Vikan


Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 50

Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 50
Eldhús Vikunnar Eggaldinmauk Þennan forrétt snæða menn oft á Balkanskaganum. Fyrir fjóra: 1 kg eggaldin 2 msk. ferskur sítrónusafi 2 msk. ólífuolía 1/2 bikar jógúrt 1 hvítlaukslauf, salt, nýmalaður svartur pipar 1 msk. smásöxuð steinselja eða dill græn fersk paprika skorin í hringi Tilreiðsla: Fjarlægið stilkafgang og annað slíkt af eggaldinunum. Stingið göt í þau með gaffli á alla kanta og haldið þeim svo með gaffli yfir viðarkolagrilli þar til hýðið er brunniðog ávöxturinn mjúkur. Þeir sem ekki geta komið viðarkolagrilli við setja eggaldinin í 175 gráða heitan bökunarofn í 40-50 mínútur. Látið þau síðan kólna eitthvað og skrælið. Búið til mauk úr eggaldin- unum í hrærivél eða pressu. Hrærið saman við sítrónusafa, olíu, jógúrt, pressaðan hvítlauk, salt og pipar þar til allt er orðið kremkennt. Bragð- bætið eftir smekk. Setjið allt í skál, lok á og inn í kæli. Stráið steinselju eða dilli yfir og skreytið með paprikuhringjum rétt fyrir fram- reiðslu. )ón fisgcir tók saman 50 Vikan 47. tbl. Köld berjasúpa Þessa rússnesku súpu má bera fram sem forrétt eða eftirrétt, fjölhæfir þessir Rússar. Fyrir fjóra: 250 g hreinsuð jarðar- eða hindber 50-75 g sykur 1/2 bikar jógúrt 1/4 I ísvatn 6 msk. þurrt rauðvín Tilreiðsla: Leggið fjögur stór ber til hliðar til að skreyta með. Þrýstið hinum berjunum gegnum sigti og hrærið saman við sykur og jógúrt. Bætið smám saman út í vatni og víni. Bragðbætið ef þarf. Skiptið í fjórar litlar súpuskálar, lokið þeim og geymið í kæli. Skreytið hverja skál með beri og beriðfram. Köld jógúrt- og gúrkusúpa Þetta er þersnesk útgáfa sumarsúpu sem snædd er vítt og breitt um Asíu. Fyrir 4-5 manns: 50 g rúsínur eða kúrennur 2 bikarar af jógúrt(án' ávaxta) 6 msk. rjómi 1/8 I ískalt vatn 1 smásaxað, harðsoðið egg eða 30 grömm af smásöxuðum valhnetum 1 meðalstór agúrka (flysjuð, kjarn- inn f jarlægður og skorin í teninga) 4 litlir laukar, smásaxaðir salt nýmalaður hvítur pipar 6 ísmolar 2 msk. fínmalaðdill Tilreiðsla: Látið rúsínur eða kúrennur standa í fimm mínútur í köldu vatni. Setjið jógúrtina í stóra skál, bætið út í rjóma og ísvatni og hrærið vel saman. Látið vatnið renna af rúsín- unum og blandið þeim ásamt eggi (eða valhnetum), agúrku, lauk, salti og pipar út í jógúrtina. Blandið ísvatni saman við. Leggið lok yfir skálina og látið hana standa tvær til þrjár klukkustundir í kæli. Bragðið á súpunni áður en hún er borin fram og bragðbætið ef þarf. Berið fram í súpuskálum sem dilli hefur verið stráð í. Tsatsiki Austurlandabúar geta svo sannar- lega verið stoltir af þessu þekkta sumarsalati sem til er í fjölmörgum útgáfum. Fyrir fjóra: 2 bikarar jógúrt .1 hvítlaukslauf, salt 2 msk. smásöxuð, fersk minta eða 1 msk. þurrkuð minta nýmalaður hvítur pipar 2 meðalstórar agúrkur (flysjaðar, án kjarna og teningsskornar) mintugreinar til skreytingar Tilreiðsla: Setjið jógúrtina í skál. Lagið jafning úr hvítlauk og salti, blandið nokkrum matskeiðum af jógúrt út í, hrærið saman og setjið loks allt út í skálina með jógúrtinni. Bætið mintu, salti og pipar saman við og hrærið vel í. Setjið gúrku- teningana út í, hrærið saman og bragðbætið. Hellið öllu í skálina sem bera skal á borð, lokið henni og setjið í kæli. Stráið mintugreinum yfir þegar bera skal á borð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.