Vikan


Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 48

Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 48
Texti: Borghildur Anná Tískan ÞEGAR KALDIR VINDAR NÆÐA S umarið er vist alveg örugglega liðið og kaldir vetrarvindarnir farnir að hrella sálirnar enn einu sinni. Þá er betra að eiga eitthvað til þess að klæða af mesta kuldann og það hafa blessaðir tísku- kóngarnir gert sér ljóst. Nú skal sumar- tískan gleymd og grafin og vetrartískan taka völdin. Þótt breytingarnar séu ef til vill ekki stórvægilegar þetta haustið þykir víst tilhlýðilegt að láta berast með straumnum, en fyrir þá sem vilja svindla er ekkert að því að draga fram fötin frá liðnum vetri. Þau geta orðið jafngóð og ný með smávægilegum breytingum, buxur þarf að stytta, helst allt að hnénu, og víðar skyrtur og mussur ganga ennþá með sem efri hluti. Þær má betrumbæta með því að setja gylltar leggingar á líningar, sem er það nýjasta í vetur. Herðar eru áfram miklar og mittið nokkuð greinilega á sínum stað ennþá. Skórnir eru einfaldir í sniði, klósetthælar og smáslaufur og þess háttar skraut á spariskónum. Pelsar eru ennþá vinsælir og mega nú vera i næstum öllum siddum. Kjólar eru þunnir og nokkuð stílhreinir, en skreyttir með alls kyns palliettum og smásteinum. Og að lokum má ekki gleyma sokkabuxunum. Nú eru allir i sokkabuxum og helst eiga þær að vera úr góðum prjónaefnum. Því ætti blöðrubólgan að vera úr sögunni í bili. Við stuttbuxur og hálfsiðar buxur eru slíkar prjónasokkabuxur hreint alveg ómissandi og þær þykja albestar ef nokkrir smásteinar skreyta ökklann eða hliðarnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.