Vikan


Vikan - 29.04.1982, Side 24

Vikan - 29.04.1982, Side 24
Höfum opnað nýja verz/un að SKÓLAVÖRÐUSTÍG 14,2. hæð (VIÐ HLIÐINA Á VOGUE) cjS^^t SKÓLAVÖRÐUSTÍG 14, 2. hæö. ,auð* %^r SÍM| 177/7 svipnum á þeim. Það kemur henni til að hlæja. Það kemur henni til að synda af öllu afli, hraðar, hraðar, þar til hún skríður upp úr lauginni, örmagna og hrein, hún sem hefur töglin og hagldirnar. J.L. horfir á hana meðan hún klæðist á ný. Hún sér i augunum á honum að nú langar hann að vera með henni, að útskýra, að sannfæra, það er hluti af leiknum, hálfdulin tjáskipti frammi fyrir öllum, blæja yfir gagnkvæmum til- finningum þeirra, þörfin til að vera óháður, óbundinn — og njótast á eftir. Hún snýr frá en þegar hún sér rykský nálgast eftir veginum gengur hún þess í staðaðskýlinu. Skúffubíll kemur inn í rjóðrið. Það eru lversonhjónin að selja þessum sundurleita hópi, sem leitar hamingjunnar i fjöllunum, þar sem engar Smásaga reglur gilda, grænmeti og ávexti. Lea er heilluð af hjónunum. Hún stendur þarna og starir á samfestinginn karlsins, þrekvaxinn, mittislausan líkamann, hvíta hálsklútinn konunnar. Karlinn dregur nokkrar vírkörfur aftur eftir pallinum og konan hjálpar honum, lýtur fram og hjálpar honum. Pilsið hennar fýkur til og krækist undir olnbogann, maðurinn hennar teygir sig til að laga fyrir hana pilsið. Þetta er einföld hreyfing og lætur lítið yfir sér og hann lætur höndina hvíla andartak á konunni áður en hann réttir höndina fram aftur til að draga körfu með ferskjum aftur eftir pallinum. Þetta er einföld hreyfing og konan tekur varla eftir henni, en það gerir Lea. Lea hugsar um gömlu hjónin uppi í lauginni, hvernig karlinn dró höfuð konunnar að bringu sér og hélt þvi þar eins og barni i reifum. Þau dönsuðu saman í vatninu, töfradans, ástardans, eins konar sígaunar. Það besta úr tveimur heimum. Og leyndarmáli þeirra var borgið hjá Leu. Hún gengur til þeirra og spyr hvort hún geti borgað þeim fyrir ferskjukörfu með útsaumi. „Mikið er þetta yndis- legt,” segir frú Iverson og strýkur fin-, gerð nálsporin hrjúfum höndum., „Næturliljan.” ÞAÐ ER NÆRRI orðið aldimmt þegar J.L. finnur Leu í lauginni. „Hvað er að?” spyr hann og sest í hengirúmið. Hann andvarpar. „Það er ekkert á milli mín og..." „Skiptir engu, J.L.,” segir Lea þreytu- lega og hjúfrar sig betur ofan í vatnið. „Ekki lengur.” „Ég var bara að gæla við þá hugmynd að fara til New Orleans,” segir hann. „Mér datt í hug að þú myndir kannski koma með mér núna.” „Farðu bara,” segir hún. „Þiggðu boðið. Ég fer heim á morgun, heim i saumastofuna — ein.” „En...” „Ein, heyrirðu það, ein!” Hann er hljóður um stund. Loks segir hann. „Þú getur ekki hætt. Það er ekki svo auðvelt. Við erum gift og það veistu. Þú og ég, við erum hjón — í anda." Lea horfir á hann og hugsar: Ég hafði rétt fyrir mér um þessi fjöll, þessi ótömdu fjöll. Þau eru gagntekin af fágætri og fíngerðri fegurð, eins og næturliljurnar sem þau fóstra. Hér hef ég fundið kyrrð í miðri óreiðunni. Hér, þessa heitu daga og svölu nætur, hef ég fundið staðfestu einfaldleikans. „J.L.,” segir hún. „Komdu hingað.” Þegar hún fer frá honum á morgun hefst ferðalagið fyrir alvöru. En núna, hugsar hún, þessa einu mánabjörtu nótt, þar sem allar tjarnir og vötn og fljót heimsins speglast til þeirra i einni falinni laug, ætlar hún ekki að kortleggja ókönnuð svæði. I ■ 24 Vikan 17. tbl,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.