Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 18
TextiiAnna Ljósm.: Ragnar Th.
Viðtal Vikunnar
„Sœki meira til anarkistanna!"
„Smátt er fagurt'7
Vikuviðtal við Vilmund Gylfason,
sem segir að jafnaðarmenn hafi mikið til anarkista að sækja
Það er mikið verið að gera í húsinu hans Vilmundar. Hurð af
hjörum, nýr furupanell virðist vera að ná yfirhöndinni í
eldhúsinu, hringstigi upp á ioft, meiri fura, samt allt of
mikið af notalegri óreiðu til að minna á kuldalegan stíl furu-
væddra húsa í Norðurlandablöðunum, sem eru biblía margra
jafnaídra Vilmundar í innanhússmálum.
í skál á lágu borði liggur bók: Velferðarríki á villigötum, eftir
Jónas Haralz.
Hvernig leggst veturinn í Vilmund?
„Ágætlega." Ekki meir um það. 7 ára dóttir Vilmundar,
Guðrún, kemur hlaupandi upp stigann og er horfin að
vörmu spori aftur. Mikið að gera hjá stelpu á þessum aldri.
Úti sefur sonurinn sem fæddist í ágúst. „Nýr Vimmi?"
Vilmundur hlær. Þvertekur ekki fyrir það. Seinna, þegar sá
litli er kominn upp og fær pelann sinn, kemur til tals að fá
mynd af þeim feðgunum saman. „Hans frelsi er að vera
ekki tekinn og myndaður þegar hann getur ekki sagt neitt
um það sjáifur. Ég kann svo lítið á hann. Það ríkir stjórn-
leysi hér innan dyra líka." Menn skyldu ekki halda að
Vilmundur noti orðið stjórnleysi í þeirri neikvæðu merkingu
sem þekktust er. Frelsi væri nær lagi að kalla sumt af því
sem hann tengir anarkí — stjórnleysi. Og í pólitík vill hann
frekar tala um valddreifingu en stjórnleysisstefnu. En hér
er stefnt að viðtali og því ber stjórnleysið aftur á góma.
„Vikan, já. Ég var einu sinni á
Vikunni hálft sumar. Mamma vann þar
þegar Sigurður Benediktsson var með
hana. Heita þeir Knold og Tot ennþá
Binni og Pinni?”
Það var móðir Vilmundar, Guðrún
Vilmundardóttir, sem skírði þá kappa.
Auðvitað er alltaf álitamál hvenær
viðtal byrjar. Það hefði alveg eins getað
byrjaö á þessum stað. Og leiðir hugann
að því að Vilmundur hefur starfað við
ýmsa fjölmiðla. Sextán ára var hann
blaðamaður á Fálkanum, hann hefur
unnið að þáttagerð bæði í útvarpi og
sjónvarpi og seinasti kaflinn i blaða-
mennsku Vilmundar er mörgum enn í
fersku minni.
Ragnar Th. ljósmyndari kemur
tækjum sínum fyrir. „Segðu mér,
Ragnar, á hvaða blaði ertu ekki?” segir
Vilmundur við hann. „Ekki Alþýðu-
blaðinu,” svarar Raggi. „Eins og ég,”
segir Vilmundur hugsandi og brosir.
Hann var þar sex sumur.
„Fólk gerir stundum skrítnar
kröfur til stjórnmálamanna"
Það er spennandi að reyna að grufla í
því hvers vegna Vilmundur er jafn-
umtalaður stjórnmálamaður og raun ber
vitni. Auðvitað tekur hann stórt upp í
sig — en það gera fleiri. Hann varð
þekktur sem ágengur spyrill í sjónvarpi
fyrir nokkrum árum — en það urðu
fleiri.
Hann yfirgaf blað eftir erfiðar deilur
— en það hafa fleiri gert. Hann á til
stjórnmálamanna að telja. „Ég held að
það fæli frá.” Sumir segja að hann sé
bara hávaðamaður og hafi engar
skoðanir. Aðrir að hann hafi allt of stífar
skoðanir og geti ekkert látið undan.
„Fólk gerir stundum mjög skritnar
kröfur til stjórnmálamanna og segir:
„Hann er maður sem stendur fast á
skoðunum sínum,” og það er jákvætt, en
svo segir það: „Hann er maður sem rekst
illa í flokki eða lætur ekki vel að vinna
með öðrum og það er neikvætt.” Það
gerir sér ekki grein fyrir að það er að
tala um sama hlutinn.
