Vikan


Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 23

Vikan - 19.11.1981, Blaðsíða 23
Héðan og þaðan Draumfarir Sagt er að alla dreymi eitthvað á næturnar en fólk sé mismunandi duglegt við að muna draumana. Þegar sofandi mann dreymir hreyfast augun undir augnlokunum. Ef sá sem dreymir er vakinn getur hann yfirleitt alltaf sagt frá því hvað hann var að dreyma. Einnig er því haldið fram að mestu draumfarirnar eigi sér stað í morgunsárið. Ef sofandi maður er vakinn á því tímabili er hann dreymir ekki getur hann í fæstum tilvikum sagt frá þeim draumum sem hann dreymdi fyrr um nóttina. Ef fólk hrekkur upp við vondan draum er mikilvægt að fara á fætur og sgtjast einhvers staðar niður i fimm mínútur, helst í öðru herbergi. Þannig er oft hægt að koma i veg fyrir að draum- urinn haldi áfram þegar viðkomandi sofnar aftur. Komið hefur í ljós að sumt fólk dreymir oft sömu draumana aftur og aftur. Margir hafa af þessu töluverð óþægindi, hrökkva upp um miðjar nætur hræddir og sveittir. Því hafa verið gerðar miklar tilraunir til að aðfmna leið til að losa fólk undan áhrifamætti slíkra drauma. Eftir margra ára tilraunir þykir nú sannað að fólk geti að nokkru leyti stjórnað draumum sínum, einbeitt sér að því að breyta drauma-atburðarásinni, og þá hætta draumarnir að verða sú ógnun sem sumir hafa kallað martröð. Þessi aðferð hefur einnig verið notuð af barnshafandi konum er fólk hefur komið til þeirra í draumi að vitja nafns. Ef þær hafa verið ákveðnar í að vilja ekki það nafn hefur þeim með nægilegri einbeitni iðulega tekist að neita slíku boði í draumnum. En það er viðurkennt að draumar eru í beinu sambandi við sálarástand þess er dreymir og því er nauðsynlegt að þekkja sjálfan sig vel ef takast á að hafa stjórn á draumförum. Draumlaus svefn er oft settur í samband við ásigkomulag likamans. Ef viðkomandi er líkamlega þreyttur fer mikil orka í að hvíla líkamann. Það er djúpur, þungur svefn þar sem draum- farir eru litlar og líkamshitinn undir meðallagi. Upp með faldinn! Hér er götumynd utan úr heimi sem sýnir glöggt þróun mála. Tísku- hönnuðir hafa um þó nokkum tíma fært pilsfaldinn ofar og ofar og nú virðist sem hnén eigi fyrir alvöru að fá að láta Ijós sitt skína. — Ef einhver skyldi hafa áhuga á að vita það þá er þessi kjóll franskur og hönnuðurinn er enginn annar en hinn heimsfrægi Louis Peraud. 47. tbl. Vikan Z3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.