tilfinn-
ingar hennar. Meryl Streep er sjálf all-
ánægð með frammistöðu sína en segir
samt sem svo: „Þegar ég horfði á mynd-
Augnaráð hinnar undarlogu Söru var í
senn seiðmagnað og nístandi. Þar var
enga uppgerð og ekkert brjálæði að sjá,
aðeins óendanlega sorg. Meryl Streep er
sögð eiga miklar líkur á óskarsverðlaun-
um fyrir leik sinn í þessari mynd.
Harold Pinter
er
höfundur
handrits.
Höfundur
bókarinnar
John Fowles.
ina gat ég ekki annað en óskað þess að
ég væri fallegri. Það koma þeir tímar að
maður verður að hafa fegurð til að bera,
sérstaklega I kvikmyndum. I bókmennt-
um frá Viktoríutímanum voru ástríður
bannfærðar tilfinningar og alltaf
táknaðar með myrkri. Ég er svo ljós að
með svart hár lít ég út eins og gömul
norn svo ég ákvað að hafa brúnt hár í
staðinn. Ég óskaði þess innilega að ég
væri leikkona sem gæti bara hafa staðið
þarna og sagt allt."
En útlit Streep getur komið vel heim
og saman við þá mynd sem lesendur
hafa gert sér af henni. Hún lagði sig
einnig fram um að fylgja bókinni og
getur með stolti tekið undir orð Söru:
„Já. ég er einstök manneskja.”
Jeremy Irons er lítt þekktur breskur
leikari. Hann kemur hlutverki sínu
ágætlega til skila. Hann er myndarlegur
og hefur að vissu marki til að bera valds-
mannslegt yfirbragð aðalkarlleikarans,
en er jafnframt drengjalegur og óörugg-
ur. Vonlaus ást þroskar Charles og
herðir og Irons er sannfærandi á öllum
sviðum.
Tíð skipti milli sögu þeirra Charles og
Söru annars vegar og kvikmyndunar-
innar hins vegar kunna að virðast trufl-
andi á stundum. En á sama hátt og
bókin fjallar jafnframt um eðli skáld-
sögunnar veitir myndin innsýn í eðli
kvikmyndarinnar eða öllu heldur
leiklistarinnar. Leikur er ekki bara eftir-
herma heldur list sem krefst tækni og
tilfinninga. 1 ■
6 Vikati 47. tbl.