Svo er verið að tala um mála-
miðlunarmenn annars vegar og hins
vegar menn sem ganga á bak orða sinna.
Þetta er líka það sama.”
Vilmundur telur sig til fyrri hópsins
og það ekki að ástæðulausu.
„Ég hef bara ekki geð I mér til að
ganga flokksapparatinu á hönd. Ég hef
beðið einn stóran ósigur i pólitik, það
var við stjórnarmyndunina 1978.
Kosningarnar höfðu verið óvenju
málefnalegar en stjórnarmyndunin var
ferleg svik við kjósendur. Þá hrundi
spilaborgin. Mín lífsskoðun er sú að ekki
eigi að fara í stjórn ef það er prinsipplaus
stjórn. Ég dreg enga dul á það að mér
blöskraði hvað sumir af okkar flokks-
mönnum reyndust þá vera botnlaust
prinsipplausir! Málamiðlun getur heppn-
ast vel. Gott dæmi er viðreisnarstjórnin,
þar sem tveir mjög ólíkir flokkar komust
að málamiðlun. Fínt stjórnarmynstur,
stílhreint prógram! En oftast er mála-
miðlun ekkert nema svik og
málamiðlunarmaður er maður sem
gengur á bak orða sinna.”
Vilmundur nefnir margt sem skýrt
getur þessa stjórnarmyndun, fleira en að
honum virðist sumir stjórnmálamenn
laðast að valdinu. Eitt er þáttur fjöl-
miðla. „Fólkið heimtaði stjórn og blöðin
kyntu undir þessari kröfu. Dagblaðið
hefur gert margt gott en sumarið 78 dró
það upp mynd af þvi „hvers konar
aumingjar þessir stjórnmálamenn væru,
að geta ekki komið saman stjórn”. Þetta,
meðal annars, rak pólitíkusana i eina
verstu stjórn sem mynduð hefur verið.
Staðan var feikilega erfið: Komið ykkur
saman um stjórn! var krafan og undan
henni var látið.”
„Menn eins og ég,
jafnaðarmenn af
stjórnleysingjaskóla..
Hvað vill Vilmundur í pólitík? Er
hann í réttum flokki? „Ég hef oft veriQ
að velta því fyrir mér...”
Langar hann að stofna nýjan flokk?
„Stofnun smáflokka utan flokka-
kerfisins hefur alltaf reynst mistök.
Alþýðuflokkurinn gæti haft gífur-
lega möguleika. Sú stórkostlega breyting
sem hefur orðið síðan 1974, þegar
flokkurinn var að þurrkast út og rót-
tækar breytingar voru gerðar á stefnu-
skrá hans, prófkjör tekin upp og fleira,
vekur góðar vonir. En hann hefur inn-
byggð veikleikamerki. Ennþá er mikil til-
hneiging til miðstýringar í honum.
Gamla jafnaðarstefnan byggðist á
miðstýringu. Miðstýrt vald getur verið
hinum almenna borgara jafnfjandsam-
legt og auðvaldið og þess vegna er verið
að reyna að auka valddreifingu í flokkn-
um — og í þjóðfélaginu. Það er mikill
misskilningur að marxisminn hafi verið
númer eitt á 19. öldinni. Anarkisminn,
valddreifingin, var lengstum miklu
sterkari.
Menn spyrja: Er þetta hægri eða
vinstri? Það skiptir ekki nokkru máli.
Frönsku kratarnir eru valddreifingar-
menn i fínasta skilningi. Jafnaðarstefn-
an á að sækja meira til anarkista en
Marx. Anarkisminn hefur fengið hrika-
lega útreið af þvi menn tengja hann
þjóðhöföingjamorðum og núna seinast
borgarskæruliðum sem eru hreinir
terroristar. En hann er lykill að
hugmyndafræði.
Allt er þetta að finna í stefnuskrá
Alþýðuflokksins, en hann er að upp-
byggingu of lítill i sér. Flokkskerfið er
sniðið fyrir lítinn flokk en ekki stóran.
Alþýðuflokkurinn hefur valdið mér
vonbrigðum ekki síður en ánægju. Ég
væri varla í þessum flokki nema af þvi ég
er óhóflegur bjartsýnismaður!”
„Annaðhvort er maóur
uppreisnarmaður..."
„Ég leit á vítumar sem samþykktar
voru á flokksþinginu sem „djók”. Svona
gera menn í saumaklúbbi en ekki í
stjórnmálaflokki.
18 Vikan 47. tbl.