Vikan


Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 21

Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 21
Viðtal Vikunnar hagsmunum sínum sé betur borgið þannig. Á íslandi er staðnað flokks- apparat. Við höfum verið að reyna að brjóta það með prófkjörunum. Ýmsir hópar geta átt erindi í Alþýðu- flokkinn. Já, kommúnistaflokkurinn líka ef því er að skipta. Við eigum mörg sameiginleg stefnumál, svo sem ýmislegt í verkalýðshreyfingunni, vinnustaða- félög á stórum vinnustöðum til að mynda. Fundur okkar Ara Trausta var blásinn allt of mikið upp. Hann er borgari í Reykjavík og ég er þingmaður Reykvíkinga. Svo er þetta gert að máli. Menn vilja stundum hafa sinar prívatsamræður.” „Ein erfiðasta ákvörðun lífs míns " „Á þinginu kemur vel í ljós að menn taka ekki afstöðu eftir stjórnmálaflokk- um í nærri öllum málum. 1 um 2/3 hluta allra mála falla atkvæði þverpólitískt.” Hvernig vinnustaður er þingið? „Enginn venjulegur vinnustaður. Ég fíla mig ekki á vinnustað þegar ég er niðri á þingi. Kennarastofan í MR: Það er vinnustaður. En ég veit ekki betur en þetta sé framúrskarandi fólk allt saman sem starfar niðri á þingi.” Vilmundur hefur kennt sögu við MR með þingmennskunni þangað til í vetur, að vísu aðeins fáeina tíma, en hann saknar þess að vera ekki að kenna i vetur. „Það var meðfram vegna þess að ég vonaði að betur gengi með Nýtt land að ég ákvað að kenna ekki í vetur,” segir hann. „Ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið var að hætta við blaðið. Það stóð mjög tæpt. Ef við hefðum getað reist þann fjárhagslega grundvöll sem þurfti hefðum við haldið áfram. Við vildum ekki á ríkisjötuna og leituðum því ekki . eftir stuðningi úr þeirri átt. Menn tóku til þess að farið var af stað af miklum krafti og þannig eru þing- störfin einnig. í desember, þegar fjár- lögin eru í brennidepli, er til dæmis mjög mikið að gera. Það er oft mikill hama- gangur á þinginu og það er eðlilegt því verið er að koma skoðunum á framfæri. Þá er talað við fleiri en þingheim, það gera allir þingmennirnir. En þótt menn Uppi á loftí hefur furan náfl yfirfiöndinni... ... an notaiegur svipurinn minnir Iftt á formúlur norrœnna húsablafla. deili hart er það' ekki vegna persónu- legrar óvildar. Það var mikill kjaftur milli okkar Lúðvíks út af vaxtamálum á fyrsta þinginu sem ég sat. Seinna kynntist ég honum svo og komst að því að hann er óvenjulegur sjarmör. Flestir gufa upp eftir að þeir hafa verið ráðherrar, þeir hafa misst svo mikið! Lúðvík er merkileg undantekning frá þeirri reglu. Sumt I þingstörfum er mjög jákvætt og til dæmis held ég að samskipti fjár- veitinganefndar og ýmissa sendinefnda séu demokratísk í besta skilningi orðsins.” Vilmundi þykir lítið til koma að farið væri að auglýsa eftir þingmönnum í smáauglýsingadálkum til að taka að sér tiltekin mál: „Borgarar hafa tiltölulega greiðan aðgang að þingmönnum.” „Ég er NATOsinni" Margt fleira mætti segja. Vilmundur er ekki skoðanalaus maður. „Útvarp á að gera frjálst og líta til fyrirmynda í Frakklandi og Ítalíu. Setja valdið í hendur sveitarstjórnanna.” NATO: „Ég er NATO-sinni. NATO er siðferðilegt bandalag og við eigum að vera í því. Það er með NATO eins og lögregluna, — þó lögreglan geti verið brútal þá viljum við hafa hana.” I plötuskáp grillir i Stuðmenn og Halla og Laddaplötur. „Ég hlusta á alls konar músík,” segir Vilmundur. „Hef gaman af músík. Ég fer líka af og til út aðskemmta mér.” Er ekki erfitt að fara á skemmtistað ef maður er þekktur í þjóðfélaginu? Það kemur fyrir að menn hanga utan í honum heilu kvöldin: „Hvað gerir það til? Það er ekki til neinna vandræða. Mitt frelsi er að fara heim ef mér leiðist. Mér er mjög illa við að setja fólki ein- hverjar leikreglur." kl 47. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.