Vikan


Vikan - 29.04.1982, Side 21

Vikan - 29.04.1982, Side 21
Vísindi Hrein, ódýr og aðgengileg orkulind fyrir rafmagnsframleiðslu fyrirfinnst rétt undan ströndum Bandaríkjanna. Að líkindum geta orkunotendur þar í landi að fáum árum liðnum fengið raforku úr Golfstraumnum undan ströndum Flórída-skagans. Hraðinn á Golfstraumnum orsakast af þeim áhrifum sem snúningur jarðar hefur á eðlilegt vatnsflæðið, að sumri til er straumhraðinn 2,29 metrar á sekúndu en 1,68 metrar á sekúndu að vetrarlagi. Prófessor William Mouton, sem kennir arkitektúr við Tulaneháskólann í NewOrleans,hefur hannað neðansjávar- túrbínu sem getur nýtt hið stöðuga, sterka streymi Golfstraumsins. Þessi vatnsorkuver yrðu njörvuð með köplum við sjávarbotninn og mun straumurinn lenda á túrbínublöðunum. Rafaflið sem þannig myndast í túrbínunni verður leitt í land og hefur vart nokkur neikvæð áhrif á vistkerfi. Grundvallarhugmyndin er einföld en framkvæmdin yrði mjög viðamikiðfyrir- tæki. Orkujsörf Flórída-fylkis og hluta af Louisiana-fylki væri mætt með nokkrum hundruðum af túrbinum sem hver um sig þyrfti að vera um 90 metra löng. Fjárfestingin virðist við fyrstu sýn gífurleg en raunar kemur í Ijós að neðansjávartúrbínur eru mjög skynsam- leg fjárfesting. Viðhaldskostnaður' verður lágur vegna þess að hægt er aði vonir verður einhver bið á því að þær verði áþreifanlegar. Michael Bloome sem starfar hjá UNITAR telur að vegna þess samstarfs milli ríkja sem þessar hugmyndir krefjast þurfi fyrst að leysa geysiflóknar spurningar um fjár- magn. Jöklaraforkuver verða byggð Neöansjá var- túrbínur þegar þörfin verður brýn og naegt fjármagn fyrir hendi. Að likindum verður þess langt að bíða, utan þess að málin versni skyndilega að mun. láta túrbínurnar liggja við festar í eitt ár milli þess sem þeim er fleytt á yfirborðið til athugunar og hreinsunar. Þá telja hönnuðirnir að raforkan, sem túrbínurnar framleiða, kosti heimilin 3500 krónum minna ár hvert en raforka framleidd i dag. Túrbínurnar hafa verið hannaðar með tilliti til kostnaðar og afleiðingin getur orðið sú að þær reynist ekki einungis ódýrar fyrir þá sem kaupa orkuna heldur jafnframt arðsamar fyrir þá sem framleiða hana. Prófessor Mouton segir að það kosti i dag 130— 150 milljónir króna að byggja túrbínu- einingu sem yrði búin að borga sig upp á fjórtán mánuðum. Til samanburðar kostar kjarnorkuver 1000 milljónir króna og tekur ekki að skila arði fyrir en eftir lOár. Á næstunni munu Mouton og félagar hefjast handa við byggingu lítillar útgáfu af neðansjávartúrbínu, hún verður um 10 metra löng. Reynist hún vel verður fyrsta túrbínan í fullri stærð tilbúin árið 1985. Þessar tilraunir hafa mikla þýðingu fyrir Japan og syðri hluta Afríku þar sem sjávarstraumar eru einnig hraðir og stöðugir. Prófessor Mouton telur þessa mögu- leika á orkuvirkjun sanna þá kenningu að orkulindir heimsins fari ekki dvínandi, mergurinn málsins sé sá að hafa augun opin fyrir réttum aðferðum til að nýta orkuna. 17. tbl. Vikan 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.