Vikan


Vikan - 19.11.1981, Síða 50

Vikan - 19.11.1981, Síða 50
Eldhús Vikunnar Eggaldinmauk Þennan forrétt snæða menn oft á Balkanskaganum. Fyrir fjóra: 1 kg eggaldin 2 msk. ferskur sítrónusafi 2 msk. ólífuolía 1/2 bikar jógúrt 1 hvítlaukslauf, salt, nýmalaður svartur pipar 1 msk. smásöxuð steinselja eða dill græn fersk paprika skorin í hringi Tilreiðsla: Fjarlægið stilkafgang og annað slíkt af eggaldinunum. Stingið göt í þau með gaffli á alla kanta og haldið þeim svo með gaffli yfir viðarkolagrilli þar til hýðið er brunniðog ávöxturinn mjúkur. Þeir sem ekki geta komið viðarkolagrilli við setja eggaldinin í 175 gráða heitan bökunarofn í 40-50 mínútur. Látið þau síðan kólna eitthvað og skrælið. Búið til mauk úr eggaldin- unum í hrærivél eða pressu. Hrærið saman við sítrónusafa, olíu, jógúrt, pressaðan hvítlauk, salt og pipar þar til allt er orðið kremkennt. Bragð- bætið eftir smekk. Setjið allt í skál, lok á og inn í kæli. Stráið steinselju eða dilli yfir og skreytið með paprikuhringjum rétt fyrir fram- reiðslu. )ón fisgcir tók saman 50 Vikan 47. tbl. Köld berjasúpa Þessa rússnesku súpu má bera fram sem forrétt eða eftirrétt, fjölhæfir þessir Rússar. Fyrir fjóra: 250 g hreinsuð jarðar- eða hindber 50-75 g sykur 1/2 bikar jógúrt 1/4 I ísvatn 6 msk. þurrt rauðvín Tilreiðsla: Leggið fjögur stór ber til hliðar til að skreyta með. Þrýstið hinum berjunum gegnum sigti og hrærið saman við sykur og jógúrt. Bætið smám saman út í vatni og víni. Bragðbætið ef þarf. Skiptið í fjórar litlar súpuskálar, lokið þeim og geymið í kæli. Skreytið hverja skál með beri og beriðfram. Köld jógúrt- og gúrkusúpa Þetta er þersnesk útgáfa sumarsúpu sem snædd er vítt og breitt um Asíu. Fyrir 4-5 manns: 50 g rúsínur eða kúrennur 2 bikarar af jógúrt(án' ávaxta) 6 msk. rjómi 1/8 I ískalt vatn 1 smásaxað, harðsoðið egg eða 30 grömm af smásöxuðum valhnetum 1 meðalstór agúrka (flysjuð, kjarn- inn f jarlægður og skorin í teninga) 4 litlir laukar, smásaxaðir salt nýmalaður hvítur pipar 6 ísmolar 2 msk. fínmalaðdill Tilreiðsla: Látið rúsínur eða kúrennur standa í fimm mínútur í köldu vatni. Setjið jógúrtina í stóra skál, bætið út í rjóma og ísvatni og hrærið vel saman. Látið vatnið renna af rúsín- unum og blandið þeim ásamt eggi (eða valhnetum), agúrku, lauk, salti og pipar út í jógúrtina. Blandið ísvatni saman við. Leggið lok yfir skálina og látið hana standa tvær til þrjár klukkustundir í kæli. Bragðið á súpunni áður en hún er borin fram og bragðbætið ef þarf. Berið fram í súpuskálum sem dilli hefur verið stráð í. Tsatsiki Austurlandabúar geta svo sannar- lega verið stoltir af þessu þekkta sumarsalati sem til er í fjölmörgum útgáfum. Fyrir fjóra: 2 bikarar jógúrt .1 hvítlaukslauf, salt 2 msk. smásöxuð, fersk minta eða 1 msk. þurrkuð minta nýmalaður hvítur pipar 2 meðalstórar agúrkur (flysjaðar, án kjarna og teningsskornar) mintugreinar til skreytingar Tilreiðsla: Setjið jógúrtina í skál. Lagið jafning úr hvítlauk og salti, blandið nokkrum matskeiðum af jógúrt út í, hrærið saman og setjið loks allt út í skálina með jógúrtinni. Bætið mintu, salti og pipar saman við og hrærið vel í. Setjið gúrku- teningana út í, hrærið saman og bragðbætið. Hellið öllu í skálina sem bera skal á borð, lokið henni og setjið í kæli. Stráið mintugreinum yfir þegar bera skal á borð.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.