Vikan


Vikan - 29.04.1982, Qupperneq 19

Vikan - 29.04.1982, Qupperneq 19
Fjölskyldumál þeirra bera dýpri nierkingu. Sum þessara tákna eru einstaklingsbundin og eru tengd persónulegri reynslu. Önnur tákn hafa mjög almenna merkingu. í rannsóknum sínum komst Freud að raun um aó til séu draumtákn sem koma fyrir í flestum draumum og hafa skýra merkingu. Þannig er oftast hægt að ráða drauminn þegar í stað ef dreymandinn er nákontinn, aðstæður hans vel þekktar og þekking er fyrir hendi á algengum draumtáknum. Eins og nærri má geta er mikið um kyntákn í kenningum Freuds, vegna þess að hann taldi flestar óskir vera sprottnar af kynhvötinni. Sem dæmi má nefna að kyntákn karlmanna eru alls kyns hnifar, hamrar og turnar, en kyntákn kvenna ýmsar gerðir af ílátum, brunnar og gjár. Kenningar Freuds um drauma hafa verið gagnrýndar af mörgum í gegnum tiðina, sérstaklega skoðanir hans um mikilvægi kynhvatarinnar í draumum. Sálkönnuðir hafa tekið við þar sem Freud hætti og haldið áfram rannsóknum á draumum og þýðingu þeirra fyrir lif einstaklingsins. Aðferð sálkönnunar sem felst i draum- ráðningum heldur einnig íullu gildi enn i dag. Nýjar rannsóknir á draumsvef ni Hvort sem menn eru sammála kenningum Freuds um orsakir drauma eða ekki hafa rannsóknir hans orðið til þess að vekja áhuga annarra visinda- manna á svefni og draumum. Raun- visindamenn um allan heim hafa á undanfornum áratugum gert umfangs- miklar kannanir á fólki í svefm. Með þessum rannsóknum hefur verið hægt að sýna fram á að alla dreymir í svefni og hægt er að sjá á heilalínuriti hvenær manninn dreymir og hvaða líkamleg við- brögð eru þvi samfara. Svefn hefur sérstakt lögmál og skiptist í „eiginlegan svefn” og draumsvefn. Draumsvefninn likist vöku á heilalínuriti, en þó er mjög erfitt að vekja mann sem dreymir. Draumsvefninum fylgja augn- hreyfingar, likastar því að dreymandinn sé að horfa á hraða atburðarás. í venju- legum nætursvefni kemur draumsvefn með um það bil 90 mínútna millibili. Þannig dreymir fólk þrjá til sex drauma á nóttu. Algengt er að einum og hálfum tíma nætursvefnsins sé varið til drauma. Eru draumar nauðsynlcgir? Rannsóknir á draumsvefni styðja ein- dregið þá skoðun Freuds að draumar séu nauðsynlegir til að minnka eigin spennu og veita bældum hvötum úlrás. Til að kanna þetta var fólk sem þátt tók í rannsóknum vakið i hvert sinn sem það fór að dreyma. í Ijós kom að mikið sálrænt álag fylgir því að fá ekki að dreyma. Ergelsi og kviði jókst mjög og að morgni kvörtuðu flestir og töldu sig lúna og þreytta eftir nóttina. Ef draumsvefn er síðan truflaður á þennan hátt margar nætur í röð getur það valdið alvarlegum taugaveiklunar- einkennum. Þegar fólk sem ekki hefur fengið að dreyma í friði fær síðan að sofa ótruflað eykur það draumasvefn sinn til að bæta sér missinn. Hvað drcymir fólk? En eru draumar þá yfirleitt svona merkilegir? Flestir vakna að morgni og hafa ekki hugmynd um hvað þá dreymdi um nóttina. Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna innihald drauma. Þá fær fólk að sofa drauma- tímabiiið á enda, en er þá vakið og spurt hvað það hafi dreymt. Það hefur sýnt sig að flesta dreymir ósköp venjulega atburði. Spennandi, fyndnir og frumlegir draumar eru fremur fátíðir i þessum rannsóknum. Dreymandinn leikur yfirleitt sjálfur aðalhlutverkið. Hann er á réttum aldri, en ekki barn eða gamall. Hann er sjaldnast einn í draumnum en yfirleitt í fylgd með einhverjum í fjölskyldunni, vini eða kunningja. í draumnum sér hann fólk og heyrir. Það er mjög sjaldan sem önnur skilningarvit eru notuð. Draumar hafa því ekki bragð, lykt eða fela í sér snertingu. Rannsóknir á draumum hafa opnað nýjar leiðir til að skilja það undraverk sem manneskjan er. Það verður áhuga- vert að fylgjast með þessum rann- sóknum í framtíðinni. L3 Sú breyting hefur nú orðið, að inn- flutningur og sala á simabúnaði hefur verið gefinn frjáls. Simco s/f er sérhæft fyrirtæki, sem eingöngu verslar með símatæki og alls konar simabúnað. Við getum nú boðið mikið úrval af skrifstofusímum, heimilissimum, takka- símum, tölvusímum, hátalarasimum, og skrautsímum, ásamt símasjálfvelj- urum, símamögnurum og símsvörum. Við veitum ennfremur tækilega aðstoð við val á símabúnaði og önnumst allt viðhald og viðgerðir. Komið, skrifið eða hringið og við veit- um fúslega allar nánari upplýsingar. © ! r Hafnarstræti 18 s-19840 Umboðsmenn um land allt 17. tbl. Vikan 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.