Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 38
Fimm mínútur meö Willy Breinholst
Hæfileika-
snápurinn
StanSmoot var hæfileikasnápur
fyrir eitt af stærstu kvikmynda-
félögunum í Hollywood. Þið
skuluð ekki halda að það sé
öfundsvert starf. Mánuðum
saman hafði Stan ekki upp-
götvað einn einasta hæfileikarík-
an leikara.
En svo var það síðdegi
nokkurt að hann sat og naut
þess að fá sér viskí í ró og næði
á marmaraslegnum svölum
Hotel Bay Roc’s, á. Palm Beach,
að það gerðist! Hann leit eitt
andartak upp úr blaðinu sínu —
og þarna, við borðið rétt hjá
honum, sat hún. Hún var eins
og lifandi eftirmynd Marilyn
Monkey! Hún var kannski ekki
alveg eins mikil kynbomba og ef
til vill ekki með eins stór og
mjúk kusuaugu, varla með eins
þrýstinn barm og tæpast máluð
af jafnmikilli umhyggjusemi og
Marilyn, en það voru allt saman
smámunir sem mátti bæta úr.
Það var ekki lengra liðið en
síðan í morgun að æðsti yfir-
maður Stan Smoot, kvikmynda-
jöfurinn Sam Goldstein, hafði
sagt með sinni beljandi röddu:
— Þú skalt útvega okkur nýja
Marilyn Monkey . .. en í guð-
anna bænum eina sem hefur
smásnefil af hæfileikum! Við
getum ekki haldið áfram að
framleiða kvikmyndir með
þessum innantómu brúðum?
Finndu Marilyn Monkey
með heilabú og þá hefur þú
unnið þér inn 50.000 dollara
beint á bókina!
Stan stóð upp og gekk að
borðinu hennar. Hann settist hjá
henni öruggur í fasi og lét hana
hafa nafnspjaldið sitt. Hún lét
engin svipbrigði sjást á sér.
— Jæja, sagði hún kuldalega
og veifaði nafnspjaldinu, ég á
auðvitað að falla í stafi?
Stan gekk hreint til verks.
— Hefurðu gert þér grein
fyrir að þú líkist Marilyn
Monkey eins og þið væruð tveir
vatnsdropar.
— Virkilega?
— Og gerir þú þér grein fyrir,
hélt Stan ótrauður áfram, að
Marilyn Monkey var uppgötvuð
á skyndibitastað á Miami Beach
og það var hæfileikasnápur með
opin augu, frá Fox-O-Scope
Brors Pictures, sem uppgötvaði
hana, en í dag er hún hamingju-
söm, á bankainnistæðu upp á
fimm milljónir dollara, sundlaug
sem er á stærð við Rauðahafið
og svo marga kádiljáka með
gylltum hjólkoppum að hún
gæti opnað stærstu bilasölu í
Kaliforníu hvenær sem henni
sýndist? Og þetta allt á hún þó
hún hafi ekki snefil af hæfi-
leikum! Þegar þessi náungi frá
Fox-O-Scope Brors Pictures
fiskaði hana upp var hún ljós-
myndafyrirsæta sem lét taka
myndir af sér í vafasömum bak-
görðum.
Stúlkan hélt sig að glasinu
sínu.
— Hefðir þú á móti því að
koma þér að efninu? spurði hún
og lét sér fátt um finnast.
Stan hallaði sér yfir borðið.
— Ég get gert þig að nýrri
Marilyn Monkey, sagði hann
íbygginn.
Stúlkan leit í augu hans eitt
andartak og það var eitthvað
hörkulegt og lítilsvirðandi í röku
kusuaugunum hennar, eitthvað
sem fékk Stan til að finnast að
hann hefði fyrirhitt stúlku sem
léti ekki fara með sig hvert sem
væri og sem myndi ekki falla
fyrir fyrsta tilboði um reynslu-
myndatöku og sex mánaða smá-
stirnissamning.
— Hver heldurðu svo að hafi
áhuga á því að verða ný . . .
hvað kallaðir þú hana annars?
— Marilyn Monkey?
— Og hvað fær þig til að
halda að ég hafi áhuga á að vera
„pikkuð upp” af hæfileikasnáp?
Hún lét orðið sleppa milli perlu-
hvítra tannanna með sýnilegri
vanþóknun, svo að Stan hörfaði
ósjálfrátt í sætinu.
— Hvað veist þú um hvort ég
hef yfirleitt áhuga á fimm
milljón dollara bankainnistæðu?
Hvað veistu nema mér sé skít-
sama um sundlaugar á stærð við
Kyrrahafið, svo ekki sé nú talað
um dýptina? Og hvað veistu
nema ég eigi nú þegar nægju
mína af kádiljákum? Hvað um
það?
Stan þagði eitt andartak áður
en hann svaraði. Hann var
ákveðinn í að sleppa þessari
stelpu ekki fyrir nokkurn mun
fyrr en hann væri með undir-
skrift hennar upp á vasann um
sex mánaða samning til reynslu.
Hann hafði verið hæfileika-
snápur í mörg ár og hann var
reiðubúinn að éta hattinn sinn
38 Vikan 47. tbl.