Vikan


Vikan - 19.11.1981, Side 48

Vikan - 19.11.1981, Side 48
Texti: Borghildur Anná Tískan ÞEGAR KALDIR VINDAR NÆÐA S umarið er vist alveg örugglega liðið og kaldir vetrarvindarnir farnir að hrella sálirnar enn einu sinni. Þá er betra að eiga eitthvað til þess að klæða af mesta kuldann og það hafa blessaðir tísku- kóngarnir gert sér ljóst. Nú skal sumar- tískan gleymd og grafin og vetrartískan taka völdin. Þótt breytingarnar séu ef til vill ekki stórvægilegar þetta haustið þykir víst tilhlýðilegt að láta berast með straumnum, en fyrir þá sem vilja svindla er ekkert að því að draga fram fötin frá liðnum vetri. Þau geta orðið jafngóð og ný með smávægilegum breytingum, buxur þarf að stytta, helst allt að hnénu, og víðar skyrtur og mussur ganga ennþá með sem efri hluti. Þær má betrumbæta með því að setja gylltar leggingar á líningar, sem er það nýjasta í vetur. Herðar eru áfram miklar og mittið nokkuð greinilega á sínum stað ennþá. Skórnir eru einfaldir í sniði, klósetthælar og smáslaufur og þess háttar skraut á spariskónum. Pelsar eru ennþá vinsælir og mega nú vera i næstum öllum siddum. Kjólar eru þunnir og nokkuð stílhreinir, en skreyttir með alls kyns palliettum og smásteinum. Og að lokum má ekki gleyma sokkabuxunum. Nú eru allir i sokkabuxum og helst eiga þær að vera úr góðum prjónaefnum. Því ætti blöðrubólgan að vera úr sögunni í bili. Við stuttbuxur og hálfsiðar buxur eru slíkar prjónasokkabuxur hreint alveg ómissandi og þær þykja albestar ef nokkrir smásteinar skreyta ökklann eða hliðarnar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.