Vikan


Vikan - 29.04.1982, Síða 16

Vikan - 29.04.1982, Síða 16
Hcðan og þaðan Páls- jurt (saintpaulia ionantha) Pálsjurtin (sem yfirleitt er kölluð Sankti Pálía í daglegu tali) er áreiðanlega ein vinsæl- asta stofuplantan hér á landi. Hún er smávaxin, blaðfalleg og blómstrar litlum smágerðum blómum, mörgum í senn. Litur blómanna getur verið hinn f jöl- breytilegasti, f jólublár, bleikur, hvítur, rauðbleikur, blár og fleiri. GHtrandi hár Á dögunum héldu nýbakaóur verölaunahafinn, Sólveig Leifs- dóttir (Hárgreióslustofan Gígja), og Villi Þór (Rakarastofa Villa Þórs) hársýningu í Hollywood. Þar sýndi friður hópur allar hugsanlegar geröir af hár- greiöslum fyrir karlmenn og konur, fyrir stutt hár og sitt, hversdags og spari. Mikill fjöldi áhorfenda sá þessa glæsilegu sýningu og skemmti sér konung- lega vió frjálslega sviðstilburöi sýningarfólksins, sem margt hvert var aó stíga sin fyrstu spor á sviði. En Pálsjurtin er stundum dálítill vandræðagemsi og erfitt getur verið að átta sig á henni. I einni stofunni blómstrar hún næstum árið um kring, ár eftir ár, en í annarri þverneitar hún að bera svo mikið sem eitt blóm. Veslings eigandinn veit ekki hvað hann hefur unnið jurtinni til miska en hún situr við sinn keip. I ár koma aðeins blöð og þau ekki öll glæsileg. Pálsjurtin er ættuð frá Austur- Afriku og gengur undir heitinu African violet (Afríkufjóla) hjá enskumælandi þjóðum. Plantan hefur fíngerðar rætur og moldin þarf að vera létt og blönduð mosa og potturinn fremur lítill. Umpottið á tveggja til þriggja ára fresti. Vökvið plöntuna með volgu vatni og gætið þess að ekki komi vatn á blöðin. Margir vökva i í undirskálina til þess að fyrir- byggja það, og er þá ágætt að setja smásteina í skálina undir pottinn. Hafiðskálina nokkuð stærri að þvermáli en pottinn. Rétt rakastig er mikilvægt því blöðin draga í sig allt að því jafn- mikið vatn úr andrúmsloftinu og í gegnum ræturnar. Vatn í undir- skálinni þjónar þess vegna tví- þættum tilgangi. Gefið jurtinni fljótandi næringu frá því snemm- sumars, en athugið að áburður- inn verður að vera súr. Plantan verður að standa á björtum stað en má alls ekki vera í sterkri sól þar sem blöðin geta brunnið illa. Vestur- og norðvestur gluggar eru bestir. Hitastigið þarf að vera nokkuð stöðugt, 16°-18°C á sumrin og ekki undir 13°C á veturna. Þegar fer að hausta er ágætt að setja Pálsjurtina í suðurglugga. Þar er hitastigið hærra, birtan mest og geislar sólarinnar ekki skaðlegir. Jurtin hvílir sig yfir hávetrar- tímann og fær þá oft fremur ræfilslegt útlit. Dragið úr vökvun og hættið áburðargjöf þar til hún fer að koma til á ný. Þegar plantan stendur í blóma og blómin taka að visna er mikil- vægt að klípa visnuðu blómin burt til þess að örva frekari blómgun. Pálsjurtinni er fjölgað á þann hátt að blað er skáskorið af plöntunni. Setjið eitt eða fleiri blöð í lítinn pott, moldin þarf að vera blönduð mosa og sandi. Vökvið vel og strengið því næst plast yfir eða setjið pottinn í plastpoka (sjá mynd) á hlýjan stað. Vökvið annað slagið með úðabrúsa. Þegar ný lauf taka að skjóta upp kollinum er óhætt að fjarlægja plastið og má þá setja hverja hvirfingu fyrir sig í sérstakan pott eða hafa saman áfram. 16 Vikan 17. tbl,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.