Vikan


Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 12

Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 12
Höfundur: Margit Sandemo, myndskreytt af VernerMunch. ■ ft — N ei, ég er að hugsa um framtíð- ina, sagði hann glettnislega. Katja fór inn í annað herbergið og leit í kringum sig löngunaraugum. — Hér er sko rými og birta. — Þú gætir haft vinnuborðið þitt hérna. Hún horfði á hann rannsakandi augnaráði. — Freistaðu mín ekki, sagði hún. — Aðstæðurnar í litlu ibúðinni minni eru að gera mig gráhærða. Þegar ég er með teikniörk á borðinu, verð ég að hafa litina á gólfinu. . — Tilboðið stendur, sagði hann léttum rómi. — Jæja, eigum við að velta vöngum yfir gluggatjöldunum, eða eigum við að fá okkur kaffisopa fyrst? í því hringdi siminn. — Þetta er líklega Hultén, sagði Jonas um leið og hann tók upp tólið. Ep I símanum var ung stúlka, sem kvaðst hringja frá flugstöðinni. Þar væri bréf til Jonasar Callenberg, hvort hún gæti fengið nýja heimilisfangið, svo að hún gæti sent honun bréfið. Jonas opnaði munninn, en lokaði honum aftur. — Sendu það á gamla heimilisfangið mitt, sagði hann eftir stundarþögn og lagði þegar á. — Vandamál? spurði Katja, þegar hún sá á honum svipjnn. Jonas andvarpaði. — Ég held þetta hafi verið Birgit Carlsson. Þau hafa með ótal brögðum reynt að komast að nýja heimilisfanginu mínu. — En hvernig geta þau hringt hing- að? Mér er borgið! hugsaði hann í sífellu og sigur- gleði fyllti brjóst hans. Það mátti ekki tæpara standa. Honum hafði ekki verið rótt síðustu dagana, áður en hann komst úr landi. — Þetta er gamla númerið mitt. Símaþjónustan hefur hins vegar ströng fyrirmæli um að gefa ekki upp heimilis- fang mitt við nokkurn mann. Æ, ég er orðinn dauðþreyttur á þessum feluleik. Mér leiðist þetta aðgerðaleysi, ég vil aðhafast eitthvað í málinu. Og umfram allt er ég orðinn hundleiður á þvi að fá ekki að fljúga. — Ef þig vantar peninga ... — Nei, blessuð vertu, dýnan mín er úttroðin af peningum. Það er bara að- gerðaleysið sem er að drepa mig. Ég verð að fara að stunda þrekæfingar, svo að vöðvarnir verði ekki að fitukeppum. Lögreglunni tekst ekki að hafa uppi á þessum þrjótum, þótt hún hafi allar klær úti. Það er búið að sleppa stelpunni, en karlrotturnar koma ekki upp á yfir- borðið. O, hvað ég vildi, að eitthvað færi að gerast. — Og ég er þakklát, meðan ekkert gerist, tautaði Katja. Hún reyndi að finna eitthvað I eldhús- skápunum og dró loks fram einn boila og ölkrús, sem Jonas heimtaði aö fá að drekka kaffið úr. Hann setti upp vatn og skenkti duftkaffi. Katja kæfði andvarp og gat ekki varist þeirri hugsun, hvað gera mætti vistlegt í þessu iitla eldhúsi. — Hvað gerirðu um jólin, Katja? Hún hrökk við. — Um jólin? Drottinn minn dýri, eru nú þau ósköp að dynja yfir okkur bráðum? Ég veit ekki. Hvernig heldur þú upp á jólin? — Síðustu árin hef ég alltaf verið erlendis um jólin. Þar áður var • ég oftast hjá systur minni og fjölskyldu hennar. Þeim fannst ég víst ekki beint falla inn i hamingjusama fjölskyldulífið þeirra, sagði hann og glotti. — En þú? Hvar hefur þú verið um jól? —. Hér og þar, svaraði hún. — Éinu sinni reyndi ég að vera í sveitinni, en það var ekki sérlega vel heppnað. — Varstu einmana? — Eiginlega ekki. Ég hafði ritsafn Steinbeck með mér, en gamlar minningar höfðu dálitið truflandi áhrif á sambúð okkar þau jólin. Hann horfði bliðlega á hana.---------- Svo að þú ert bara ein með sjálfri þér í litlu íbúðinni? — Já, svaraði hún og leit undan. — Ég er satt að segja litið hrifin af jólunum. Þau virðast aðeins sköpuð fyrir fjölskyldur. — Við gætum kannski haldið jólin hátiðleg saman? Hér til dæmis? Hann sá ekki framan í hana. — Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.